Forvarnir þarf að nota víðar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Snarlega hefur dregið úr reykingum og áfengisdrykkju 10. bekkinga á hálfum öðrum áratug. Auk þess hefur þeim fækkað jafnt og þétt á sama tíma sem hafa prófað að reykja hass. Þessi þróun er afleiðing markvissra forvarna sem beinst hafa að börnum og er ætlað að koma í veg fyrir að þau byrji að reykja, drekka og reykja hass. Á morgun er haldinn forvarnardagur. Sem fyrr beinist athyglin að ungmennum en einnig að foreldrum þeirra því rannsóknir sýna að á sama tíma hefur samvistarstundum foreldra og barna í 9. og 10. bekk fjölgað og þau eru sjaldnar lengi úti á kvöldin en áður. Það er því fylgni milli þess að vera í samvistum með fjölskyldunni og vera síður líklegur til að reykja og drekka. Ekki er óvarlegt að ætla að minnkandi reykingar og áfengisdrykkja eigi eftir að skila sér til framtíðar, þ.e. að þessi ungmenni séu síður líkleg til að reykja þegar þau verða fullorðin og einnig síður líkleg til að misnota áfengi og önnur vímuefni. Þetta járn verður því að hamra áfram. Aðferðina ætti einnig að þróa áfram og yfirfæra viðfangsefni forvarna á fleiri svið. Kallað hefur verið eftir forvörnum gegn ofbeldi og þá ekki bara gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum sem er það ofbeldi sem oftast er nefnt í tengslum við forvarnahugtakið. Ofbeldi í margvíslegri birtingarmynd er ótrúlega samþykkt hegðun í samfélagi sem á að teljast bæði þróað og siðað. Hluti þess fer vissulega saman við ofnotkun vímuefna; tengist þeirri óreiðu sem vill skapast í samskiptum fólks þegar dómgreindin hefur verið slævð. En þetta er aðeins hluti. Til dæmis er stór hluti ofbeldis inni á heimilum framinn af allsgáðu fólki, oftast körlum. Það mun því ekki endilega minnka þótt dragi úr misnotkun á áfengi. Forvarnir gegn ofbeldi eru kannski ekki einfalt verkefni. Í það minnsta líklega flóknara en forvarnir gegn vímuefnanotkun þar sem hægt er að benda á staðreyndir svo sem um sjúkdóma af völdum reykinga. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur þetta þó að snúast um að bera virðingu fyrir náunganum, bæði þeim sem maður þekkir og þykir vænt um eins og maka og fjölskyldu en líka hinum sem maður þekkir ekki neitt. Þetta er raunar hluti af uppeldi flestra og er vel kennt og ástundað í leikskólum og skólum. Viðbótin felst kannski í því að auka meðvitundina um að sýna virðingu í samskiptum alltaf og við allar aðstæður, að hafa hemil á sjálfum sér þegar reiðin ætlar að taka stjórnina, að auka meðvitundina um að hver ber ábyrgð á sínum gerðum, að enginn kallar það fram að vera barinn eða nauðgað, alveg sama hvað hann segir eða gerir. Það er rík ástæða til að fagna góðum árangri í forvörnum gegn reykingum, áfengis- og hassnotkun en um leið og þeim árangri er fagnað ætti að taka höndum saman um að ráðast að því stóra samfélagsmeini sem ofbeldið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Snarlega hefur dregið úr reykingum og áfengisdrykkju 10. bekkinga á hálfum öðrum áratug. Auk þess hefur þeim fækkað jafnt og þétt á sama tíma sem hafa prófað að reykja hass. Þessi þróun er afleiðing markvissra forvarna sem beinst hafa að börnum og er ætlað að koma í veg fyrir að þau byrji að reykja, drekka og reykja hass. Á morgun er haldinn forvarnardagur. Sem fyrr beinist athyglin að ungmennum en einnig að foreldrum þeirra því rannsóknir sýna að á sama tíma hefur samvistarstundum foreldra og barna í 9. og 10. bekk fjölgað og þau eru sjaldnar lengi úti á kvöldin en áður. Það er því fylgni milli þess að vera í samvistum með fjölskyldunni og vera síður líklegur til að reykja og drekka. Ekki er óvarlegt að ætla að minnkandi reykingar og áfengisdrykkja eigi eftir að skila sér til framtíðar, þ.e. að þessi ungmenni séu síður líkleg til að reykja þegar þau verða fullorðin og einnig síður líkleg til að misnota áfengi og önnur vímuefni. Þetta járn verður því að hamra áfram. Aðferðina ætti einnig að þróa áfram og yfirfæra viðfangsefni forvarna á fleiri svið. Kallað hefur verið eftir forvörnum gegn ofbeldi og þá ekki bara gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum sem er það ofbeldi sem oftast er nefnt í tengslum við forvarnahugtakið. Ofbeldi í margvíslegri birtingarmynd er ótrúlega samþykkt hegðun í samfélagi sem á að teljast bæði þróað og siðað. Hluti þess fer vissulega saman við ofnotkun vímuefna; tengist þeirri óreiðu sem vill skapast í samskiptum fólks þegar dómgreindin hefur verið slævð. En þetta er aðeins hluti. Til dæmis er stór hluti ofbeldis inni á heimilum framinn af allsgáðu fólki, oftast körlum. Það mun því ekki endilega minnka þótt dragi úr misnotkun á áfengi. Forvarnir gegn ofbeldi eru kannski ekki einfalt verkefni. Í það minnsta líklega flóknara en forvarnir gegn vímuefnanotkun þar sem hægt er að benda á staðreyndir svo sem um sjúkdóma af völdum reykinga. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur þetta þó að snúast um að bera virðingu fyrir náunganum, bæði þeim sem maður þekkir og þykir vænt um eins og maka og fjölskyldu en líka hinum sem maður þekkir ekki neitt. Þetta er raunar hluti af uppeldi flestra og er vel kennt og ástundað í leikskólum og skólum. Viðbótin felst kannski í því að auka meðvitundina um að sýna virðingu í samskiptum alltaf og við allar aðstæður, að hafa hemil á sjálfum sér þegar reiðin ætlar að taka stjórnina, að auka meðvitundina um að hver ber ábyrgð á sínum gerðum, að enginn kallar það fram að vera barinn eða nauðgað, alveg sama hvað hann segir eða gerir. Það er rík ástæða til að fagna góðum árangri í forvörnum gegn reykingum, áfengis- og hassnotkun en um leið og þeim árangri er fagnað ætti að taka höndum saman um að ráðast að því stóra samfélagsmeini sem ofbeldið er.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun