Svíar eru víst fyndið fólk 26. september 2012 09:00 Sá fyndnasti í svíþjóð Johan Glans er talinn fyndnasti maður Svíþjóðar. Hann verður með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Mynd/Johanna Ankarcrona Uppistandarinn Johan Glans kemur fram í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Sýningin samanstendur af glænýju efni og nefnist World Tour of Scandinavia. Sænski grínistinn Johan Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar og er heimsóknin til Íslands liður í ferðalagi hans um Norðurlöndin. Glans segir sænskan húmor nokkuð líkan þeim danska og finnska á þann hátt að kaldhæðnin er allsráðandi. „Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland og veit því ekki hvort sænski húmorinn er líkur þeim íslenska, en ég mundi segja að hann væri svolítið í ætt við þann breska enda eru Norðurlandabúar upp til hópa bælt fólk og það brýst fram í húmor þeirra." Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar, eða „Sveriges roligaste man". Hann segir titilinn ekki hrjá sig þó hann finni stundum fyrir því að fólk ætlist til að hann sé stöðugt með glens og gaman á mannamótum. „Ég finn stundum fyrir því í veislum að fólk bíður eftir því að ég segi eða geri eitthvað fyndið. Ég held samt að það sé betra að vera talinn sá fyndnasti heldur en leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Það væri agalegt." Sumir vilja meina að Svíar séu upp til hópa ekki fyndnir og segist Glans taka því sem móðgun. „Ég veit að við eigum það til að sitja þunglynd í Ikea-sófanum okkar og borða rúgbrauð en við erum samt fyndin! Svíar elska húmor og uppistand er ofsalega vinsælt hér," segir grínistinn sem mun fjalla um allt milli himins og jarðar á sýningu sinni. „Efnið er persónulegt og ég mun meðal annars tala um kirkjuferðir, hefðir, barnaafmæli og aðra hluti sem hafa hent mig í lífinu." Þetta er í fyrsta sinn sem Glans sækir Ísland heim og kveðst hann spenntur fyrir heimsókninni. Hann mun dvelja hér í fjóra daga og hyggst nýta tímann til að fara í hvalaskoðun, heimsækja Bláa lónið og skoða Geysi. Sýningin verður laugardaginn 29. september klukkan 20 og mun Ari Eldjárn hita mannskapinn upp fyrir Glans. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Uppistandarinn Johan Glans kemur fram í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Sýningin samanstendur af glænýju efni og nefnist World Tour of Scandinavia. Sænski grínistinn Johan Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar og er heimsóknin til Íslands liður í ferðalagi hans um Norðurlöndin. Glans segir sænskan húmor nokkuð líkan þeim danska og finnska á þann hátt að kaldhæðnin er allsráðandi. „Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland og veit því ekki hvort sænski húmorinn er líkur þeim íslenska, en ég mundi segja að hann væri svolítið í ætt við þann breska enda eru Norðurlandabúar upp til hópa bælt fólk og það brýst fram í húmor þeirra." Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar, eða „Sveriges roligaste man". Hann segir titilinn ekki hrjá sig þó hann finni stundum fyrir því að fólk ætlist til að hann sé stöðugt með glens og gaman á mannamótum. „Ég finn stundum fyrir því í veislum að fólk bíður eftir því að ég segi eða geri eitthvað fyndið. Ég held samt að það sé betra að vera talinn sá fyndnasti heldur en leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Það væri agalegt." Sumir vilja meina að Svíar séu upp til hópa ekki fyndnir og segist Glans taka því sem móðgun. „Ég veit að við eigum það til að sitja þunglynd í Ikea-sófanum okkar og borða rúgbrauð en við erum samt fyndin! Svíar elska húmor og uppistand er ofsalega vinsælt hér," segir grínistinn sem mun fjalla um allt milli himins og jarðar á sýningu sinni. „Efnið er persónulegt og ég mun meðal annars tala um kirkjuferðir, hefðir, barnaafmæli og aðra hluti sem hafa hent mig í lífinu." Þetta er í fyrsta sinn sem Glans sækir Ísland heim og kveðst hann spenntur fyrir heimsókninni. Hann mun dvelja hér í fjóra daga og hyggst nýta tímann til að fara í hvalaskoðun, heimsækja Bláa lónið og skoða Geysi. Sýningin verður laugardaginn 29. september klukkan 20 og mun Ari Eldjárn hita mannskapinn upp fyrir Glans. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira