Hann Harry Bretaprins kann svo sannarlega að valda usla. Ekki nóg með að nektarmyndir af honum hafi lekið í fjölmiðla og eru nú helsta áhugamál netverja um heim allan, heldur gerðist ýmislegt fleira á hótelherberginu í Las Vegas þar sem hann var í fríi.
Orðrómur er nú í gangi um að myndband sé til af prinsinum þar sem hann dansar um nakinn ásamt því að neita kókaíns. Einnig hafa vitni gefið til kynna í erlendum fjölmiðlum að einhverjar kynlífsathafnir kunni að hafa átt sér stað.
Víst þykir að myndirnar séu í það minnsta bara toppurinn af ísjakanum og að greyið Harry eigi ekki gott í vændum. Það er víst ekki alltaf tekið út með sældinni að vera konungborinn.
Prinsalæti
