Þegar lífið skemmir mýtuna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Í síðasta mánuði streymdu Spánverjar út á stræti og torg stærstu borga þegar þjóðþingið kom saman. Mótmæltu þeir kröftuglega þeim ójöfnuði sem sú stofnun viðheldur meðan stjórnarliðar leggja lífsneista landsmanna að veði til að láta ljósið lifa í löngu framliðnum bankaræflum. José Manuel García Margallo utanríkisráðherra var í Brussel meðan á þessu stóð og svaraði með föðurlegri depurð að þessi skrílslæti væru hin verstu tíðindi. Hann virtist þó ekki miður sín vegna þeirra fjölmörgu sem komu laskaðir frá þessum leik heldur vegna þess álitshnekkis sem Spánn hlyti af þessu. „Þetta er slæmt fyrir ímynd Spánar út á við." Ég þekki þennan frasa frá mínum heimahögum en ég vona þó að hann sé farinn að láta í minni pokann fyrir háleitari hugmyndum. Þessi hégómlegi leikur sem snýst um að halda einhverri sérstakri ímynd um fyrirmyndarríki endar yfirleitt svo kjánalega þegar grímulaus veruleikinn knýr dyra. Við Íslendingar höfum ekki verið neinir eftirbátar í þessum ímyndarleik. Stjórnmálamenn og stjórnendur stórfyrirtæka virðast enn vera firrtir af hugmyndum gömlu einræðisherranna og mega hreinlega ekki til þess vita að einhver í þeirra liði láti óánægju sína í ljós eða leyfi sér að efast um að topparnir séu fullkomnir. Heill haugur fólks er ráðinn til starfa til að halda firrandi hugmyndum á lofti um fyrirtæki og stjórnmálaöfl. Þegar ég starfaði sem blaðamaður leiddist mér mjög hvernig stórfyrirtæki meinuðu mér nær alltaf að tala við lægst setta vinnufólkið sitt, sem kunni ekki biblíusögurnar sem málpípurnar tuggðu í okkur fjölmiðlamenn. Einu sinni var ég að fjalla um ástand útlendinga á íslenskum vinnumarkaði og leitaði til eins stórfyrirtækis, þar sem starfsmannastjóri var látinn hafa til fyrir mig viðmælendur. Annar þeirra var Svíi og hinn hálfur Íslendingur. Það átti greinilega ekki að láta neina launalitla ding-donga skemma fyrirtækjamýtuna. Það væri nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast þess hvernig við Íslendingar gerðum okkur að fíflum með þessum ímyndarleik þar sem pappadrengir báru lygahróður um hina hugdjörfu víkinga. Svo kemur veruleikinn sjálfur, svo kaldur og grímulaus, einn daginn og bankar upp á. Þá er alveg sama hversu sminkið er þykkt og fagurt, bindið dýrt og tungan lipur í lyginni. Það er nefnilega þá sem í ljós kemur úr hverju maðurinn er gerður. Og það var fyrst þá, þegar kaldur veruleikinn kýldi úr okkur hrokann og sjálfsblekkinguna, sem við fórum að geta okkur orðstír sem alvöru þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Í síðasta mánuði streymdu Spánverjar út á stræti og torg stærstu borga þegar þjóðþingið kom saman. Mótmæltu þeir kröftuglega þeim ójöfnuði sem sú stofnun viðheldur meðan stjórnarliðar leggja lífsneista landsmanna að veði til að láta ljósið lifa í löngu framliðnum bankaræflum. José Manuel García Margallo utanríkisráðherra var í Brussel meðan á þessu stóð og svaraði með föðurlegri depurð að þessi skrílslæti væru hin verstu tíðindi. Hann virtist þó ekki miður sín vegna þeirra fjölmörgu sem komu laskaðir frá þessum leik heldur vegna þess álitshnekkis sem Spánn hlyti af þessu. „Þetta er slæmt fyrir ímynd Spánar út á við." Ég þekki þennan frasa frá mínum heimahögum en ég vona þó að hann sé farinn að láta í minni pokann fyrir háleitari hugmyndum. Þessi hégómlegi leikur sem snýst um að halda einhverri sérstakri ímynd um fyrirmyndarríki endar yfirleitt svo kjánalega þegar grímulaus veruleikinn knýr dyra. Við Íslendingar höfum ekki verið neinir eftirbátar í þessum ímyndarleik. Stjórnmálamenn og stjórnendur stórfyrirtæka virðast enn vera firrtir af hugmyndum gömlu einræðisherranna og mega hreinlega ekki til þess vita að einhver í þeirra liði láti óánægju sína í ljós eða leyfi sér að efast um að topparnir séu fullkomnir. Heill haugur fólks er ráðinn til starfa til að halda firrandi hugmyndum á lofti um fyrirtæki og stjórnmálaöfl. Þegar ég starfaði sem blaðamaður leiddist mér mjög hvernig stórfyrirtæki meinuðu mér nær alltaf að tala við lægst setta vinnufólkið sitt, sem kunni ekki biblíusögurnar sem málpípurnar tuggðu í okkur fjölmiðlamenn. Einu sinni var ég að fjalla um ástand útlendinga á íslenskum vinnumarkaði og leitaði til eins stórfyrirtækis, þar sem starfsmannastjóri var látinn hafa til fyrir mig viðmælendur. Annar þeirra var Svíi og hinn hálfur Íslendingur. Það átti greinilega ekki að láta neina launalitla ding-donga skemma fyrirtækjamýtuna. Það væri nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast þess hvernig við Íslendingar gerðum okkur að fíflum með þessum ímyndarleik þar sem pappadrengir báru lygahróður um hina hugdjörfu víkinga. Svo kemur veruleikinn sjálfur, svo kaldur og grímulaus, einn daginn og bankar upp á. Þá er alveg sama hversu sminkið er þykkt og fagurt, bindið dýrt og tungan lipur í lyginni. Það er nefnilega þá sem í ljós kemur úr hverju maðurinn er gerður. Og það var fyrst þá, þegar kaldur veruleikinn kýldi úr okkur hrokann og sjálfsblekkinguna, sem við fórum að geta okkur orðstír sem alvöru þjóð.