Stefnan sett á verðlaun í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Helgi, Matthildur Ylfa, Kolbrún Alda og Jón Margeir Sverrisson eru klár í slaginn. Fréttablaðið/Stefán Fulltrúar Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London hefja allir keppni á morgun. Hópur Íslands er sá næstfámennasti í sögu mótsins auk þess sem keppendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera að keppa í fyrsta skipti á mótinu. Engu að síður eru keppendur Íslands borubrattir en allir keppa í þremur greinum. Í Peking fyrir fjórum árum tókst íslensku keppendum í fyrsta skipti ekki að komast á verðlaunapall. Strákarnir ætla sér að bæta úr því og stelpurnar, sem báðar eru aðeins fimmtán ára, stefna á Íslandsmet og sjá hverju það skilar. Segja má að frjálsíþróttafólkinu Helga Sveinssyni og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur hafi skotið upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft frjálsar í rúmt ár unnu þau bæði til verðlauna á Evrópumótinu í sumar. Í kjölfarið er búist við miklu af tvíeykinu. „Ég hef passað mig á að segja ekki of mikið en ég stefni á sæti, stefni á pening. Við verðum að sjá til hvað gerist," segir Helgi. Aldursforseti hópsins segist ekki hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu í aðdraganda leikanna. „Mesta pressan er aðallega frá mér. Ég hef séð að ég get gert ýmislegt. Ég set standardinn hátt og stefni hátt." Innblásin af ÓlympíuleikunumMatthildur Ylfa fylgdist vel með gangi mála á Ólympíuleikunum á milli æfinga hjá sér. „Þetta var allt svo flott. Öll heimsmetin í frjálsum og eiginlega bara allt sem ég sá," segir Matthildur greinilega innblásin af afrekum keppenda á leikunum. Sömu sögu má segja um Helga. „Þetta er eins og þegar maður var lítill strákur að horfa á aðalhetjurnar í fótboltanum, körfuboltanum og handboltanum. Maður fór alltaf beint út á völl og ætlaði að gera eins og þeir. Þetta er nákvæmlega það sama þegar maður sér spretthlaupara hlaupa á asnalega góðum tímum. Maður vill vera eins og þeir, fer niður á braut að æfa sig og reynir að vera eins góður," segir Helgi. Helgi segir möguleika sína mesta í spjótkastinu og langstökkinu en minni í 100 metra hlaupinu. Matthildur er bjartsýn á góðan árangur í langstökkinu. „Það er mín besta grein og möguleikar mínir mestir þar. Ég er búin að æfa svo mikið og stefni á að setja Íslandsmet," segir Matthildur sem keppir í sinni uppáhaldsgrein strax á morgun. Sterkust í skriðsundinuSundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu af keppni á alþjóðavettvangi. „Ég er orðin spennt, mér líst vel á hópinn og held að þetta eigi eftir að vera rosalega gaman," segir Kolbrún Alda sem er sterkust í 200 metra skriðsundinu. „200 metra skriðsund er uppáhaldsgreinin mín. Þar á ég möguleika á að standa mig best," segir Kolbrún Alda sem valin var íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra á síðasta ári. Jón Margeir Sverrisson hlaut verðlaunin í karlaflokki en hann ætlar að passa upp á spennustigið í London. „Ég ætla að vera afslappaður og rólegur," segir Jón Margeir sem keppir í baksundi á morgun líkt og Kolbrún Alda. Greinarnar eru þær sem þau leggja síst áherslu á og því kærkomið tækifæri til að ná úr sér skrekknum sem vafalítið fylgir svo stóru sviði sem Ólympíumótið er. „Ég stefni á að komast á pall í 200 metra skriðsundi," segir Jón Margeir sem á annan besta tíma ársins í greininni í sínum flokki. Sundkappinn hefur æft í langan tíma með Ólympíumótið í huga en fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum í upphafi sumars sem ollu honum og þjálfurum hans miklum áhyggjum. Fljótlega fékkst leyfi fyrir astmalyfjum sem virðast hafa komið honum á beinu brautina á ný. „Ég notaði þau áður en ég fór á Evrópumótið og þau virkuðu mjög vel. Svo hef ég notað þau síðan. Það er eitthvað að hrjá mig og lyfin hjálpa mér," segir Jón Margeir en hans fyrsta verk að mótinu loknu verður að fá sér húðflúr með merki Ólympíumótsins á kálfann.Dagskrá: Föstudagurinn 31. ágúst 09.08 Langstökk kvenna Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, F37 10.07 100 m baksund karla Jón Margeir Sverrisson, S14 10.18 100 m baksund kvenna Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 18.20 Langstökk karla Helgi Sveinsson, F42 Helgi SveinssonFæðingarár: 1979 Félag: Ármann Fötlun: Hreyfihömlun - T42Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup Spjótkast Matthildur Ylfa ÞorsteinsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: ÍFR Fötlun: Hreyfihömlun - T37Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup 200 metra hlaup Jón Margeir SverrissonFæðingarár: 1992 Félag: Fjölnir/Ösp Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Kolbrún Alda StefánsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: Fjörður/SH Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Fulltrúar Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London hefja allir keppni á morgun. Hópur Íslands er sá næstfámennasti í sögu mótsins auk þess sem keppendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera að keppa í fyrsta skipti á mótinu. Engu að síður eru keppendur Íslands borubrattir en allir keppa í þremur greinum. Í Peking fyrir fjórum árum tókst íslensku keppendum í fyrsta skipti ekki að komast á verðlaunapall. Strákarnir ætla sér að bæta úr því og stelpurnar, sem báðar eru aðeins fimmtán ára, stefna á Íslandsmet og sjá hverju það skilar. Segja má að frjálsíþróttafólkinu Helga Sveinssyni og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur hafi skotið upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft frjálsar í rúmt ár unnu þau bæði til verðlauna á Evrópumótinu í sumar. Í kjölfarið er búist við miklu af tvíeykinu. „Ég hef passað mig á að segja ekki of mikið en ég stefni á sæti, stefni á pening. Við verðum að sjá til hvað gerist," segir Helgi. Aldursforseti hópsins segist ekki hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu í aðdraganda leikanna. „Mesta pressan er aðallega frá mér. Ég hef séð að ég get gert ýmislegt. Ég set standardinn hátt og stefni hátt." Innblásin af ÓlympíuleikunumMatthildur Ylfa fylgdist vel með gangi mála á Ólympíuleikunum á milli æfinga hjá sér. „Þetta var allt svo flott. Öll heimsmetin í frjálsum og eiginlega bara allt sem ég sá," segir Matthildur greinilega innblásin af afrekum keppenda á leikunum. Sömu sögu má segja um Helga. „Þetta er eins og þegar maður var lítill strákur að horfa á aðalhetjurnar í fótboltanum, körfuboltanum og handboltanum. Maður fór alltaf beint út á völl og ætlaði að gera eins og þeir. Þetta er nákvæmlega það sama þegar maður sér spretthlaupara hlaupa á asnalega góðum tímum. Maður vill vera eins og þeir, fer niður á braut að æfa sig og reynir að vera eins góður," segir Helgi. Helgi segir möguleika sína mesta í spjótkastinu og langstökkinu en minni í 100 metra hlaupinu. Matthildur er bjartsýn á góðan árangur í langstökkinu. „Það er mín besta grein og möguleikar mínir mestir þar. Ég er búin að æfa svo mikið og stefni á að setja Íslandsmet," segir Matthildur sem keppir í sinni uppáhaldsgrein strax á morgun. Sterkust í skriðsundinuSundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu af keppni á alþjóðavettvangi. „Ég er orðin spennt, mér líst vel á hópinn og held að þetta eigi eftir að vera rosalega gaman," segir Kolbrún Alda sem er sterkust í 200 metra skriðsundinu. „200 metra skriðsund er uppáhaldsgreinin mín. Þar á ég möguleika á að standa mig best," segir Kolbrún Alda sem valin var íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra á síðasta ári. Jón Margeir Sverrisson hlaut verðlaunin í karlaflokki en hann ætlar að passa upp á spennustigið í London. „Ég ætla að vera afslappaður og rólegur," segir Jón Margeir sem keppir í baksundi á morgun líkt og Kolbrún Alda. Greinarnar eru þær sem þau leggja síst áherslu á og því kærkomið tækifæri til að ná úr sér skrekknum sem vafalítið fylgir svo stóru sviði sem Ólympíumótið er. „Ég stefni á að komast á pall í 200 metra skriðsundi," segir Jón Margeir sem á annan besta tíma ársins í greininni í sínum flokki. Sundkappinn hefur æft í langan tíma með Ólympíumótið í huga en fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum í upphafi sumars sem ollu honum og þjálfurum hans miklum áhyggjum. Fljótlega fékkst leyfi fyrir astmalyfjum sem virðast hafa komið honum á beinu brautina á ný. „Ég notaði þau áður en ég fór á Evrópumótið og þau virkuðu mjög vel. Svo hef ég notað þau síðan. Það er eitthvað að hrjá mig og lyfin hjálpa mér," segir Jón Margeir en hans fyrsta verk að mótinu loknu verður að fá sér húðflúr með merki Ólympíumótsins á kálfann.Dagskrá: Föstudagurinn 31. ágúst 09.08 Langstökk kvenna Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, F37 10.07 100 m baksund karla Jón Margeir Sverrisson, S14 10.18 100 m baksund kvenna Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 18.20 Langstökk karla Helgi Sveinsson, F42 Helgi SveinssonFæðingarár: 1979 Félag: Ármann Fötlun: Hreyfihömlun - T42Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup Spjótkast Matthildur Ylfa ÞorsteinsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: ÍFR Fötlun: Hreyfihömlun - T37Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup 200 metra hlaup Jón Margeir SverrissonFæðingarár: 1992 Félag: Fjölnir/Ösp Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Kolbrún Alda StefánsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: Fjörður/SH Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund
Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira