Tifandi tímasprengja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að stjórnvöld ættu nú í viðræðum við samtök opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra. Meðal þess sem væri rætt um væri að hækka lífeyrisaldur úr 65 árum í 67 eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði og færa réttindaávinnslu opinberra starfsmanna til samræmis við það sem gerist í almennum lífeyrissjóðum. Meginmunurinn á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og almennra launþega er að hinir fyrrnefndu njóta ríkisábyrgðar á lífeyrisréttindunum, sem eru skilgreind í lögum. Ef iðgjöldin duga ekki fyrir réttindum borgar ríkið mismuninn, í stað þess að réttindin séu skert eins og á almenna markaðnum. Auk þess er lífeyrisaldurinn ólíkur og réttindaávinnslan hagstæðari. Ofan á allt saman njóta eldri starfsmenn tengingar við laun eftirmanns, sem þýðir að launabreytingar hækka lífeyrisskuldbindingarnar. Þetta opinbera lífeyriskerfi er í raun tifandi tímasprengja fyrir skattgreiðendur og þar með ógn við hagsmuni allra launþega. Nú þegar er á því hundraða milljarða tryggingafræðilegur halli, þ.e. munurinn á því sem sjóðir opinberra starfsmanna þurfa að greiða í lífeyri og eignunum sem eiga að standa undir greiðslunum. Skattgreiðendur munu þurfa að brúa það bil. Í Fréttablaðinu í dag koma fram sláandi tölur um hvað það mun að líkindum kosta skattgreiðendur árlega að greiða upp hallann á kerfinu sem þegar er orðinn til vegna áunninna réttinda. Ríkið hefur undanfarin ár sparað sér hækkun iðgjalds í Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna (LSR) sem þýðir í raun eingöngu frestun á milljarða útgjöldum. Það er ekki seinna vænna að vinda ofan af þessu kerfi. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra launþega, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði. Annars verða lífeyrisskuldbindingar hins opinbera slíkur baggi á sameiginlegum sjóðum að almannaþjónustan mun líða fyrir það og því fylgir að sjálfsögðu að störf opinberra starfsmanna verða í enn meiri hættu en orðið er. Krafa samtaka opinberra starfsmanna er að áunnin réttindi verði ekki skert. Það er skiljanleg krafa. Hins vegar er hæpnara að krefjast þess að þeir, sem nú borga í A-deild LSR eigi rétt á að vera þar áfram með óbreyttum kjörum. Opinberir starfsmenn gera sömuleiðis kröfu um leiðréttingu launa um leið og lífeyrisréttur skerðist. Það er líka eðlileg krafa. Lægri laun í opinbera geiranum en á almennum markaði hafa löngum verið réttlætt með betri lífeyrisrétti. Þrátt fyrir það hefur munurinn gert ríkinu erfitt fyrir í samkeppni um hæfasta fólkið. Á móti þessari breytingu mun ríkið hins vegar neyðast til að grípa til hagræðingar og ekki er víst að forsvarsmenn opinberra starfsmanna séu reiðubúnir að horfast í augu við það. Um leið og laun og lífeyrisréttur opinberra starfsmanna og almennra launþega yrðu samræmd þyrfti að afnema þá tvískiptingu vinnumarkaðarins, sem felst í gjörólíkri vinnulöggjöf fyrir þessa tvo hluta. Rík uppsagnarvernd hefur til dæmis verið ein réttlætingin fyrir lægri launum í opinbera geiranum. Opinber rekstur yrði til muna skilvirkari ef sama vinnulöggjöf gilti þar og í einkageiranum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að stjórnvöld ættu nú í viðræðum við samtök opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra. Meðal þess sem væri rætt um væri að hækka lífeyrisaldur úr 65 árum í 67 eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði og færa réttindaávinnslu opinberra starfsmanna til samræmis við það sem gerist í almennum lífeyrissjóðum. Meginmunurinn á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og almennra launþega er að hinir fyrrnefndu njóta ríkisábyrgðar á lífeyrisréttindunum, sem eru skilgreind í lögum. Ef iðgjöldin duga ekki fyrir réttindum borgar ríkið mismuninn, í stað þess að réttindin séu skert eins og á almenna markaðnum. Auk þess er lífeyrisaldurinn ólíkur og réttindaávinnslan hagstæðari. Ofan á allt saman njóta eldri starfsmenn tengingar við laun eftirmanns, sem þýðir að launabreytingar hækka lífeyrisskuldbindingarnar. Þetta opinbera lífeyriskerfi er í raun tifandi tímasprengja fyrir skattgreiðendur og þar með ógn við hagsmuni allra launþega. Nú þegar er á því hundraða milljarða tryggingafræðilegur halli, þ.e. munurinn á því sem sjóðir opinberra starfsmanna þurfa að greiða í lífeyri og eignunum sem eiga að standa undir greiðslunum. Skattgreiðendur munu þurfa að brúa það bil. Í Fréttablaðinu í dag koma fram sláandi tölur um hvað það mun að líkindum kosta skattgreiðendur árlega að greiða upp hallann á kerfinu sem þegar er orðinn til vegna áunninna réttinda. Ríkið hefur undanfarin ár sparað sér hækkun iðgjalds í Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna (LSR) sem þýðir í raun eingöngu frestun á milljarða útgjöldum. Það er ekki seinna vænna að vinda ofan af þessu kerfi. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra launþega, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði. Annars verða lífeyrisskuldbindingar hins opinbera slíkur baggi á sameiginlegum sjóðum að almannaþjónustan mun líða fyrir það og því fylgir að sjálfsögðu að störf opinberra starfsmanna verða í enn meiri hættu en orðið er. Krafa samtaka opinberra starfsmanna er að áunnin réttindi verði ekki skert. Það er skiljanleg krafa. Hins vegar er hæpnara að krefjast þess að þeir, sem nú borga í A-deild LSR eigi rétt á að vera þar áfram með óbreyttum kjörum. Opinberir starfsmenn gera sömuleiðis kröfu um leiðréttingu launa um leið og lífeyrisréttur skerðist. Það er líka eðlileg krafa. Lægri laun í opinbera geiranum en á almennum markaði hafa löngum verið réttlætt með betri lífeyrisrétti. Þrátt fyrir það hefur munurinn gert ríkinu erfitt fyrir í samkeppni um hæfasta fólkið. Á móti þessari breytingu mun ríkið hins vegar neyðast til að grípa til hagræðingar og ekki er víst að forsvarsmenn opinberra starfsmanna séu reiðubúnir að horfast í augu við það. Um leið og laun og lífeyrisréttur opinberra starfsmanna og almennra launþega yrðu samræmd þyrfti að afnema þá tvískiptingu vinnumarkaðarins, sem felst í gjörólíkri vinnulöggjöf fyrir þessa tvo hluta. Rík uppsagnarvernd hefur til dæmis verið ein réttlætingin fyrir lægri launum í opinbera geiranum. Opinber rekstur yrði til muna skilvirkari ef sama vinnulöggjöf gilti þar og í einkageiranum.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun