"Er þetta ekki örugglega nóg?“ Pawel Bartoszek skrifar 3. ágúst 2012 12:00 Ein af fjölmörgum dellum íslenskrar áfengisstefnu byggði á þeirri kenningu að ef menn væru neyddir til að kaupa meira áfengi í einu þá myndu þeir drekka minna af því. Þannig máttu Íslendingar lengi minnst kaupa sex bjóra í einni búðarferð. Líklegast byggðist þetta á þeirri hugsun að ef menn hækka upphafshæðina í hástökki þá muni færri reyna að stökkva yfir. Sem sagt: Það væri dýrara að kaupa heila kippu en einn bjór og stykkjasölubannið hindraði því dagdrykkju. Myndi bann á litlum ísum minnka ísneyslu? Myndi bann á litlum gosflöskum minnka gosneyslu? Væntanlega ekki. Það myndu þá bara allir kaupa stórar gosflöskur og stóra ísa. Í tilfelli bjórsins er staðan svipuð: Ef menn verða að kaupa sex bjóra þótt þá langi bara í einn þá kaupa menn sér bara sex og drekka einn. Síðan drekka menn hina fimm auðvitað skömmu síðar. Nýlega dvaldi ég Póllandi í nokkra mánuði og fékk þó nokkra íslenska vini í heimsókn. Stutt athugun: Íslendingur sem beðinn er um að „kaupa nokkra bjóra" kaupir að meðaltali tvöfalt til þrefalt meira áfengi en Pólverji sem fær sömu fyrirmæli. Þetta er auðvitað ekki skrýtið. Kippureglurnar gömlu hafa grafið það í hausinn á fólki að sex bjórar séu einhver lágmarksdrykkjueining sem boðlegt sé að innbyrða. Með því að hafa útsölustaði ÁTVR fáa og loka þeim þegar vöru sem þeir selja er mest þörf hafa menn búið til menningu þar sem fólk er hvatt til að „birgja sig upp" af áfengi. Eins skynsamlegt og það nú er. Í fimmtán mínútna gönguradíus í miðbæjum flestra evrópskra borga má finna svipað margar búðir með bjór og á Íslandi öllu. Við þannig aðstæður er það frekar heimskulegt að geyma bjórinn í marga daga í eigin ísskáp en ekki ísskáp kaupmannsins. Menn kaupa sér þannig fyrst tvo, fara svo aftur út í búð eftir tveimur í viðbót, og svo ef menn langar í meira þá er klukkan oft orðin margt og lengra að fara í næstu opnu verslun. Því skal ekki haldið fram að á meginlandi Evrópu reki allar þjóðir óaðfinnanlega áfengisstefnu. Því fer fjarri. En við þurfum að velta því fyrir okkur hvort sú norræna hugmyndafræði að neyða menn til magninnkaupa hvetji þá ekki til magnneyslu. Fólk fer í Ríkið á föstudeginum til að eiga fyrir helgina. En svo þarf að taka aukatúr á laugardeginum, því föstudagsmyndin reyndist skemmtilegri en vonir stóðu til. Og þá kaupa menn „nóg". Musteri magninnkaupaEins fjárhagslega óskynsamlegt og það kann að hljóma finnst mér ekkert jafnfrelsandi og að ganga í gegnum komusal Leifsstöðvar án þess stoppa í „komufríhöfninni" svokölluðu. Hræsnin sem felst í því að sama ríkið og skattleggur áfengið upp í hið óendanlega selur okkur það á ögn lægra verði vegna þess að við vorum í flugvél er nánast óbærileg. Og menn eiga að gleðjast yfir þessu eins og börn sem fá ís á laugardegi. Það eru háir skatta fyrir innan tollhliðið og áfengisbúð rétt fyrir utan. Niðurstaðan er sú sama og áður: fólk er hvatt til að hamstra bjór, lýðheilsusjónarmiðum til dýrðar. Hverjir eru öfgamennirnir?Ísland er í sérflokki meðal vestrænna ríkja þegar kemur að algerri ríkiseinokun á smásölu áfengis og ofurskattlagningu þess. Sterkt lobbý vill ganga enn lengra. Samt er alltaf reynt að láta eins og þeir sem vilja að hér gildi svipuð lög og í langflestum samanburðarlöndum séu sérstakir „öfgamenn" sem vilji „leyfa allt". Það er eiginlega svolítið fyndið. Sé litið nokkra áratugi aftur í tímann er staðan í áfengismálum nefnilega síst verri þrátt fyrir frjálslyndari löggjöf. Neysla unglinga hefur minnkað. Ölvunarakstur hefur minnkað. Engu að síður hefur áfengisútsölustöðum fjölgað, þeir eru opnir lengur, það má selja bjór, það má selja bjórdósir í stykkjatali, það má kaupa áfengi með kreditkorti, skemmtistaðir eru opnir lengur og auglýsingar tíðkast víða. Það skyldi þó ekki vera að hömlur og bönn séu ekki alltaf eina leiðin til að ná árangri þegar kemur að því að lágmarka skaðann af áfengisneyslu fullorðins fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Ein af fjölmörgum dellum íslenskrar áfengisstefnu byggði á þeirri kenningu að ef menn væru neyddir til að kaupa meira áfengi í einu þá myndu þeir drekka minna af því. Þannig máttu Íslendingar lengi minnst kaupa sex bjóra í einni búðarferð. Líklegast byggðist þetta á þeirri hugsun að ef menn hækka upphafshæðina í hástökki þá muni færri reyna að stökkva yfir. Sem sagt: Það væri dýrara að kaupa heila kippu en einn bjór og stykkjasölubannið hindraði því dagdrykkju. Myndi bann á litlum ísum minnka ísneyslu? Myndi bann á litlum gosflöskum minnka gosneyslu? Væntanlega ekki. Það myndu þá bara allir kaupa stórar gosflöskur og stóra ísa. Í tilfelli bjórsins er staðan svipuð: Ef menn verða að kaupa sex bjóra þótt þá langi bara í einn þá kaupa menn sér bara sex og drekka einn. Síðan drekka menn hina fimm auðvitað skömmu síðar. Nýlega dvaldi ég Póllandi í nokkra mánuði og fékk þó nokkra íslenska vini í heimsókn. Stutt athugun: Íslendingur sem beðinn er um að „kaupa nokkra bjóra" kaupir að meðaltali tvöfalt til þrefalt meira áfengi en Pólverji sem fær sömu fyrirmæli. Þetta er auðvitað ekki skrýtið. Kippureglurnar gömlu hafa grafið það í hausinn á fólki að sex bjórar séu einhver lágmarksdrykkjueining sem boðlegt sé að innbyrða. Með því að hafa útsölustaði ÁTVR fáa og loka þeim þegar vöru sem þeir selja er mest þörf hafa menn búið til menningu þar sem fólk er hvatt til að „birgja sig upp" af áfengi. Eins skynsamlegt og það nú er. Í fimmtán mínútna gönguradíus í miðbæjum flestra evrópskra borga má finna svipað margar búðir með bjór og á Íslandi öllu. Við þannig aðstæður er það frekar heimskulegt að geyma bjórinn í marga daga í eigin ísskáp en ekki ísskáp kaupmannsins. Menn kaupa sér þannig fyrst tvo, fara svo aftur út í búð eftir tveimur í viðbót, og svo ef menn langar í meira þá er klukkan oft orðin margt og lengra að fara í næstu opnu verslun. Því skal ekki haldið fram að á meginlandi Evrópu reki allar þjóðir óaðfinnanlega áfengisstefnu. Því fer fjarri. En við þurfum að velta því fyrir okkur hvort sú norræna hugmyndafræði að neyða menn til magninnkaupa hvetji þá ekki til magnneyslu. Fólk fer í Ríkið á föstudeginum til að eiga fyrir helgina. En svo þarf að taka aukatúr á laugardeginum, því föstudagsmyndin reyndist skemmtilegri en vonir stóðu til. Og þá kaupa menn „nóg". Musteri magninnkaupaEins fjárhagslega óskynsamlegt og það kann að hljóma finnst mér ekkert jafnfrelsandi og að ganga í gegnum komusal Leifsstöðvar án þess stoppa í „komufríhöfninni" svokölluðu. Hræsnin sem felst í því að sama ríkið og skattleggur áfengið upp í hið óendanlega selur okkur það á ögn lægra verði vegna þess að við vorum í flugvél er nánast óbærileg. Og menn eiga að gleðjast yfir þessu eins og börn sem fá ís á laugardegi. Það eru háir skatta fyrir innan tollhliðið og áfengisbúð rétt fyrir utan. Niðurstaðan er sú sama og áður: fólk er hvatt til að hamstra bjór, lýðheilsusjónarmiðum til dýrðar. Hverjir eru öfgamennirnir?Ísland er í sérflokki meðal vestrænna ríkja þegar kemur að algerri ríkiseinokun á smásölu áfengis og ofurskattlagningu þess. Sterkt lobbý vill ganga enn lengra. Samt er alltaf reynt að láta eins og þeir sem vilja að hér gildi svipuð lög og í langflestum samanburðarlöndum séu sérstakir „öfgamenn" sem vilji „leyfa allt". Það er eiginlega svolítið fyndið. Sé litið nokkra áratugi aftur í tímann er staðan í áfengismálum nefnilega síst verri þrátt fyrir frjálslyndari löggjöf. Neysla unglinga hefur minnkað. Ölvunarakstur hefur minnkað. Engu að síður hefur áfengisútsölustöðum fjölgað, þeir eru opnir lengur, það má selja bjór, það má selja bjórdósir í stykkjatali, það má kaupa áfengi með kreditkorti, skemmtistaðir eru opnir lengur og auglýsingar tíðkast víða. Það skyldi þó ekki vera að hömlur og bönn séu ekki alltaf eina leiðin til að ná árangri þegar kemur að því að lágmarka skaðann af áfengisneyslu fullorðins fólks.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun