Hausthamingjan yfir mér Friðrika Benónýs skrifar 6. september 2012 06:00 Bezt eru vorin, ekkert elska ég heitar," orti Hannes Pétursson í Söngvum til jarðarinnar og eflaust taka margir sólþyrstir Íslendingar undir með skáldinu. Ég er ekki í þeim hópi. Haustið hefur alltaf verið minn tími og ég stend mig að því að bíða í ofvæni eftir byrjun september á hverju ári. Hauströkkrið sem annað skáld, Snorri Hjartarson, orti svo fallega um fyllir mig vellíðan og bjartsýni, haustlitirnir eru endalaus uppspretta andkafa og hrifningarandvarpa og hvert kvöldið af öðru líður við skoðun á bæklingum leikhúsanna, leit að spennandi námskeiðum á vefsíðum skólanna, kertaljós og kakóbolla undir teppi. Hugurinnfyllist af góðum áformum og alltaf er ég jafnspennt yfir öllu því skemmtilega sem í vændum er og jafnsannfærð um að þessi vetur verði sá allra besti. Að í ár muni ég drífa mig á ítölskunámskeiðið margumtalaða, vera dugleg að sækja jógatíma, muni sjá nánast allar sýningar leikhúsanna, sækja tónleika í gríð og erg og bjóða fólki í hvert matarboðið öðru glæsilegra. Skítt með það þótt reynslan kenni að hin góðu áform haustkvöldanna eiga álíka langa lífdaga fyrir höndum og mjólkurfernan í ísskápnum. Það albesta við haustið er þó biðin eftir jólabókaflóðinu. Spennan eftir að opinberað verði hvaða uppáhaldsskáld sendi frá sér bók þetta árið, hvaða nýju upprennandi uppáhaldsskáldum maður fái að kynnast og hver þeirra komi manni mest á óvart. Ekkert jafnast á við að fá í hendur brakandi nýja bók, velta henni á milli handanna, anda að sér bókailminum, koma sér þægilega fyrir, draga andann djúpt og byrja að lesa. Bækur opna heima sem ekkert annað listform er fært um að skapa og eins og fram kom í viðtali við sálfræðinginn Keith Oatley hér í blaðinu í gær jafnast lestur góðs skáldskapar næstum á við meistaranám í sálfræði og félagsfræði, dýpkar skilning á því hvernig annað fólk funkerar og hvað knýr það áfram og sýnir lesanda inn í sálarlíf alls kyns einstaklinga sem hann annars ætti aldrei kost á að kynnast. Og það án þess að hann þurfi einu sinni að standa upp úr sófanum. Rigningin, rokið, myrkrið og sólarleysið draga ekkert úr eftirvæntingu haustsins, auka hana ef eitthvað er. Bráðum, bráðum fyllist sófaborðið af ólesnum bókum, nýjum ævintýrum og spennandi karakterum sem unun er að kynnast. Hversdagsleikinn hverfur í skuggann af öllum þessum heimum sem bíða þess að verða kannaðir, upplifaðir, meltir og krufnir. Eftirvæntingin ber mig ofurliði. Er kannski hægt að hraðspóla fram í október? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Bezt eru vorin, ekkert elska ég heitar," orti Hannes Pétursson í Söngvum til jarðarinnar og eflaust taka margir sólþyrstir Íslendingar undir með skáldinu. Ég er ekki í þeim hópi. Haustið hefur alltaf verið minn tími og ég stend mig að því að bíða í ofvæni eftir byrjun september á hverju ári. Hauströkkrið sem annað skáld, Snorri Hjartarson, orti svo fallega um fyllir mig vellíðan og bjartsýni, haustlitirnir eru endalaus uppspretta andkafa og hrifningarandvarpa og hvert kvöldið af öðru líður við skoðun á bæklingum leikhúsanna, leit að spennandi námskeiðum á vefsíðum skólanna, kertaljós og kakóbolla undir teppi. Hugurinnfyllist af góðum áformum og alltaf er ég jafnspennt yfir öllu því skemmtilega sem í vændum er og jafnsannfærð um að þessi vetur verði sá allra besti. Að í ár muni ég drífa mig á ítölskunámskeiðið margumtalaða, vera dugleg að sækja jógatíma, muni sjá nánast allar sýningar leikhúsanna, sækja tónleika í gríð og erg og bjóða fólki í hvert matarboðið öðru glæsilegra. Skítt með það þótt reynslan kenni að hin góðu áform haustkvöldanna eiga álíka langa lífdaga fyrir höndum og mjólkurfernan í ísskápnum. Það albesta við haustið er þó biðin eftir jólabókaflóðinu. Spennan eftir að opinberað verði hvaða uppáhaldsskáld sendi frá sér bók þetta árið, hvaða nýju upprennandi uppáhaldsskáldum maður fái að kynnast og hver þeirra komi manni mest á óvart. Ekkert jafnast á við að fá í hendur brakandi nýja bók, velta henni á milli handanna, anda að sér bókailminum, koma sér þægilega fyrir, draga andann djúpt og byrja að lesa. Bækur opna heima sem ekkert annað listform er fært um að skapa og eins og fram kom í viðtali við sálfræðinginn Keith Oatley hér í blaðinu í gær jafnast lestur góðs skáldskapar næstum á við meistaranám í sálfræði og félagsfræði, dýpkar skilning á því hvernig annað fólk funkerar og hvað knýr það áfram og sýnir lesanda inn í sálarlíf alls kyns einstaklinga sem hann annars ætti aldrei kost á að kynnast. Og það án þess að hann þurfi einu sinni að standa upp úr sófanum. Rigningin, rokið, myrkrið og sólarleysið draga ekkert úr eftirvæntingu haustsins, auka hana ef eitthvað er. Bráðum, bráðum fyllist sófaborðið af ólesnum bókum, nýjum ævintýrum og spennandi karakterum sem unun er að kynnast. Hversdagsleikinn hverfur í skuggann af öllum þessum heimum sem bíða þess að verða kannaðir, upplifaðir, meltir og krufnir. Eftirvæntingin ber mig ofurliði. Er kannski hægt að hraðspóla fram í október?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun