Það verður ekkert lagað seinna Pawel Bartoszek skrifar 12. október 2012 00:00 Þorvaldur Gylfason hélt því fram í Kastljósinu á þriðjudag að verði fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni um drög stjórnlagaráðs svarað játandi af meirihluta kjósenda þá geti Alþingi ekki annað en samþykkt drögin óbreytt sem nýja stjórnarskrá. Þetta er auðvitað ekki þannig. En það er samt ansi líklegt að þetta verði þannig. Þetta er staðan: Minnihlutastjórnin þarf að reiða sig á þingmenn Hreyfingarinnar og Bjartrar framtíðar. Hinir róttækari stjórnlagaráðsliðar sem talað hafa fyrir því að drög stjórnlagaráðs eigi að samþykkja án minnstu breytinga hafa ágætistengsl við þessi stjórnmálaöfl. Það verður því ekki séð að meirihluti sé á þinginu fyrir því að leggjast í vinnu við lagfæringar á drögunum. Fari svo að meirihluti kjósenda svari fyrstu spurningunni játandi munu þingmenn Hreyfingarinnar fylgja eftir kröfu Þorvalds Gylfasonar og annarra ráðsliða og mun það líklegast vera eina leiðin til að þoka málinu áfram. Segjum að tillögurnar verði samþykktar af meirihluta kjósenda og svo samþykktar óbreyttar af þinginu; þing rofið og boðað til kosninga. Munu menn að loknum kosningum boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu eða mun einhver freistast til að segja að það sé í raun búið að samþykkja sömu tillögur, „orðrétt"? Hvað finnst ráðsliðum eða þingmönnum um það? Í meirihlutaáliti með þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðsluna segir vissulega: „Meiri hlutinn er þeirrar skoðunar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnarskrár, eigi að bera undir þjóðina til endanlegrar staðfestingar og gildistöku í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu." En eru allir þingmenn meðvitaðir og sammála um þessa túlkun? Ég myndi þiggja ítrekun á því að svo sé. Ég hef áður sagt að ég telji hryggjarstykkið í tillögum stjórnlagaráðs ekki vera slæmt. Mér fannst rétt að skila þessu verki áfram til þingsins og ég neita því ekki að ég hafði ákveðnar væntingar til þeirrar vinnu sem þar myndi fara fram. Kannski voru það mistök. Kannski var verk stjórnarinnar ekki öfundsvert, með hluta þingsins algjörlega á móti öllum tillögum ráðsins og annan hluta á móti öllum breytingum á þeim tillögum. En staðan er samt eins og hún er. Og kjörseðillinn eins og hann er. Það er því miður ekki hægt að halda því fram að í tillögunum felist fullbúið og endanlegt frumvarp til stjórnskipunarlaga. Ég vona að menn séu í öllu falli ekki ósammála mér um að betra hefði verið ef sérfræðinganefnd þingsins hefði skilað af sér fyrir kosningar og tillögurnar í heild hefðu verið verið sendar til Feneyjarnefndar Evrópuráðsins, eða annarra erlendra sérfræðinga. Eða ósammála mér í því að betra hefði verið ef fleiri augu hefðu skoðað mannréttinda- eða kosningakaflana. En kannski finnst mönnum þetta ekki það alvarlegt. Kannski ætla einhverjir að láta sig hafa það því þeir sjá ekki fram á neitt betra í náinni framtíð. Svo verður þá að vera en sé það tilfellið þá gætu þeir kannski sýnt þeim sem ekki eru tilbúnir til að taka sömu sénsa með stjórnskipan ákveðinn skilning. Eitruð breytingagreinLíkt og ég hef í tvígang bent á í greinum hér í Fréttablaðinu er ákvæðið um breytingar á stjórnarskránni eins og stjórnlagaráð skildi við það ekki nægilega gott. Í tillögunum er gert ráð fyrir að stjórnarskrá sé hægt að breyta samdægurs með nægilega sterkum þingmeirihluta, 5/6 þingmanna. Í ástandi eins og því sem myndaðist haustið 2008 getur ýmislegt gerst. Ekki er ég viss um að ég vilji að þingmenn geti breytt stjórnarskrá með samhljóða ákvörðun við þess konar aðstæður. Hin aðferðin sem drögin bjóða upp á felst í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar á einum til þremur mánuðum eftir að Alþingi samþykkir þær. Hér er ekki haldið fram að þessar aðferðir bjóði upp á það að auðvelt verði að að breyta stjórnarskránni, þær gera það ekki. En þær verja okkur ekki nægilega vel gegn stundarbrjálæði stjórnmálamanna og tryggja ekki vönduð vinnubrögð. Af þessu hef ég verulegar áhyggjur. Og því miður sé ég ekki þá leikfléttu sem tryggir að þessum ákvæðum, eða öðrum sem ráðinu gafst ekki tóm til að fullvinna, verði breytt úr þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þorvaldur Gylfason hélt því fram í Kastljósinu á þriðjudag að verði fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni um drög stjórnlagaráðs svarað játandi af meirihluta kjósenda þá geti Alþingi ekki annað en samþykkt drögin óbreytt sem nýja stjórnarskrá. Þetta er auðvitað ekki þannig. En það er samt ansi líklegt að þetta verði þannig. Þetta er staðan: Minnihlutastjórnin þarf að reiða sig á þingmenn Hreyfingarinnar og Bjartrar framtíðar. Hinir róttækari stjórnlagaráðsliðar sem talað hafa fyrir því að drög stjórnlagaráðs eigi að samþykkja án minnstu breytinga hafa ágætistengsl við þessi stjórnmálaöfl. Það verður því ekki séð að meirihluti sé á þinginu fyrir því að leggjast í vinnu við lagfæringar á drögunum. Fari svo að meirihluti kjósenda svari fyrstu spurningunni játandi munu þingmenn Hreyfingarinnar fylgja eftir kröfu Þorvalds Gylfasonar og annarra ráðsliða og mun það líklegast vera eina leiðin til að þoka málinu áfram. Segjum að tillögurnar verði samþykktar af meirihluta kjósenda og svo samþykktar óbreyttar af þinginu; þing rofið og boðað til kosninga. Munu menn að loknum kosningum boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu eða mun einhver freistast til að segja að það sé í raun búið að samþykkja sömu tillögur, „orðrétt"? Hvað finnst ráðsliðum eða þingmönnum um það? Í meirihlutaáliti með þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðsluna segir vissulega: „Meiri hlutinn er þeirrar skoðunar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnarskrár, eigi að bera undir þjóðina til endanlegrar staðfestingar og gildistöku í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu." En eru allir þingmenn meðvitaðir og sammála um þessa túlkun? Ég myndi þiggja ítrekun á því að svo sé. Ég hef áður sagt að ég telji hryggjarstykkið í tillögum stjórnlagaráðs ekki vera slæmt. Mér fannst rétt að skila þessu verki áfram til þingsins og ég neita því ekki að ég hafði ákveðnar væntingar til þeirrar vinnu sem þar myndi fara fram. Kannski voru það mistök. Kannski var verk stjórnarinnar ekki öfundsvert, með hluta þingsins algjörlega á móti öllum tillögum ráðsins og annan hluta á móti öllum breytingum á þeim tillögum. En staðan er samt eins og hún er. Og kjörseðillinn eins og hann er. Það er því miður ekki hægt að halda því fram að í tillögunum felist fullbúið og endanlegt frumvarp til stjórnskipunarlaga. Ég vona að menn séu í öllu falli ekki ósammála mér um að betra hefði verið ef sérfræðinganefnd þingsins hefði skilað af sér fyrir kosningar og tillögurnar í heild hefðu verið verið sendar til Feneyjarnefndar Evrópuráðsins, eða annarra erlendra sérfræðinga. Eða ósammála mér í því að betra hefði verið ef fleiri augu hefðu skoðað mannréttinda- eða kosningakaflana. En kannski finnst mönnum þetta ekki það alvarlegt. Kannski ætla einhverjir að láta sig hafa það því þeir sjá ekki fram á neitt betra í náinni framtíð. Svo verður þá að vera en sé það tilfellið þá gætu þeir kannski sýnt þeim sem ekki eru tilbúnir til að taka sömu sénsa með stjórnskipan ákveðinn skilning. Eitruð breytingagreinLíkt og ég hef í tvígang bent á í greinum hér í Fréttablaðinu er ákvæðið um breytingar á stjórnarskránni eins og stjórnlagaráð skildi við það ekki nægilega gott. Í tillögunum er gert ráð fyrir að stjórnarskrá sé hægt að breyta samdægurs með nægilega sterkum þingmeirihluta, 5/6 þingmanna. Í ástandi eins og því sem myndaðist haustið 2008 getur ýmislegt gerst. Ekki er ég viss um að ég vilji að þingmenn geti breytt stjórnarskrá með samhljóða ákvörðun við þess konar aðstæður. Hin aðferðin sem drögin bjóða upp á felst í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar á einum til þremur mánuðum eftir að Alþingi samþykkir þær. Hér er ekki haldið fram að þessar aðferðir bjóði upp á það að auðvelt verði að að breyta stjórnarskránni, þær gera það ekki. En þær verja okkur ekki nægilega vel gegn stundarbrjálæði stjórnmálamanna og tryggja ekki vönduð vinnubrögð. Af þessu hef ég verulegar áhyggjur. Og því miður sé ég ekki þá leikfléttu sem tryggir að þessum ákvæðum, eða öðrum sem ráðinu gafst ekki tóm til að fullvinna, verði breytt úr þessu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun