Gjald er ekki refsing Pawel Bartoszek skrifar 28. september 2012 06:00 Mér er ekki sérstaklega illa við að borga fyrir hluti. Þess vegna fer það í taugarnar á mér þegar menn geta ekki rætt um eðlilega verðlagningu á þjónustu öðruvísi en á þeim forsendum að verið sé að „refsa fólki". Ég vil ekki „refsa fólki" fyrir að leggja bílnum niðri í miðbæ, ég vil bara að fólk borgi fyrir það. Ég vil heldur ekki „refsa fólki" fyrir að taka strætó, þótt ég vildi ég gjarnan sjá fólk borga meira fyrir það. Ég er raunar sannfærður um að það myndi gera strætó betri. Hvenær er gjaldtaka refsing? Tökum dæmi. Ökumaður ekur á 83 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 60. Hann þarf að borga 20 þúsund króna sekt. Það er refsing. Annað dæmi: Maður fer í bíó til að sjá Ísöld 4 í tvívídd og borgar fyrir það 1.300 kr. Það er ekki refsing. Það kostar að fara í bíó. Gjaldtaka er ekki sjálfkrafa refsing þótt sá sem vilji fá borgað sé opinber aðili. Ef spítali rukkar sjúklinga fyrir mat í mötuneyti þá er varla hægt að tala um að verið sé að „refsa fólki fyrir að borða". Einkaaðili sem ræki mötuneyti myndi varla gefa matinn. Svarið við refsingarspurningunni veltur heldur ekki endilega á því hvort menn „hafi val". Menn hafa ekki beinlínis val um það hvort þeir borði, búi í húsi eða gangi í fötum, en auðvitað er ekki verið að „refsa fólki" fyrir að borða brauð, búa í blokk og klæðast buxum. Brauð, blokkir og buxur kosta. Gjaldtaka er ekki refsing nema að markmið hennar sé að fá fólk til að láta af því sem rukkað er fyrir. Sektir vegna ölvunaraksturs eru ekki settar með það að markmiði að hámarka tekjur ríkissjóðs af fullum ökumönnum. Þær eru settar til að fólk keyri ekki fullt. Eins, ef um er að ræða gjöld vegna veittrar þjónustu, eru þær varla refsing nema hið opinbera hafi þar lagalega einokun og ætla megi að gjaldtakan sé langt yfir markaðsverði. Ef einkaaðilar myndu reka strætó, án niðurgreiðslu hins opinbera, myndi hann ólíklega vera ódýrari fyrir farþega, hvað þá ókeypis. Það væri því ekki refsing þótt svo fargjöldin myndu hækka, og ég vona raunar að þau geri það með tíma, þjónustunnar vegna. Fjárframlög sveitarfélaga (eða ríkisins) til strætó geta sveiflast með pólitíkinni. Allt of algengt er að menn þori ekki að hækka fargjöldin fyrir kosningar og þurfi svo að taka afleiðingunum í upphafi næsta kjörtímabils með þjónustuskerðingu. Það er glatað. Sem farþegi vel ég alltaf verðhækkun framar þjónustuskerðingu. Myndu menn sætta sig við að vandi Orkuveitunnar yrði leystur með því að halda verðskránum óbreyttum en loka þess í stað fyrir hita og rafmagn ákveðinn hluta dags? Til er fólk, gjarnan á hægri vængnum, sem vill gjarnan hækka fargjöld í strætó, helst leggja Strætó niður, en mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda og vill jafnvel að bílastæðin í miðbæ Reykjavíkur verði ókeypis. Það er hægrimennska sem lífsstíll („ég vil vera á bíl og búa í stóru húsi") en ekki hugsjón („ég vil fjölga markaðslausnum, því ég tel að þær virki"). En svona getur fólk nú verið ólíkt. Stundum í þessari umræðu eru menn eins og ég gagnrýndir fyrir að bera Reykjavík saman við einhverjar „stórborgir" eins og Kaupmannahöfn þegar kemur að verðlagningu bílastæða. Gott og vel, berum Reykjavík þá saman við skosku borgina Aberdeen sem með nágrannabæjum telur um 300 þúsund íbúa. Klukkutími á dýrasta gjaldsvæði Aberdeen-borgar kostar þrjú pund, eða um 600 krónur. Gjaldskylda er frá 8 til 20 alla daga nema sunnudaga, þá varir hún skemur. Í Reykjavík er hæsta gjaldið 225 krónur á klukkustund. Dæmi úr einni borg segir auðvitað fátt en mér virðist alla vega ekki óvanalegt að borgir sem líkjast Reykjavík að stærð rukki svipað eða meira fyrir bílastæðin. Góðar strætósamgöngur kosta og við eigum að rukka fyrir þær. Bílastæði niðri í bæ kosta og við eigum að rukka fyrir þau. Hvorug gjaldtakan er refsing. Ef hlutir kosta þá er það ekki „refsing" þótt viðskiptavinurinn sé látinn borga sinn part. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Mér er ekki sérstaklega illa við að borga fyrir hluti. Þess vegna fer það í taugarnar á mér þegar menn geta ekki rætt um eðlilega verðlagningu á þjónustu öðruvísi en á þeim forsendum að verið sé að „refsa fólki". Ég vil ekki „refsa fólki" fyrir að leggja bílnum niðri í miðbæ, ég vil bara að fólk borgi fyrir það. Ég vil heldur ekki „refsa fólki" fyrir að taka strætó, þótt ég vildi ég gjarnan sjá fólk borga meira fyrir það. Ég er raunar sannfærður um að það myndi gera strætó betri. Hvenær er gjaldtaka refsing? Tökum dæmi. Ökumaður ekur á 83 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 60. Hann þarf að borga 20 þúsund króna sekt. Það er refsing. Annað dæmi: Maður fer í bíó til að sjá Ísöld 4 í tvívídd og borgar fyrir það 1.300 kr. Það er ekki refsing. Það kostar að fara í bíó. Gjaldtaka er ekki sjálfkrafa refsing þótt sá sem vilji fá borgað sé opinber aðili. Ef spítali rukkar sjúklinga fyrir mat í mötuneyti þá er varla hægt að tala um að verið sé að „refsa fólki fyrir að borða". Einkaaðili sem ræki mötuneyti myndi varla gefa matinn. Svarið við refsingarspurningunni veltur heldur ekki endilega á því hvort menn „hafi val". Menn hafa ekki beinlínis val um það hvort þeir borði, búi í húsi eða gangi í fötum, en auðvitað er ekki verið að „refsa fólki" fyrir að borða brauð, búa í blokk og klæðast buxum. Brauð, blokkir og buxur kosta. Gjaldtaka er ekki refsing nema að markmið hennar sé að fá fólk til að láta af því sem rukkað er fyrir. Sektir vegna ölvunaraksturs eru ekki settar með það að markmiði að hámarka tekjur ríkissjóðs af fullum ökumönnum. Þær eru settar til að fólk keyri ekki fullt. Eins, ef um er að ræða gjöld vegna veittrar þjónustu, eru þær varla refsing nema hið opinbera hafi þar lagalega einokun og ætla megi að gjaldtakan sé langt yfir markaðsverði. Ef einkaaðilar myndu reka strætó, án niðurgreiðslu hins opinbera, myndi hann ólíklega vera ódýrari fyrir farþega, hvað þá ókeypis. Það væri því ekki refsing þótt svo fargjöldin myndu hækka, og ég vona raunar að þau geri það með tíma, þjónustunnar vegna. Fjárframlög sveitarfélaga (eða ríkisins) til strætó geta sveiflast með pólitíkinni. Allt of algengt er að menn þori ekki að hækka fargjöldin fyrir kosningar og þurfi svo að taka afleiðingunum í upphafi næsta kjörtímabils með þjónustuskerðingu. Það er glatað. Sem farþegi vel ég alltaf verðhækkun framar þjónustuskerðingu. Myndu menn sætta sig við að vandi Orkuveitunnar yrði leystur með því að halda verðskránum óbreyttum en loka þess í stað fyrir hita og rafmagn ákveðinn hluta dags? Til er fólk, gjarnan á hægri vængnum, sem vill gjarnan hækka fargjöld í strætó, helst leggja Strætó niður, en mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda og vill jafnvel að bílastæðin í miðbæ Reykjavíkur verði ókeypis. Það er hægrimennska sem lífsstíll („ég vil vera á bíl og búa í stóru húsi") en ekki hugsjón („ég vil fjölga markaðslausnum, því ég tel að þær virki"). En svona getur fólk nú verið ólíkt. Stundum í þessari umræðu eru menn eins og ég gagnrýndir fyrir að bera Reykjavík saman við einhverjar „stórborgir" eins og Kaupmannahöfn þegar kemur að verðlagningu bílastæða. Gott og vel, berum Reykjavík þá saman við skosku borgina Aberdeen sem með nágrannabæjum telur um 300 þúsund íbúa. Klukkutími á dýrasta gjaldsvæði Aberdeen-borgar kostar þrjú pund, eða um 600 krónur. Gjaldskylda er frá 8 til 20 alla daga nema sunnudaga, þá varir hún skemur. Í Reykjavík er hæsta gjaldið 225 krónur á klukkustund. Dæmi úr einni borg segir auðvitað fátt en mér virðist alla vega ekki óvanalegt að borgir sem líkjast Reykjavík að stærð rukki svipað eða meira fyrir bílastæðin. Góðar strætósamgöngur kosta og við eigum að rukka fyrir þær. Bílastæði niðri í bæ kosta og við eigum að rukka fyrir þau. Hvorug gjaldtakan er refsing. Ef hlutir kosta þá er það ekki „refsing" þótt viðskiptavinurinn sé látinn borga sinn part.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun