Hlynur: Leikjafyrirkomulagið yfirmáta heimskulegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. september 2012 06:00 Hlynur hefur staðið í ströngu með íslenska landsliðinu. fréttablaðið/valli Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 101-92, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísland skoraði 61 stig í fyrri hálfleik og var með 22ja stiga forystu að honum loknum. Svartfellingar komu svo sterkir til leiks í síðari hálfleik og söxuðu á forystuna, jafnt og þétt. Pavel Ermolinskij meiddist snemma í síðari hálfleik a og Haukur Helgi Pálsson spilaði aðeins örfáar mínútur í síðari hálfleik vegna villuvandræða. Jón Arnór Stefánsson átti stórleik en fékk sína fimmtu villu í stöðunni 83-80 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Svartfellingar gengu á lagið, skoruðu ellefu stig í röð og gerðu út um leikinn. „Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur en ég hef verið að bíða nokkuð lengi eftir því að fá svona leik þar sem við byrjum jafn vel og við gerðum í dag," sagði Hlynur Bæringsson. „Það er ekki gaman að tapa með reisn, þó svo að við getum sagt að við spiluðum vel. Þetta hefur verið erfitt og fyrir utan leikinn í Ísrael hafa síðustu leikir ekki verið góðir." Landsliðið hefur nú spilað níu leiki í undankeppninni og alltaf til skiptis á heima- og útivelli. Öll liðin í riðli Íslands eru í austurhluta Evrópu og því gríðarlega mikil ferðalög að baki. Strákarnir spila lokaleik sinn í undankeppninni í Eistlandi á morgun. Peter Öqvist landsliðsþjálfari hefur keyrt liðið áfram á fáum mönnum en segir samt að ferðaþreytan hafi meiri áhrif á spilamennsku liðsins en álag á lykilmenn. „Við höfum verið að fljúga út snemma dags og koma svo seint á áfangastað. Þetta hefur verið mjög strembið," sagði hann og Hlynur samsinnir því. „Þetta prógramm er bara rugl. Ég veit ekki hvað veldur því að það er uppsett á þennan máta. Það hefðu allir aðrir geta sett upp skárri dagskrá. Þetta er yfirmáta heimskulegt." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 101-92, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísland skoraði 61 stig í fyrri hálfleik og var með 22ja stiga forystu að honum loknum. Svartfellingar komu svo sterkir til leiks í síðari hálfleik og söxuðu á forystuna, jafnt og þétt. Pavel Ermolinskij meiddist snemma í síðari hálfleik a og Haukur Helgi Pálsson spilaði aðeins örfáar mínútur í síðari hálfleik vegna villuvandræða. Jón Arnór Stefánsson átti stórleik en fékk sína fimmtu villu í stöðunni 83-80 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Svartfellingar gengu á lagið, skoruðu ellefu stig í röð og gerðu út um leikinn. „Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur en ég hef verið að bíða nokkuð lengi eftir því að fá svona leik þar sem við byrjum jafn vel og við gerðum í dag," sagði Hlynur Bæringsson. „Það er ekki gaman að tapa með reisn, þó svo að við getum sagt að við spiluðum vel. Þetta hefur verið erfitt og fyrir utan leikinn í Ísrael hafa síðustu leikir ekki verið góðir." Landsliðið hefur nú spilað níu leiki í undankeppninni og alltaf til skiptis á heima- og útivelli. Öll liðin í riðli Íslands eru í austurhluta Evrópu og því gríðarlega mikil ferðalög að baki. Strákarnir spila lokaleik sinn í undankeppninni í Eistlandi á morgun. Peter Öqvist landsliðsþjálfari hefur keyrt liðið áfram á fáum mönnum en segir samt að ferðaþreytan hafi meiri áhrif á spilamennsku liðsins en álag á lykilmenn. „Við höfum verið að fljúga út snemma dags og koma svo seint á áfangastað. Þetta hefur verið mjög strembið," sagði hann og Hlynur samsinnir því. „Þetta prógramm er bara rugl. Ég veit ekki hvað veldur því að það er uppsett á þennan máta. Það hefðu allir aðrir geta sett upp skárri dagskrá. Þetta er yfirmáta heimskulegt."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira