Hvenær koma leðurhommarnir? 11. ágúst 2012 06:00 Svo er nú málum háttað hér að skapast hafa hópar kynvillinga sem ekki fara með nokkurri leynd með villu sína og sjást ekki fyrir að móðga samstarfsmenn sína og aðra sem þeir umgangast. Þjóðfélagið viðurkennir ekki enn þetta afbrigði kynlífsins og verður því að álíta framkomu slíkra manna brot á umgengnisháttum og alvarlegt siðferðisbrot, jafnvel refsivert ef svo ber undir." Mánudagsblaðið 23. nóvember 1953 Forráðamenn Dagblaðsins Vísis hafa nýlega ákveðið að framvegis skuli ekki leyft að birta í blaðinu auglýsingar ef þær eru frá lesbíum eða hommum eða þeim beint til þeirra." Úr kjallaragrein eftir Guðna Baldursson, DV, 29. maí 1985 Íslenskur kynvillingur að verki með negra" Fyrirsögn, Tíminn 1952 Það hafði komist í hámæli að hann væri hómósexúal og einhverjir leikarar í húsinu tóku sig saman og skrifuðu undir plagg gegn honum, vildu ekki fá svoleiðis lýð inn í leikhúsið." Frásögn í ævisögu Kristbjargar Kjeld leikkonu af inntökuprófum í leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956 Samtökin 78 mælast til þess að 1. kynhneigð til persóna af sama kyni verði ekki talin meðal sjúkdóma í skrá þeirri sem gildir hér í landi fyrir skráningu sjúkdóma ... 3. kynhneigð til persóna af sama kyni verði felld burt úr skrá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yfir sjúkdóma og dánarmein við næstu endurskoðun hennar." Bréf til landlæknis, 23. september 1980 Þegar samkynhneigður maki liggur á gjörgæslu er misréttið í algleymingi. Hommi eða lesbía fær ekki upplýsingar um líðan maka og eru meinaðar heimsóknir til maka síns á gjörgæslu. Foreldrar og systkini eiga þann rétt." Sigurborg Daðadóttir í kjallaragrein í DV, 15. apríl 1991 Fimm liðsmenn Village People eru kynvilltir" Fyrirsögn í Dagblaðinu 23. apríl 1979 Hommar eiga bara að opna sinn eigin skemmtistað í stað þess að stefna að því að yfirtaka hina skemmtistaðina, segir Jóhannes Lárusson, eigandi Safarí" Tíminn, 5. ágúst 1983 Hættulegt frelsi – hryggilegar afleiðingar: Kynvillufélag leyft á Íslandi" Fyrirsögn í Mánudagsblaðinu 1. ágúst 1977 „Hvenær koma leðurhommarnir? Mér finnst þeir langflottastir." Átta ára stúlka, einn af níutíu þúsund áhorfendum Gleðigöngunnar 9. ágúst 2011 Ofangreindar tilvitnanir eru af yfirlitssýningunni „Fram í dagsljósið – fortíð í skjölum" sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu, allar nema sú síðasta. Gleðilega gleðigöngu, til hamingju með árangurinn og takk fyrir baráttuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Svo er nú málum háttað hér að skapast hafa hópar kynvillinga sem ekki fara með nokkurri leynd með villu sína og sjást ekki fyrir að móðga samstarfsmenn sína og aðra sem þeir umgangast. Þjóðfélagið viðurkennir ekki enn þetta afbrigði kynlífsins og verður því að álíta framkomu slíkra manna brot á umgengnisháttum og alvarlegt siðferðisbrot, jafnvel refsivert ef svo ber undir." Mánudagsblaðið 23. nóvember 1953 Forráðamenn Dagblaðsins Vísis hafa nýlega ákveðið að framvegis skuli ekki leyft að birta í blaðinu auglýsingar ef þær eru frá lesbíum eða hommum eða þeim beint til þeirra." Úr kjallaragrein eftir Guðna Baldursson, DV, 29. maí 1985 Íslenskur kynvillingur að verki með negra" Fyrirsögn, Tíminn 1952 Það hafði komist í hámæli að hann væri hómósexúal og einhverjir leikarar í húsinu tóku sig saman og skrifuðu undir plagg gegn honum, vildu ekki fá svoleiðis lýð inn í leikhúsið." Frásögn í ævisögu Kristbjargar Kjeld leikkonu af inntökuprófum í leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956 Samtökin 78 mælast til þess að 1. kynhneigð til persóna af sama kyni verði ekki talin meðal sjúkdóma í skrá þeirri sem gildir hér í landi fyrir skráningu sjúkdóma ... 3. kynhneigð til persóna af sama kyni verði felld burt úr skrá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yfir sjúkdóma og dánarmein við næstu endurskoðun hennar." Bréf til landlæknis, 23. september 1980 Þegar samkynhneigður maki liggur á gjörgæslu er misréttið í algleymingi. Hommi eða lesbía fær ekki upplýsingar um líðan maka og eru meinaðar heimsóknir til maka síns á gjörgæslu. Foreldrar og systkini eiga þann rétt." Sigurborg Daðadóttir í kjallaragrein í DV, 15. apríl 1991 Fimm liðsmenn Village People eru kynvilltir" Fyrirsögn í Dagblaðinu 23. apríl 1979 Hommar eiga bara að opna sinn eigin skemmtistað í stað þess að stefna að því að yfirtaka hina skemmtistaðina, segir Jóhannes Lárusson, eigandi Safarí" Tíminn, 5. ágúst 1983 Hættulegt frelsi – hryggilegar afleiðingar: Kynvillufélag leyft á Íslandi" Fyrirsögn í Mánudagsblaðinu 1. ágúst 1977 „Hvenær koma leðurhommarnir? Mér finnst þeir langflottastir." Átta ára stúlka, einn af níutíu þúsund áhorfendum Gleðigöngunnar 9. ágúst 2011 Ofangreindar tilvitnanir eru af yfirlitssýningunni „Fram í dagsljósið – fortíð í skjölum" sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu, allar nema sú síðasta. Gleðilega gleðigöngu, til hamingju með árangurinn og takk fyrir baráttuna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun