Soundgarden snýr aftur 8. nóvember 2012 00:01 Chris Cornell og Kim Thayil á tónleikum með Soundgarden fyrir skömmu. Hljómsveitin gefur eftir helgi út plötuna King Animal. nordicphotos/getty Soundgarden varð fyrsta gruggsveitin til að semja við stórt útgáfufyrirtæki, A&M, en sló ekki í gegn fyrr en Nirvana, Pearl Jam og Alice in Chains höfðu komið grugginu á kortið. Vinsælasta plata hljómsveitarinnar var Superunknown. Hún náði efsta sæti Billboard-listans og á henni voru smáskífulögin Black Hole Sun og Spoonman. Rokkararnir í Soundgarden hafa snúið aftur með nýja plötu eftir fimmtán ára hlé. Fyrsta smáskífulagið heitir Been Away Too Long. Eftir fimmtán ára hlé eru Seattle-rokkararnir í Soundgarden mættir aftur með nýja plötu, King Animal. Síðan þeir komu aftur saman fyrir tveimur árum hafa þeir verið að taka upp ný lög og afraksturinn er King Animal sem kemur út eftir helgi. Upptökustjóri var Adam Kasper sem hefur starfað með Foo Fighters, Queens of the Stone Age og Pearl Jam. Í nýlegu viðtali við NME segir söngvarinn Chris Cornell að á plötunni haldi þeir áfram þar sem frá var horfið á þeirri síðustu. "Allir meðlimirnir semja lögin og þess vegna er þetta mjög fjölbreytt plata," sagði hann. Fyrsta smáskífulagið heitir Been Away Too Long og þar er að sjálfsögðu vísað í hina löngu fjarveru Soundgarden frá sviðsljósinu. Hljómsveitin hætti störfum árið 1997, skömmu eftir að Down on the Upside kom út. Sú plata fékk fínar viðtökur. Hún náði öðru sætinu á bandaríska Billboard-listan um og tvö smáskífulög, Burden in My Hand og Blow Up the Outside World, fóru á toppinn. Skömmu síðar, eða 1997, hætti Soundgarden. Menn voru orðnir þreyttir á stöðugu tónleikahaldi og einnig hver á öðrum. Að auki höfðu þeir deilt um framtíðarhljóm sveitarinnar. Söngvarinn Chris Cornell vildi draga úr þungum gítarriffunum og prófa nýjar og léttari slóðir, við litla hrifningu gítarleikarans Kim Thayil. Cornell hafði í nógu að snúast í "fríinu". Hann hóf sólóferil og gaf út Euphoria Morning árið 1999. Tveimur árum síðar stofnaði hann rokksveitina Audioslave með fyrrverandi meðlimum Rage Against the Machine. Eftir gott gengi hennar hætti Cornell og hún leystist upp. Söngvarinn gaf út tvær sólóplötur til viðbótar, sem fengu heldur dræm viðbrögð. Thayil spilaði inn á plötu Probot, hliðarverkefnis Dave Grohl, en hafði sig annars lítið í frammi. Trommarinn Matt Cameron hafði meira að gera því hann spilaði með The Smashing Pumpkins á plötunni Adore en gekk svo til liðs við Pearl Jam og hefur spilað inn á fjórar plötur með þeirri sveit. Bassaleikarinn Ben Sheperd spilaði með Mark Lanegan, fyrrverandi söngvara Screaming Trees. Soundgarden hefur verið á tónleikaferð á þessu ári og nýlega var tilkynnt um spilamennsku á tónleikunum Hard Rock Calling sem verða í Hyde Park í London næsta sumar. Iggy & The Stooges og Cold Chisel koma þar einnig fram. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Soundgarden varð fyrsta gruggsveitin til að semja við stórt útgáfufyrirtæki, A&M, en sló ekki í gegn fyrr en Nirvana, Pearl Jam og Alice in Chains höfðu komið grugginu á kortið. Vinsælasta plata hljómsveitarinnar var Superunknown. Hún náði efsta sæti Billboard-listans og á henni voru smáskífulögin Black Hole Sun og Spoonman. Rokkararnir í Soundgarden hafa snúið aftur með nýja plötu eftir fimmtán ára hlé. Fyrsta smáskífulagið heitir Been Away Too Long. Eftir fimmtán ára hlé eru Seattle-rokkararnir í Soundgarden mættir aftur með nýja plötu, King Animal. Síðan þeir komu aftur saman fyrir tveimur árum hafa þeir verið að taka upp ný lög og afraksturinn er King Animal sem kemur út eftir helgi. Upptökustjóri var Adam Kasper sem hefur starfað með Foo Fighters, Queens of the Stone Age og Pearl Jam. Í nýlegu viðtali við NME segir söngvarinn Chris Cornell að á plötunni haldi þeir áfram þar sem frá var horfið á þeirri síðustu. "Allir meðlimirnir semja lögin og þess vegna er þetta mjög fjölbreytt plata," sagði hann. Fyrsta smáskífulagið heitir Been Away Too Long og þar er að sjálfsögðu vísað í hina löngu fjarveru Soundgarden frá sviðsljósinu. Hljómsveitin hætti störfum árið 1997, skömmu eftir að Down on the Upside kom út. Sú plata fékk fínar viðtökur. Hún náði öðru sætinu á bandaríska Billboard-listan um og tvö smáskífulög, Burden in My Hand og Blow Up the Outside World, fóru á toppinn. Skömmu síðar, eða 1997, hætti Soundgarden. Menn voru orðnir þreyttir á stöðugu tónleikahaldi og einnig hver á öðrum. Að auki höfðu þeir deilt um framtíðarhljóm sveitarinnar. Söngvarinn Chris Cornell vildi draga úr þungum gítarriffunum og prófa nýjar og léttari slóðir, við litla hrifningu gítarleikarans Kim Thayil. Cornell hafði í nógu að snúast í "fríinu". Hann hóf sólóferil og gaf út Euphoria Morning árið 1999. Tveimur árum síðar stofnaði hann rokksveitina Audioslave með fyrrverandi meðlimum Rage Against the Machine. Eftir gott gengi hennar hætti Cornell og hún leystist upp. Söngvarinn gaf út tvær sólóplötur til viðbótar, sem fengu heldur dræm viðbrögð. Thayil spilaði inn á plötu Probot, hliðarverkefnis Dave Grohl, en hafði sig annars lítið í frammi. Trommarinn Matt Cameron hafði meira að gera því hann spilaði með The Smashing Pumpkins á plötunni Adore en gekk svo til liðs við Pearl Jam og hefur spilað inn á fjórar plötur með þeirri sveit. Bassaleikarinn Ben Sheperd spilaði með Mark Lanegan, fyrrverandi söngvara Screaming Trees. Soundgarden hefur verið á tónleikaferð á þessu ári og nýlega var tilkynnt um spilamennsku á tónleikunum Hard Rock Calling sem verða í Hyde Park í London næsta sumar. Iggy & The Stooges og Cold Chisel koma þar einnig fram.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira