Í meintum var þetta helst Brynhildur Björnsdóttir skrifar 13. október 2012 06:00 Ung stúlka var skotin í höfuðið fyrir utan skólann sinn fyrir að heimta að fá að fara í skóla. Samkynhneigður tónlistarmaður er látinn vegna langtíma afleiðinga líkamsárásar sem hann varð fyrir, sem var samfélagslega samþykkt og sem yfirvöld sáu ekki ástæðu til að meðhöndla sem sakamál. Litlar stúlkur eru látnar giftast fullorðnum mönnum og deyja svo af barnsförum af því að þær eru of óþroskaðar líkamlega til að fæða börn. En ekki á Íslandi. Nei, auðvitað ekki á Íslandi. Eins og Sverrir Stormsker benti réttilega á eru heimsstyrjaldir í öðrum löndum. Hér er búið að leysa öll þessi og viðlíka vandamál. Allar stelpur fara í skóla og ef þær vilja það ekki eru þær skikkaðar til þess. Hommar eru bara eins og venjulegt fólk nema einu sinni á ári, þegar þeir fá sérstaka skrúðgöngu til að vera flottari og merkilegri en venjulegt fólk. Við Íslendingar erum til fyrirmyndar á mörgum sviðum. Við menntum börnin okkar og endurmenntum fullorðna fólkið, við lesum og gefum út flestar bækur á einstakling í heimi, listalíf er í fágætum blóma, sjúkir fá líkn og fólk með gleraugu fær stuðning frá stéttarfélagi til að fara í laser-aðgerðir. Við erum alveg frábær og getum svo sannarlega hryllt okkur yfir fréttum utan úr heimi, sýnt fórnarlömbum stuðning, skammast yfir skammsýni, trúarofstæki og mannvonsku þjóða sem eru ekki komnar eins langt og við, hvort sem þær eru nágrannar okkar og frændur eða ómenni í asnalegum fötum með allt of mikið skegg. Ein frétt vikunnar skar sig úr hvað varðaði nálgun í umræðunni. Hún fjallaði um grófa kynferðislega árás á unga stúlku. Flestum, vonandi öllum, fannst þetta óhugnanleg frétt en þó vakti hún jákvæð viðbrögð hjá ákveðnum hópi. Gleði þeirra snerist þó ekki um efni fréttarinnar, fjarri því, heldur framsetningu hennar. Eða nánar tiltekið um fjarveru eins orðs. Orðið var „meint". Því að þrátt fyrir að við séum framarlega í mörgu og þó að við séum jafnvel fremst á einhverjum sviðum má alltaf bæta. Og það að lítil stelpa sé EKKI rengd, þegar hún kemur grátandi inn á lögreglustöð og segir að sér hafi verið nauðgað og sýnir áverka sem eru í samræmi við frásögn hennar, er vissulega fagnaðarefni. Þó að einhverjum finnist kannski að það ætti að vera jafn sjálfsagt og að fyllast hryllingi yfir „meintri" líkamsárás á samkynhneigðan mann, „meintum" barnabrúðkaupum eða „meintu" byssuskoti í höfuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ung stúlka var skotin í höfuðið fyrir utan skólann sinn fyrir að heimta að fá að fara í skóla. Samkynhneigður tónlistarmaður er látinn vegna langtíma afleiðinga líkamsárásar sem hann varð fyrir, sem var samfélagslega samþykkt og sem yfirvöld sáu ekki ástæðu til að meðhöndla sem sakamál. Litlar stúlkur eru látnar giftast fullorðnum mönnum og deyja svo af barnsförum af því að þær eru of óþroskaðar líkamlega til að fæða börn. En ekki á Íslandi. Nei, auðvitað ekki á Íslandi. Eins og Sverrir Stormsker benti réttilega á eru heimsstyrjaldir í öðrum löndum. Hér er búið að leysa öll þessi og viðlíka vandamál. Allar stelpur fara í skóla og ef þær vilja það ekki eru þær skikkaðar til þess. Hommar eru bara eins og venjulegt fólk nema einu sinni á ári, þegar þeir fá sérstaka skrúðgöngu til að vera flottari og merkilegri en venjulegt fólk. Við Íslendingar erum til fyrirmyndar á mörgum sviðum. Við menntum börnin okkar og endurmenntum fullorðna fólkið, við lesum og gefum út flestar bækur á einstakling í heimi, listalíf er í fágætum blóma, sjúkir fá líkn og fólk með gleraugu fær stuðning frá stéttarfélagi til að fara í laser-aðgerðir. Við erum alveg frábær og getum svo sannarlega hryllt okkur yfir fréttum utan úr heimi, sýnt fórnarlömbum stuðning, skammast yfir skammsýni, trúarofstæki og mannvonsku þjóða sem eru ekki komnar eins langt og við, hvort sem þær eru nágrannar okkar og frændur eða ómenni í asnalegum fötum með allt of mikið skegg. Ein frétt vikunnar skar sig úr hvað varðaði nálgun í umræðunni. Hún fjallaði um grófa kynferðislega árás á unga stúlku. Flestum, vonandi öllum, fannst þetta óhugnanleg frétt en þó vakti hún jákvæð viðbrögð hjá ákveðnum hópi. Gleði þeirra snerist þó ekki um efni fréttarinnar, fjarri því, heldur framsetningu hennar. Eða nánar tiltekið um fjarveru eins orðs. Orðið var „meint". Því að þrátt fyrir að við séum framarlega í mörgu og þó að við séum jafnvel fremst á einhverjum sviðum má alltaf bæta. Og það að lítil stelpa sé EKKI rengd, þegar hún kemur grátandi inn á lögreglustöð og segir að sér hafi verið nauðgað og sýnir áverka sem eru í samræmi við frásögn hennar, er vissulega fagnaðarefni. Þó að einhverjum finnist kannski að það ætti að vera jafn sjálfsagt og að fyllast hryllingi yfir „meintri" líkamsárás á samkynhneigðan mann, „meintum" barnabrúðkaupum eða „meintu" byssuskoti í höfuðið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun