Flókið stjórnskipulag Hörpu veldur núningi og árekstrum 8. ágúst 2012 04:45 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg tóku Hörpuna yfir snemma árs 2009. Veruleg frávik hafa verið frá þeim rekstraráætlunum sem lagðar voru fram við það tilefni. Ráðstefnuhald hefur til að mynda skilað 80% minni tekjum en lagt var upp með. fréttablaðið/gva Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu. Eigendur Hörpu; íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem úttektin sýndi þá muni skipulag Hörpu-samstæðunnar, sem taldi þegar mest lét átta mismunandi félög, verða einfaldað og ný rekstraráætlun lögð fram. Búist er við að rekstrartap Hörpu verði rúmlega 400 milljónir króna í ár. Til viðbótar greiða eigendur Hörpu tæpan milljarð króna í ár vegna afborgana á lánum sem tekin voru til að klára byggingu hússins. Þegar úttekt KPMG var gerð taldi skipulag Hörpu átta félög. Þeim hefur reyndar síðar verið fækkað um tvö með sameiningum. Yfirstjórn Hörpu var síðan skipuð fimm aðilum frá þessum félögum, þar af þremur starfandi stjórnarformönnum. Í úttekt KPMG segir að „verkaskipting og ábyrgð aðila hefur verið óljós, sem veldur núningi og árekstrum“. Ástæða hins flókna skipulags er sögð eiga sér rætur í því að einkaaðilar hafi upphaflega átt að fjármagna og eiga húsið. KPMG leggur til að þrjú félaganna verði sameinuð í eitt og önnur verði lögð niður til að einfalda og skýra samskipti, lækka kostnað og minnka hættu á „mistökum eða ruglingi“. Auk þess sé óeðilegt að sömu aðilar sitji í stjórnum margra tengdra félaga, en mörg dæmi þess eru innan Hörpu-samstæðunnar. Í úttektinni segir að „við þær aðstæður verður óljóst hvar ákvarðanir eiga að liggja og hagsmuna hvaða félags verið er að gæta. Ljóst er að erfitt yrði að fylgja reglum um góða stjórnarhætti“. Þrátt fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafi tekið yfir eignarhald og rekstur Hörpu snemma árs 2009 þá hefur stjórnskipulag samstæðunnar verið látið óáreitt í rúmlega þrjú ár. Tilgreind ástæða þess hefur verið sú að skattamál myndu gera einföldun þess erfiða. KPMG telur hins vegar að hægt yrði að ráðast í slíkar breytingar án þess að það myndi valda skattalegum vandkvæðum. Endurskoðunarfyrirtækið hefur óskað eftir staðfestingu skattayfirvalda á þeim skilningi. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggur slík staðfesting ekki fyrir. Hluti af þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir felur í sér að kanna hvort skilningur KPMG standist. Vonir standa til að nýtt skipulag og ný rekstraráætlun til fimm ára liggi fyrir í október næstkomandi.thordur@frettabladid.is Tengdar fréttir Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira
Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu. Eigendur Hörpu; íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem úttektin sýndi þá muni skipulag Hörpu-samstæðunnar, sem taldi þegar mest lét átta mismunandi félög, verða einfaldað og ný rekstraráætlun lögð fram. Búist er við að rekstrartap Hörpu verði rúmlega 400 milljónir króna í ár. Til viðbótar greiða eigendur Hörpu tæpan milljarð króna í ár vegna afborgana á lánum sem tekin voru til að klára byggingu hússins. Þegar úttekt KPMG var gerð taldi skipulag Hörpu átta félög. Þeim hefur reyndar síðar verið fækkað um tvö með sameiningum. Yfirstjórn Hörpu var síðan skipuð fimm aðilum frá þessum félögum, þar af þremur starfandi stjórnarformönnum. Í úttekt KPMG segir að „verkaskipting og ábyrgð aðila hefur verið óljós, sem veldur núningi og árekstrum“. Ástæða hins flókna skipulags er sögð eiga sér rætur í því að einkaaðilar hafi upphaflega átt að fjármagna og eiga húsið. KPMG leggur til að þrjú félaganna verði sameinuð í eitt og önnur verði lögð niður til að einfalda og skýra samskipti, lækka kostnað og minnka hættu á „mistökum eða ruglingi“. Auk þess sé óeðilegt að sömu aðilar sitji í stjórnum margra tengdra félaga, en mörg dæmi þess eru innan Hörpu-samstæðunnar. Í úttektinni segir að „við þær aðstæður verður óljóst hvar ákvarðanir eiga að liggja og hagsmuna hvaða félags verið er að gæta. Ljóst er að erfitt yrði að fylgja reglum um góða stjórnarhætti“. Þrátt fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafi tekið yfir eignarhald og rekstur Hörpu snemma árs 2009 þá hefur stjórnskipulag samstæðunnar verið látið óáreitt í rúmlega þrjú ár. Tilgreind ástæða þess hefur verið sú að skattamál myndu gera einföldun þess erfiða. KPMG telur hins vegar að hægt yrði að ráðast í slíkar breytingar án þess að það myndi valda skattalegum vandkvæðum. Endurskoðunarfyrirtækið hefur óskað eftir staðfestingu skattayfirvalda á þeim skilningi. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggur slík staðfesting ekki fyrir. Hluti af þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir felur í sér að kanna hvort skilningur KPMG standist. Vonir standa til að nýtt skipulag og ný rekstraráætlun til fimm ára liggi fyrir í október næstkomandi.thordur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira
Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15