Upprætum ógeðið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. október 2012 06:00 Umfangsmikil aðgerð lögreglu og tollgæzlu gegn glæpasamtökunum Outlaws á miðvikudagskvöldið ber vott um að löggæzluyfirvöld hyggist ekki sýna þessum félagsskap neina linkind. Það er klárlega rétt stefna. Samtökin eru talin ástunda skipulagða glæpastarfsemi á mörgum sviðum. Staðfest var í gær að ástæða þess að lögreglan gerði atlögu að fundi Outlaws og stuðningsmanna þeirra var rökstuddur grunur um að meðlimir samtakanna hygðust ráðast inn á heimili tiltekinna lögreglumanna til að koma fram hefndum. Það er andstyggilegur ásetningur og hárrétt af lögreglunni að láta til skarar skríða á þessum tímapunkti. Rassía lögreglunnar er ein stærsta lögregluaðgerð sögunnar á Íslandi og það er traustvekjandi að hún skyldi ganga jafn vel og snurðulaust fyrir sig og raun ber vitni. Það breytir ekki því að allir sem vilja á annað borð vita það, átta sig á að lögreglan er vanbúin að taka á vaxandi skipulagðri glæpastarfsemi sem skyldi. Í öllum niðurskurðinum undanfarin ár hefur það gleymzt að það er verkefni ríkisvaldsins númer eitt að gæta öryggis og eigna borgaranna. Fækkun lögreglumanna veikir það hlutverk og er ekki forsvaranleg til langframa. Lögreglan hefur heldur ekki fengið þær heimildir sem hún þarf til að fylgjast með skipulagðri glæpastarfsemi. Sú starfsemi er í eðli sínu alþjóðleg og til að mæta henni þurfa löggæzlustofnanir eins og lögregla og tollgæzla að eiga náið samstarf við yfirvöld í nágrannalöndunum. Þá er auðvitað alveg fráleitt að lögreglan hér hafi ekki sömu heimildir til að taka á meinsemdinni og lögregla í nágrannalöndunum. Það getur leitt til þess að Ísland verði veikasti hlekkurinn í vörnunum; að glæpasamtök nýti sér glufurnar sem þannig verða til. Yfirlýsingar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að hvergi verði slegið af gagnvart skipulögðum glæpasamtökum lofa hins vegar góðu. Frumvarp ráðherrans til nýrra vopnalaga er í þessum anda; þar er til dæmis lagt til að menn með tengsl við skipulögð brotasamtök geti ekki fengið byssuleyfi. „Til þess eru lögin að koma í veg fyrir að aðilar sem hafa ofbeldi gagnvart öðru fólki á stefnuskránni fái ekki vopn í hendur. Að það sé refsivert gagnvart þeim að hafa vopn," sagði Ögmundur í Fréttablaðinu í gær. Það á að styrkja lögregluna þannig að hún geti tekið á þeim ófögnuði sem skipulögð glæpasamtök eru. Það á að halda áfram að nýta til hins ýtrasta allar heimildir laga til að gera þeim lífið leitt, til dæmis með því að meina erlendum félögum Outlaws og annarra glæpaklúbba að koma inn í landið. Og það á að halda því til streitu að banna starfsemi tiltekinna samtaka, sem tengjast glæpastarfsemi. Markmiðið á að vera að uppræta þetta ógeð úr samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Umfangsmikil aðgerð lögreglu og tollgæzlu gegn glæpasamtökunum Outlaws á miðvikudagskvöldið ber vott um að löggæzluyfirvöld hyggist ekki sýna þessum félagsskap neina linkind. Það er klárlega rétt stefna. Samtökin eru talin ástunda skipulagða glæpastarfsemi á mörgum sviðum. Staðfest var í gær að ástæða þess að lögreglan gerði atlögu að fundi Outlaws og stuðningsmanna þeirra var rökstuddur grunur um að meðlimir samtakanna hygðust ráðast inn á heimili tiltekinna lögreglumanna til að koma fram hefndum. Það er andstyggilegur ásetningur og hárrétt af lögreglunni að láta til skarar skríða á þessum tímapunkti. Rassía lögreglunnar er ein stærsta lögregluaðgerð sögunnar á Íslandi og það er traustvekjandi að hún skyldi ganga jafn vel og snurðulaust fyrir sig og raun ber vitni. Það breytir ekki því að allir sem vilja á annað borð vita það, átta sig á að lögreglan er vanbúin að taka á vaxandi skipulagðri glæpastarfsemi sem skyldi. Í öllum niðurskurðinum undanfarin ár hefur það gleymzt að það er verkefni ríkisvaldsins númer eitt að gæta öryggis og eigna borgaranna. Fækkun lögreglumanna veikir það hlutverk og er ekki forsvaranleg til langframa. Lögreglan hefur heldur ekki fengið þær heimildir sem hún þarf til að fylgjast með skipulagðri glæpastarfsemi. Sú starfsemi er í eðli sínu alþjóðleg og til að mæta henni þurfa löggæzlustofnanir eins og lögregla og tollgæzla að eiga náið samstarf við yfirvöld í nágrannalöndunum. Þá er auðvitað alveg fráleitt að lögreglan hér hafi ekki sömu heimildir til að taka á meinsemdinni og lögregla í nágrannalöndunum. Það getur leitt til þess að Ísland verði veikasti hlekkurinn í vörnunum; að glæpasamtök nýti sér glufurnar sem þannig verða til. Yfirlýsingar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að hvergi verði slegið af gagnvart skipulögðum glæpasamtökum lofa hins vegar góðu. Frumvarp ráðherrans til nýrra vopnalaga er í þessum anda; þar er til dæmis lagt til að menn með tengsl við skipulögð brotasamtök geti ekki fengið byssuleyfi. „Til þess eru lögin að koma í veg fyrir að aðilar sem hafa ofbeldi gagnvart öðru fólki á stefnuskránni fái ekki vopn í hendur. Að það sé refsivert gagnvart þeim að hafa vopn," sagði Ögmundur í Fréttablaðinu í gær. Það á að styrkja lögregluna þannig að hún geti tekið á þeim ófögnuði sem skipulögð glæpasamtök eru. Það á að halda áfram að nýta til hins ýtrasta allar heimildir laga til að gera þeim lífið leitt, til dæmis með því að meina erlendum félögum Outlaws og annarra glæpaklúbba að koma inn í landið. Og það á að halda því til streitu að banna starfsemi tiltekinna samtaka, sem tengjast glæpastarfsemi. Markmiðið á að vera að uppræta þetta ógeð úr samfélagi okkar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun