Stefnan sett á verðlaun í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Helgi, Matthildur Ylfa, Kolbrún Alda og Jón Margeir Sverrisson eru klár í slaginn. Fréttablaðið/Stefán Fulltrúar Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London hefja allir keppni á morgun. Hópur Íslands er sá næstfámennasti í sögu mótsins auk þess sem keppendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera að keppa í fyrsta skipti á mótinu. Engu að síður eru keppendur Íslands borubrattir en allir keppa í þremur greinum. Í Peking fyrir fjórum árum tókst íslensku keppendum í fyrsta skipti ekki að komast á verðlaunapall. Strákarnir ætla sér að bæta úr því og stelpurnar, sem báðar eru aðeins fimmtán ára, stefna á Íslandsmet og sjá hverju það skilar. Segja má að frjálsíþróttafólkinu Helga Sveinssyni og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur hafi skotið upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft frjálsar í rúmt ár unnu þau bæði til verðlauna á Evrópumótinu í sumar. Í kjölfarið er búist við miklu af tvíeykinu. „Ég hef passað mig á að segja ekki of mikið en ég stefni á sæti, stefni á pening. Við verðum að sjá til hvað gerist," segir Helgi. Aldursforseti hópsins segist ekki hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu í aðdraganda leikanna. „Mesta pressan er aðallega frá mér. Ég hef séð að ég get gert ýmislegt. Ég set standardinn hátt og stefni hátt." Innblásin af ÓlympíuleikunumMatthildur Ylfa fylgdist vel með gangi mála á Ólympíuleikunum á milli æfinga hjá sér. „Þetta var allt svo flott. Öll heimsmetin í frjálsum og eiginlega bara allt sem ég sá," segir Matthildur greinilega innblásin af afrekum keppenda á leikunum. Sömu sögu má segja um Helga. „Þetta er eins og þegar maður var lítill strákur að horfa á aðalhetjurnar í fótboltanum, körfuboltanum og handboltanum. Maður fór alltaf beint út á völl og ætlaði að gera eins og þeir. Þetta er nákvæmlega það sama þegar maður sér spretthlaupara hlaupa á asnalega góðum tímum. Maður vill vera eins og þeir, fer niður á braut að æfa sig og reynir að vera eins góður," segir Helgi. Helgi segir möguleika sína mesta í spjótkastinu og langstökkinu en minni í 100 metra hlaupinu. Matthildur er bjartsýn á góðan árangur í langstökkinu. „Það er mín besta grein og möguleikar mínir mestir þar. Ég er búin að æfa svo mikið og stefni á að setja Íslandsmet," segir Matthildur sem keppir í sinni uppáhaldsgrein strax á morgun. Sterkust í skriðsundinuSundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu af keppni á alþjóðavettvangi. „Ég er orðin spennt, mér líst vel á hópinn og held að þetta eigi eftir að vera rosalega gaman," segir Kolbrún Alda sem er sterkust í 200 metra skriðsundinu. „200 metra skriðsund er uppáhaldsgreinin mín. Þar á ég möguleika á að standa mig best," segir Kolbrún Alda sem valin var íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra á síðasta ári. Jón Margeir Sverrisson hlaut verðlaunin í karlaflokki en hann ætlar að passa upp á spennustigið í London. „Ég ætla að vera afslappaður og rólegur," segir Jón Margeir sem keppir í baksundi á morgun líkt og Kolbrún Alda. Greinarnar eru þær sem þau leggja síst áherslu á og því kærkomið tækifæri til að ná úr sér skrekknum sem vafalítið fylgir svo stóru sviði sem Ólympíumótið er. „Ég stefni á að komast á pall í 200 metra skriðsundi," segir Jón Margeir sem á annan besta tíma ársins í greininni í sínum flokki. Sundkappinn hefur æft í langan tíma með Ólympíumótið í huga en fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum í upphafi sumars sem ollu honum og þjálfurum hans miklum áhyggjum. Fljótlega fékkst leyfi fyrir astmalyfjum sem virðast hafa komið honum á beinu brautina á ný. „Ég notaði þau áður en ég fór á Evrópumótið og þau virkuðu mjög vel. Svo hef ég notað þau síðan. Það er eitthvað að hrjá mig og lyfin hjálpa mér," segir Jón Margeir en hans fyrsta verk að mótinu loknu verður að fá sér húðflúr með merki Ólympíumótsins á kálfann.Dagskrá: Föstudagurinn 31. ágúst 09.08 Langstökk kvenna Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, F37 10.07 100 m baksund karla Jón Margeir Sverrisson, S14 10.18 100 m baksund kvenna Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 18.20 Langstökk karla Helgi Sveinsson, F42 Helgi SveinssonFæðingarár: 1979 Félag: Ármann Fötlun: Hreyfihömlun - T42Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup Spjótkast Matthildur Ylfa ÞorsteinsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: ÍFR Fötlun: Hreyfihömlun - T37Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup 200 metra hlaup Jón Margeir SverrissonFæðingarár: 1992 Félag: Fjölnir/Ösp Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Kolbrún Alda StefánsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: Fjörður/SH Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Fulltrúar Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London hefja allir keppni á morgun. Hópur Íslands er sá næstfámennasti í sögu mótsins auk þess sem keppendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera að keppa í fyrsta skipti á mótinu. Engu að síður eru keppendur Íslands borubrattir en allir keppa í þremur greinum. Í Peking fyrir fjórum árum tókst íslensku keppendum í fyrsta skipti ekki að komast á verðlaunapall. Strákarnir ætla sér að bæta úr því og stelpurnar, sem báðar eru aðeins fimmtán ára, stefna á Íslandsmet og sjá hverju það skilar. Segja má að frjálsíþróttafólkinu Helga Sveinssyni og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur hafi skotið upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft frjálsar í rúmt ár unnu þau bæði til verðlauna á Evrópumótinu í sumar. Í kjölfarið er búist við miklu af tvíeykinu. „Ég hef passað mig á að segja ekki of mikið en ég stefni á sæti, stefni á pening. Við verðum að sjá til hvað gerist," segir Helgi. Aldursforseti hópsins segist ekki hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu í aðdraganda leikanna. „Mesta pressan er aðallega frá mér. Ég hef séð að ég get gert ýmislegt. Ég set standardinn hátt og stefni hátt." Innblásin af ÓlympíuleikunumMatthildur Ylfa fylgdist vel með gangi mála á Ólympíuleikunum á milli æfinga hjá sér. „Þetta var allt svo flott. Öll heimsmetin í frjálsum og eiginlega bara allt sem ég sá," segir Matthildur greinilega innblásin af afrekum keppenda á leikunum. Sömu sögu má segja um Helga. „Þetta er eins og þegar maður var lítill strákur að horfa á aðalhetjurnar í fótboltanum, körfuboltanum og handboltanum. Maður fór alltaf beint út á völl og ætlaði að gera eins og þeir. Þetta er nákvæmlega það sama þegar maður sér spretthlaupara hlaupa á asnalega góðum tímum. Maður vill vera eins og þeir, fer niður á braut að æfa sig og reynir að vera eins góður," segir Helgi. Helgi segir möguleika sína mesta í spjótkastinu og langstökkinu en minni í 100 metra hlaupinu. Matthildur er bjartsýn á góðan árangur í langstökkinu. „Það er mín besta grein og möguleikar mínir mestir þar. Ég er búin að æfa svo mikið og stefni á að setja Íslandsmet," segir Matthildur sem keppir í sinni uppáhaldsgrein strax á morgun. Sterkust í skriðsundinuSundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu af keppni á alþjóðavettvangi. „Ég er orðin spennt, mér líst vel á hópinn og held að þetta eigi eftir að vera rosalega gaman," segir Kolbrún Alda sem er sterkust í 200 metra skriðsundinu. „200 metra skriðsund er uppáhaldsgreinin mín. Þar á ég möguleika á að standa mig best," segir Kolbrún Alda sem valin var íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra á síðasta ári. Jón Margeir Sverrisson hlaut verðlaunin í karlaflokki en hann ætlar að passa upp á spennustigið í London. „Ég ætla að vera afslappaður og rólegur," segir Jón Margeir sem keppir í baksundi á morgun líkt og Kolbrún Alda. Greinarnar eru þær sem þau leggja síst áherslu á og því kærkomið tækifæri til að ná úr sér skrekknum sem vafalítið fylgir svo stóru sviði sem Ólympíumótið er. „Ég stefni á að komast á pall í 200 metra skriðsundi," segir Jón Margeir sem á annan besta tíma ársins í greininni í sínum flokki. Sundkappinn hefur æft í langan tíma með Ólympíumótið í huga en fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum í upphafi sumars sem ollu honum og þjálfurum hans miklum áhyggjum. Fljótlega fékkst leyfi fyrir astmalyfjum sem virðast hafa komið honum á beinu brautina á ný. „Ég notaði þau áður en ég fór á Evrópumótið og þau virkuðu mjög vel. Svo hef ég notað þau síðan. Það er eitthvað að hrjá mig og lyfin hjálpa mér," segir Jón Margeir en hans fyrsta verk að mótinu loknu verður að fá sér húðflúr með merki Ólympíumótsins á kálfann.Dagskrá: Föstudagurinn 31. ágúst 09.08 Langstökk kvenna Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, F37 10.07 100 m baksund karla Jón Margeir Sverrisson, S14 10.18 100 m baksund kvenna Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 18.20 Langstökk karla Helgi Sveinsson, F42 Helgi SveinssonFæðingarár: 1979 Félag: Ármann Fötlun: Hreyfihömlun - T42Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup Spjótkast Matthildur Ylfa ÞorsteinsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: ÍFR Fötlun: Hreyfihömlun - T37Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup 200 metra hlaup Jón Margeir SverrissonFæðingarár: 1992 Félag: Fjölnir/Ösp Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Kolbrún Alda StefánsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: Fjörður/SH Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund
Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti