Allt fyrir atvinnumanninn 9. október 2012 15:13 Hilmar Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri MHG verslunar, með appelsínugula Husqvarna-kjarnaborvél í fanginu. Hann segir Husqvarna enn framleiða saumavélar, mótorhjól, haglabyssur og margt fleira. mynd/anton Við fáum nær alltaf spurninguna: Framleiðir Husqvarna ekki bara saumavélar? Þeir sem þekkja kjarnaborvélar Husqvarna vita hins vegar betur og kæra sig ekki um neitt annað enda stendur Husqvarna fyrir gæði alla leið," segir Hilmar Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri MHG verslunar. MHG verslun var stofnuð árið 2000. Hún selur og þjónustar hágæðavörur til margvíslegra verka, þar á meðal steinsagir, kjarnaborvélar, sláttuvélar, keðjusagir og hillukerfi. „Við erum lítið í minni verkfærum til heimilisnota en höfum allt fyrir atvinnumenn í iðnaði og þjónustu," útskýrir Hilmar. „Til að byrja með vorum við með umboð fyrir kjarnaborvélar frá Dimas og steinsagir frá Partner. Árið 2006 keypti sænski framleiðandinn Husqvarna bæði merkin, setti á þau appelsínugula litinn sinn og hélt áfram sömu gæðaframleiðslunni og einkenndi Dimas- og Partner-verkfærin áður," upplýsir Hilmar. Hann segir nýju línuna frá Husqvarna státa af DM 340-kjarnaborvélinni. „DM 340 er kraftmikil, með þriggja hraða vatnskældu gírboxi og vegur aðeins fjórtán kíló. Hún tekur 50mm-400mm stóra kjarnabora og er sérstaklega hönnuð fyrir fljóta uppsetningu," útskýrirHilmar. Hjá MHG verslun fæst einnig úrval varahluta í vélar úr umboði verslunarinnar og einnig sambærilegar vélar frá öðrum framleiðendum. „Kjörorð Husqvarna er gæði, traust og ending. Vélbúnaður Husqvarna er eingöngu seldur í sérverslunum og engin vara sett á markað án áralangra forprófana og reynslu. Husqvarna stendur enda í fremstu röð og er fyllilega sambærilegt við sams konar atvinnutæki á íslenskum markaði. Þess vegna vita íslenskir iðnaðarmenn að hvaða gæðum þeir ganga," segir Hilmar. „Markmið okkar í MHG er að þjónusta viðskiptavininn sem best enda skiljum við þarfir atvinnumannsins." MHG verslun er í Akralind 4 í Kópavogi. Sjá www.mhg.is. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Við fáum nær alltaf spurninguna: Framleiðir Husqvarna ekki bara saumavélar? Þeir sem þekkja kjarnaborvélar Husqvarna vita hins vegar betur og kæra sig ekki um neitt annað enda stendur Husqvarna fyrir gæði alla leið," segir Hilmar Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri MHG verslunar. MHG verslun var stofnuð árið 2000. Hún selur og þjónustar hágæðavörur til margvíslegra verka, þar á meðal steinsagir, kjarnaborvélar, sláttuvélar, keðjusagir og hillukerfi. „Við erum lítið í minni verkfærum til heimilisnota en höfum allt fyrir atvinnumenn í iðnaði og þjónustu," útskýrir Hilmar. „Til að byrja með vorum við með umboð fyrir kjarnaborvélar frá Dimas og steinsagir frá Partner. Árið 2006 keypti sænski framleiðandinn Husqvarna bæði merkin, setti á þau appelsínugula litinn sinn og hélt áfram sömu gæðaframleiðslunni og einkenndi Dimas- og Partner-verkfærin áður," upplýsir Hilmar. Hann segir nýju línuna frá Husqvarna státa af DM 340-kjarnaborvélinni. „DM 340 er kraftmikil, með þriggja hraða vatnskældu gírboxi og vegur aðeins fjórtán kíló. Hún tekur 50mm-400mm stóra kjarnabora og er sérstaklega hönnuð fyrir fljóta uppsetningu," útskýrirHilmar. Hjá MHG verslun fæst einnig úrval varahluta í vélar úr umboði verslunarinnar og einnig sambærilegar vélar frá öðrum framleiðendum. „Kjörorð Husqvarna er gæði, traust og ending. Vélbúnaður Husqvarna er eingöngu seldur í sérverslunum og engin vara sett á markað án áralangra forprófana og reynslu. Husqvarna stendur enda í fremstu röð og er fyllilega sambærilegt við sams konar atvinnutæki á íslenskum markaði. Þess vegna vita íslenskir iðnaðarmenn að hvaða gæðum þeir ganga," segir Hilmar. „Markmið okkar í MHG er að þjónusta viðskiptavininn sem best enda skiljum við þarfir atvinnumannsins." MHG verslun er í Akralind 4 í Kópavogi. Sjá www.mhg.is.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira