Feikileg pressa á tökustað 27. ágúst 2012 00:01 Baltasar Kormákur Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." freyr@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira