Íslensk stúlka etur kappi í Danmarks næste Topmodel 24. október 2012 09:00 Guðrún ásamt danska tónlistarmanninum Christopher. Kanal4/Krestine Havemann "Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu," segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4. Guðrún Eir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum, Hermanni Guðmundssyni og Oddnýju Ingimundardóttur, þegar hún var átta ára gömul og búa þau í bænum Esbjerg á Jótlandi. Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig dreyma um fyrirsætustörf áður en ákvað að slá til er hún sá prufur auglýstar fyrir þættina í Árósum. "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Áður en ég var með í þáttunum var ég mjög feimin fyrir framan myndavélina," segir Guðrún. Þættirnir voru svo teknir upp í byrjun sumars í Kaupmannahöfn. "Upptökuferlið var allt öðruvísi en ég bjóst við og stundum frekar erfitt. Við bjuggum fimmtán stelpur saman í íbúð og máttum ekki gera mikið utan við tökurnar." Guðrún Eir á erfitt með að horfa á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir sömu sögu gilda um fjölskyldu sína. "Þau eru mjög stolt af mér en finnst frekar erfitt að horfa á þættina. Upptökuferlið er gjörólíkt lokaútkomunni í sjónvarpinu. Stundum kannast ég varla við það sem er að gerast á skjánum. Ég hugsa að ég fari ekki aftur í sjónvarpið," segir Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi í keppninni.Guðrún Eir Hermannsdóttir.Fimm þáttum er nú lokið af seríunni og því tíu stúlkur eftir. Í síðasta þætti var Guðrún valin til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi með danska söngvaranum Christopher sem er mjög vinsæll í föðurlandi sínu. Guðrún Eir stefnir ekki endilega á fyrirsætubransann í framtíðinni en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir á meðan þættirnir eru í sýningu. Guðrún reynir að sækja Ísland heim einu sinni á ári. Hana langar að fínpússa íslenskuna sem hún er orðin ansi ryðguð í. "Draumurinn er að búa í London og verða fatahönnuður. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
"Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu," segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4. Guðrún Eir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum, Hermanni Guðmundssyni og Oddnýju Ingimundardóttur, þegar hún var átta ára gömul og búa þau í bænum Esbjerg á Jótlandi. Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig dreyma um fyrirsætustörf áður en ákvað að slá til er hún sá prufur auglýstar fyrir þættina í Árósum. "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Áður en ég var með í þáttunum var ég mjög feimin fyrir framan myndavélina," segir Guðrún. Þættirnir voru svo teknir upp í byrjun sumars í Kaupmannahöfn. "Upptökuferlið var allt öðruvísi en ég bjóst við og stundum frekar erfitt. Við bjuggum fimmtán stelpur saman í íbúð og máttum ekki gera mikið utan við tökurnar." Guðrún Eir á erfitt með að horfa á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir sömu sögu gilda um fjölskyldu sína. "Þau eru mjög stolt af mér en finnst frekar erfitt að horfa á þættina. Upptökuferlið er gjörólíkt lokaútkomunni í sjónvarpinu. Stundum kannast ég varla við það sem er að gerast á skjánum. Ég hugsa að ég fari ekki aftur í sjónvarpið," segir Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi í keppninni.Guðrún Eir Hermannsdóttir.Fimm þáttum er nú lokið af seríunni og því tíu stúlkur eftir. Í síðasta þætti var Guðrún valin til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi með danska söngvaranum Christopher sem er mjög vinsæll í föðurlandi sínu. Guðrún Eir stefnir ekki endilega á fyrirsætubransann í framtíðinni en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir á meðan þættirnir eru í sýningu. Guðrún reynir að sækja Ísland heim einu sinni á ári. Hana langar að fínpússa íslenskuna sem hún er orðin ansi ryðguð í. "Draumurinn er að búa í London og verða fatahönnuður. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira