Öll með tölu Kvennaathvarfsins Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. september 2012 09:15 Rúm þrjátíu ár eru síðan hópur kvenna tók sig saman og boðaði til stofnfundar Samtaka um kvennaathvarf. Rétt um hálfu ári síðar var búið að gera húsnæði klárt til þess að taka á móti fyrstu dvalarkonunum. Árið 1982 hafði ekki farið fram mikil umræða um ofbeldi í nánum samböndum hér á landi. Málefnið lá þannig enn í þagnargildi. Úrtöluraddirnar voru allsterkar og þeir voru margir sem ekki töldu þörf á því að hefja starfsemi kvennaathvarfs á Íslandi. Á daginn kom þó að þörfin var mikil. Strax á opnunardegi athvarfsins var fyrsta konan mætt og á þeim nærri þrjátíu árum sem athvarfið hefur starfað hafa 3300 konur dvalið þar um lengri eða skemmri tíma, margar með börn sín líka. Enn fleiri konur hafa þegið þjónustu athvarfsins í ráðgjöf og sjálfshjálparhópum en sími athvarfsins er opinn allan sólarhringinn árið um kring. Konurnar sem leita til Kvennaathvarfsins eru á öllum aldri, þær koma hvaðanæva að af landinu og eiga uppruna sinn um heim allan. Menntun þeirra er mismunandi og störfin sem þær stunda einnig. Sumar eiga sterkt bakland í fjölskyldu og vinum en aðrar eiga fáa að, eða jafnvel engan. Aðstæður kvennanna í athvarfinu eru þannig afar margbreytilegar. Það sem konur sem leita til Kvennaathvarfsins eiga sameiginlegt er að heimili þeirra hefur ekki verið þeim sá griðastaður og skjól sem heimili eiga að vera. Þær eiga það sameiginlegt að hafa vilja til að breyta aðstæðum sínum. Þess vegna hafa þær stigið hið stóra, og oft á tíðum erfiða skref, að knýja dyra í Kvennaathvarfinu og leita þar eftir stuðningi og húsaskjóli. Kvennaathvarfið stendur öllum opið, alltaf. Engri konu er vísað frá jafnvel þótt oft sé þröng á þingi í athvarfinu. Undanfarin misseri hafa allt of oft komið upp þær aðstæður að konur og börn sem flúið hafa ofbeldisaðstæður á heimili sínu neyðast til að gera sér að góðu að sofa á dýnu á gólfi eða í sófa í setustofu vegna þess að hvert rúm er skipað. Þessar aðstæður eru auðvitað óviðunandi. Á afmælisárinu hafa Samtök um kvennaathvarf því efnt til fjáröflunarátaks undir yfirskriftinni „Öll með tölu". Markmið átaksins er að unnt verði að stækka húsnæði athvarfsins. Með þeirri stækkun standa vonir forráðakvenna athvarfsins til þess að neyðarúrræði, eins og það að dvalarkonur liggi á gólfi, heyri sögunni til. Kvennaathvarfið veitir mikilvæga þjónustu sem ekki stendur til boða annars staðar. Því miður er enn svo mikil þörf fyrir þjónustu athvarfsins að húsnæði þess annar ekki eftirspurn svo vel sé en aðsókn í athvarfið eykst ár frá ári, auk þess sem dvalartími kvennanna þar lengist. Kaup á litríkri og fallegri tölu Kvennaathvarfsins er stuðningur við konur sem vilja brjótast út úr ofbeldissamböndum. Það ættum við að gera öll með tölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Rúm þrjátíu ár eru síðan hópur kvenna tók sig saman og boðaði til stofnfundar Samtaka um kvennaathvarf. Rétt um hálfu ári síðar var búið að gera húsnæði klárt til þess að taka á móti fyrstu dvalarkonunum. Árið 1982 hafði ekki farið fram mikil umræða um ofbeldi í nánum samböndum hér á landi. Málefnið lá þannig enn í þagnargildi. Úrtöluraddirnar voru allsterkar og þeir voru margir sem ekki töldu þörf á því að hefja starfsemi kvennaathvarfs á Íslandi. Á daginn kom þó að þörfin var mikil. Strax á opnunardegi athvarfsins var fyrsta konan mætt og á þeim nærri þrjátíu árum sem athvarfið hefur starfað hafa 3300 konur dvalið þar um lengri eða skemmri tíma, margar með börn sín líka. Enn fleiri konur hafa þegið þjónustu athvarfsins í ráðgjöf og sjálfshjálparhópum en sími athvarfsins er opinn allan sólarhringinn árið um kring. Konurnar sem leita til Kvennaathvarfsins eru á öllum aldri, þær koma hvaðanæva að af landinu og eiga uppruna sinn um heim allan. Menntun þeirra er mismunandi og störfin sem þær stunda einnig. Sumar eiga sterkt bakland í fjölskyldu og vinum en aðrar eiga fáa að, eða jafnvel engan. Aðstæður kvennanna í athvarfinu eru þannig afar margbreytilegar. Það sem konur sem leita til Kvennaathvarfsins eiga sameiginlegt er að heimili þeirra hefur ekki verið þeim sá griðastaður og skjól sem heimili eiga að vera. Þær eiga það sameiginlegt að hafa vilja til að breyta aðstæðum sínum. Þess vegna hafa þær stigið hið stóra, og oft á tíðum erfiða skref, að knýja dyra í Kvennaathvarfinu og leita þar eftir stuðningi og húsaskjóli. Kvennaathvarfið stendur öllum opið, alltaf. Engri konu er vísað frá jafnvel þótt oft sé þröng á þingi í athvarfinu. Undanfarin misseri hafa allt of oft komið upp þær aðstæður að konur og börn sem flúið hafa ofbeldisaðstæður á heimili sínu neyðast til að gera sér að góðu að sofa á dýnu á gólfi eða í sófa í setustofu vegna þess að hvert rúm er skipað. Þessar aðstæður eru auðvitað óviðunandi. Á afmælisárinu hafa Samtök um kvennaathvarf því efnt til fjáröflunarátaks undir yfirskriftinni „Öll með tölu". Markmið átaksins er að unnt verði að stækka húsnæði athvarfsins. Með þeirri stækkun standa vonir forráðakvenna athvarfsins til þess að neyðarúrræði, eins og það að dvalarkonur liggi á gólfi, heyri sögunni til. Kvennaathvarfið veitir mikilvæga þjónustu sem ekki stendur til boða annars staðar. Því miður er enn svo mikil þörf fyrir þjónustu athvarfsins að húsnæði þess annar ekki eftirspurn svo vel sé en aðsókn í athvarfið eykst ár frá ári, auk þess sem dvalartími kvennanna þar lengist. Kaup á litríkri og fallegri tölu Kvennaathvarfsins er stuðningur við konur sem vilja brjótast út úr ofbeldissamböndum. Það ættum við að gera öll með tölu.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun