Jafnvægislist Þóroddur Bjarnaso skrifar 1. nóvember 2012 00:01 Það er bjart yfir þessari fyrstu samstillingu sýningarinnar, en þegar komið er legnra inn í safnið kveður við annan og drungalegri tón. fréttablaðið/anton Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum Angeli NoviNýlistasafnið Angeli Novi er listamannatvíeyki skipað Steinunni Gunnlaugsdóttur og Ólafi Páli Sigurðssyni. Sýning þeirra í Nýlistasafninu tekur yfir þrjú rými safnsins. Strax og komið er inn blasir við eins konar himneskt altari eða grafhýsi. Björgunarhringur vafinn í hvítt silki er fyrir miðju og út frá honum liggja áletraðir silkiborðar með ýmsum frösum á íslensku og ensku sem tengjast út í vegg. Fyrir neðan hringinn er lítil líkkista með áföstu snuði, sem hvílir í vöggu. Í jarðvegi fyrir neðan eru tveir kviksettir líkamar, höfuðin standa upp úr og bíta í silkiborða sem strengdur er á milli þeirra. Á borðanum stendur; Frá vöggu til grafar. Það er bjart yfir þessari fyrstu samstillingu sýningarinnar, en þegar komið er lengra inn í safnið kveður við annan og drungalegri tón. Í miðjurými safnsins er þungamiðja sýningarinnar, 20 mínútna langt myndbandsverk sem ber sama heiti og sýningin. Þetta myndband má segja að sé tónlistarvídeó, þó að það sé ekki popptónlist sem hljómi undir, heldur dramatísk og mislagræn tónlist/ hljóðrás, sem listamennirnir unnu í samstarfi við Örn Karlsson. Í forgrunni myndbandsins er kviksett fólk af ýmsu þjóðerni og á ýmsum aldri, með einungis höfuðið standandi upp úr sandinum, með áletraða silkiborða uppi í sér. Munnarnir togast síðan á, éta ofan í sig frasana, þó átökin séu eðlilega ekki mjög kraftmikil, dálítið eins og að horfa á kýr jórtra. Öllu kraftmeira er það sem gerist í bakgrunninum, en þar hefur verið klippt saman alls konar dramatískt myndefni, íslenskt og erlent, hamfarir, stríðsátök, ýmis kennileiti eins og byggingar gamlar og nýjar, hryðjuverk, virkjanir og eldar sem loga. Á silkiborðunum koma fram andstæður og átök. Togstreita, klisjur, andstæð sjónarmið, andstæð öfl, í raun mynd af þjóðfélagi, mynd af stjórn og stjórnarandstöðu, enda er lífið jú endalaus leit að jafnvægi og um það snýst þetta verk. Í hliðarsal, sem hefur yfirbragð sláturhúss, er einnig myndbandsverk sem bætir litlu við hið fyrra, enda um sömu myndir að ræða að því er virðist en sýndar úr fókus og í kös. Sömuleiðis er hljóðverk í heyrnartólum sem er í sama stíl og myndböndin, brotakenndar upptökur af hinum ýmsu frösum og klisjum samtímans. Í þessum sal er þó athyglisverð og illa lyktandi innsetning með fuglsvængjum og færibandi, loftbyssum og síðan hvítum efnisstranga með stórum holum í sem liggur úr færibandinu og tengist út í vegg. Það er eins og þarna hafi verið einhverjir að störfum, einhverjir að höggva vængi af fuglum, en oft er einmitt talað um að bankahrunið hafi vængstíft heila kynslóð ungra Íslendinga. Ásamt því að vera listamenn, þá eru bæði Steinunn og Ólafur þekktir aðgerðasinnar. Ólafur hefur m.a. barist fyrir náttúruvernd í Saving Iceland-hópnum en Steinunn hefur látið til sín taka á fleiri en einu sviði og er meðal annars einn níumenninganna svokölluðu sem kærðir voru fyrir árás á Alþingi. Vitandi þetta þá átti ég alveg eins von á að sýningin yrði ádeilukenndari/pólitískari en hún er, en sem betur fer er listræni þátturinn yfirsterkari. Listamennirnir nota meðvitað klisjur, frasa, tungutak og fleira sem verið hefur í umræðunni síðustu ár í sambland við hamfaramyndirnar fyrrnefndu og búa til úr öllu saman áhugaverðan og spennandi kokkteil. Í sýningarskrá tala listamennirnir um það hvernig kynslóðirnar verða leiksoppar efnahagslegra og sögulegra bákna, sem er góð áminning. Myndbandsverkið er tekið í Grikklandi og á Íslandi, tveimur stöðum sem áttu menningarlega sinn blómatíma fyrir allnokkru síðan, og mega í dag muna sinn fífil fegri í efnahagslegu tilliti. Ef maður setur þetta í samhengi við efnahagslegan veruleika í þessum löndum, þá má segja að einstaklingarnir kviksettu séu í skuldafeni, sokknir upp að hálsi, sem minnir okkur á slæma skuldastöðu ríkjanna og það hvað lagt er á komandi kynslóðir ef ekki fer að sjást til sólar. Niðurstaða: Eftirminnileg og nokkuð frumleg sýning í framsetningu, um ráðvillta kynslóð og átök fólksins við stofnanir samfélagsins og hina eilífu leit þess að jafnvægi. Gagnrýni Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum Angeli NoviNýlistasafnið Angeli Novi er listamannatvíeyki skipað Steinunni Gunnlaugsdóttur og Ólafi Páli Sigurðssyni. Sýning þeirra í Nýlistasafninu tekur yfir þrjú rými safnsins. Strax og komið er inn blasir við eins konar himneskt altari eða grafhýsi. Björgunarhringur vafinn í hvítt silki er fyrir miðju og út frá honum liggja áletraðir silkiborðar með ýmsum frösum á íslensku og ensku sem tengjast út í vegg. Fyrir neðan hringinn er lítil líkkista með áföstu snuði, sem hvílir í vöggu. Í jarðvegi fyrir neðan eru tveir kviksettir líkamar, höfuðin standa upp úr og bíta í silkiborða sem strengdur er á milli þeirra. Á borðanum stendur; Frá vöggu til grafar. Það er bjart yfir þessari fyrstu samstillingu sýningarinnar, en þegar komið er lengra inn í safnið kveður við annan og drungalegri tón. Í miðjurými safnsins er þungamiðja sýningarinnar, 20 mínútna langt myndbandsverk sem ber sama heiti og sýningin. Þetta myndband má segja að sé tónlistarvídeó, þó að það sé ekki popptónlist sem hljómi undir, heldur dramatísk og mislagræn tónlist/ hljóðrás, sem listamennirnir unnu í samstarfi við Örn Karlsson. Í forgrunni myndbandsins er kviksett fólk af ýmsu þjóðerni og á ýmsum aldri, með einungis höfuðið standandi upp úr sandinum, með áletraða silkiborða uppi í sér. Munnarnir togast síðan á, éta ofan í sig frasana, þó átökin séu eðlilega ekki mjög kraftmikil, dálítið eins og að horfa á kýr jórtra. Öllu kraftmeira er það sem gerist í bakgrunninum, en þar hefur verið klippt saman alls konar dramatískt myndefni, íslenskt og erlent, hamfarir, stríðsátök, ýmis kennileiti eins og byggingar gamlar og nýjar, hryðjuverk, virkjanir og eldar sem loga. Á silkiborðunum koma fram andstæður og átök. Togstreita, klisjur, andstæð sjónarmið, andstæð öfl, í raun mynd af þjóðfélagi, mynd af stjórn og stjórnarandstöðu, enda er lífið jú endalaus leit að jafnvægi og um það snýst þetta verk. Í hliðarsal, sem hefur yfirbragð sláturhúss, er einnig myndbandsverk sem bætir litlu við hið fyrra, enda um sömu myndir að ræða að því er virðist en sýndar úr fókus og í kös. Sömuleiðis er hljóðverk í heyrnartólum sem er í sama stíl og myndböndin, brotakenndar upptökur af hinum ýmsu frösum og klisjum samtímans. Í þessum sal er þó athyglisverð og illa lyktandi innsetning með fuglsvængjum og færibandi, loftbyssum og síðan hvítum efnisstranga með stórum holum í sem liggur úr færibandinu og tengist út í vegg. Það er eins og þarna hafi verið einhverjir að störfum, einhverjir að höggva vængi af fuglum, en oft er einmitt talað um að bankahrunið hafi vængstíft heila kynslóð ungra Íslendinga. Ásamt því að vera listamenn, þá eru bæði Steinunn og Ólafur þekktir aðgerðasinnar. Ólafur hefur m.a. barist fyrir náttúruvernd í Saving Iceland-hópnum en Steinunn hefur látið til sín taka á fleiri en einu sviði og er meðal annars einn níumenninganna svokölluðu sem kærðir voru fyrir árás á Alþingi. Vitandi þetta þá átti ég alveg eins von á að sýningin yrði ádeilukenndari/pólitískari en hún er, en sem betur fer er listræni þátturinn yfirsterkari. Listamennirnir nota meðvitað klisjur, frasa, tungutak og fleira sem verið hefur í umræðunni síðustu ár í sambland við hamfaramyndirnar fyrrnefndu og búa til úr öllu saman áhugaverðan og spennandi kokkteil. Í sýningarskrá tala listamennirnir um það hvernig kynslóðirnar verða leiksoppar efnahagslegra og sögulegra bákna, sem er góð áminning. Myndbandsverkið er tekið í Grikklandi og á Íslandi, tveimur stöðum sem áttu menningarlega sinn blómatíma fyrir allnokkru síðan, og mega í dag muna sinn fífil fegri í efnahagslegu tilliti. Ef maður setur þetta í samhengi við efnahagslegan veruleika í þessum löndum, þá má segja að einstaklingarnir kviksettu séu í skuldafeni, sokknir upp að hálsi, sem minnir okkur á slæma skuldastöðu ríkjanna og það hvað lagt er á komandi kynslóðir ef ekki fer að sjást til sólar. Niðurstaða: Eftirminnileg og nokkuð frumleg sýning í framsetningu, um ráðvillta kynslóð og átök fólksins við stofnanir samfélagsins og hina eilífu leit þess að jafnvægi.
Gagnrýni Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira