Að týna árum ævi sinnar Teitur Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Umfjöllun um streitu og vanlíðan hefur verið mjög mikil frá því við hlustuðum á ávarp Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, þar sem hann bað guð að blessa Ísland. Ég verð að viðurkenna að á þeim tíma þegar ég horfði á hann ljúka máli sínu með þessum orðum þá fann ég fyrir einhverri undarlegri tilfinningu sem er erfitt að lýsa en var sennilega sambland af ótta, óvissu og öryggisleysi. En ég fann jafnframt að ég fylltist einhverjum eldmóði og þjóðerniskennd. Þetta voru undarlegir tímar og flestir muna eflaust eftir því hvar þeir voru staddir á þeim tíma sem Geir talaði til þjóðarinnar svona svipað og þegar árásirnar voru gerðar á New York forðum. Allar götur síðan hefur verið tilfinnanlega meira ójafnvægi í samfélaginu, reiði og heift jafnvel. Mikil umræða hefur verið um samfélagslega ábyrgð og hafa leikreglurnar verið skrifaðar eilítið upp á nýtt. Almenningur lætur til sín taka meira en áður og öðruvísi. Samfélagsmiðlar og blogg hafa dafnað og má vissulega segja að við lifum á breyttum tímum hvað varðar tjáningu einstaklinga og opinbera umræðu. Þessu fylgja ýmis vandamál sem tengja má við heilsu og líðan fólks, en við læknar sem störfum daglega í samskiptum við fólk í öllum þjóðfélagshópum, þvert á menntunarstig og tekjumöguleika sjáum líka breytingu. Við höfum heyrt af því að tíðni sjálfsvígstilrauna hafi aukist, álag á heilsugæslustöðvar og sjúkrahús hefur verið mikið. Á sama tíma og dregin hafa verið saman seglin vegna niðurskurðar hefur vanlíðan líklega aukist. Þá hefur verið fjallað um flótta lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks til annarra landa. Við höfum eflaust glatað einhverju af okkar hæfileikaríka fólki í öðrum greinum sömu leið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni landsins til lengri tíma litið. Ísland er vonandi að ná sér upp úr þeirri kreppu sem við lentum í árið 2008, margir segjast sjá þess merki, enn aðrir telja okkur trú um að svo sé ekki. Hverju á almenningur að trúa? Enn erum við að kljást við umræðu vegna lána, erlendra sem verðtryggðra og afleiðingar hrunsins, óvissuástand ríkir um veigamikla þætti í samfélagi okkar eins og rekstur velferðarkerfisins, öryggi sjúklinga virðist ógnað í öðrum hverjum fréttatíma núorðið og sökum plássleysis á sjúkrahúsi allra landsmanna liggja sjúklingar á göngunum. Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur meira að segja hótað að loka Landspítalanum verði ekki gerð bragarbót á. Þannig mætti reyndar lengi telja, er þá nokkuð skrítið að fólk finni fyrir óöryggi og vanlíðan? Þegar öllu er á botninn hvolft er niðurstaðan sú að við höfum lifað við mikla óvissu undanfarin ár, umtalsvert atvinnuleysi og litla fjárfestingu hvert sem litið er, nær stöðuga neikvæða umræðu og bölsýni. Það er þessi óvissa sem hefur verulega neikvæð áhrif á okkur og veldur mikill streitu. Það má færa rök fyrir því að slíkt ástand ýti undir sjúkdóma og hrörnun og ég vil halda því fram að það stytti líf einstaklinga að vera undir slíku álagi til lengri tíma. Því mætti segja að við höfum hugsanlega týnt einhverjum hluta ævi okkar vegna þessa. Við verðum að einbeita okkur að því að draga fram hinar jákvæðu hliðar lífsins og njóta þess, finna kraft til að framkvæma og horfa fram á veginn, á sama tíma og við stöndum enn sumpart upp í mitti í miðri á við að endurreisa Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Umfjöllun um streitu og vanlíðan hefur verið mjög mikil frá því við hlustuðum á ávarp Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, þar sem hann bað guð að blessa Ísland. Ég verð að viðurkenna að á þeim tíma þegar ég horfði á hann ljúka máli sínu með þessum orðum þá fann ég fyrir einhverri undarlegri tilfinningu sem er erfitt að lýsa en var sennilega sambland af ótta, óvissu og öryggisleysi. En ég fann jafnframt að ég fylltist einhverjum eldmóði og þjóðerniskennd. Þetta voru undarlegir tímar og flestir muna eflaust eftir því hvar þeir voru staddir á þeim tíma sem Geir talaði til þjóðarinnar svona svipað og þegar árásirnar voru gerðar á New York forðum. Allar götur síðan hefur verið tilfinnanlega meira ójafnvægi í samfélaginu, reiði og heift jafnvel. Mikil umræða hefur verið um samfélagslega ábyrgð og hafa leikreglurnar verið skrifaðar eilítið upp á nýtt. Almenningur lætur til sín taka meira en áður og öðruvísi. Samfélagsmiðlar og blogg hafa dafnað og má vissulega segja að við lifum á breyttum tímum hvað varðar tjáningu einstaklinga og opinbera umræðu. Þessu fylgja ýmis vandamál sem tengja má við heilsu og líðan fólks, en við læknar sem störfum daglega í samskiptum við fólk í öllum þjóðfélagshópum, þvert á menntunarstig og tekjumöguleika sjáum líka breytingu. Við höfum heyrt af því að tíðni sjálfsvígstilrauna hafi aukist, álag á heilsugæslustöðvar og sjúkrahús hefur verið mikið. Á sama tíma og dregin hafa verið saman seglin vegna niðurskurðar hefur vanlíðan líklega aukist. Þá hefur verið fjallað um flótta lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks til annarra landa. Við höfum eflaust glatað einhverju af okkar hæfileikaríka fólki í öðrum greinum sömu leið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni landsins til lengri tíma litið. Ísland er vonandi að ná sér upp úr þeirri kreppu sem við lentum í árið 2008, margir segjast sjá þess merki, enn aðrir telja okkur trú um að svo sé ekki. Hverju á almenningur að trúa? Enn erum við að kljást við umræðu vegna lána, erlendra sem verðtryggðra og afleiðingar hrunsins, óvissuástand ríkir um veigamikla þætti í samfélagi okkar eins og rekstur velferðarkerfisins, öryggi sjúklinga virðist ógnað í öðrum hverjum fréttatíma núorðið og sökum plássleysis á sjúkrahúsi allra landsmanna liggja sjúklingar á göngunum. Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur meira að segja hótað að loka Landspítalanum verði ekki gerð bragarbót á. Þannig mætti reyndar lengi telja, er þá nokkuð skrítið að fólk finni fyrir óöryggi og vanlíðan? Þegar öllu er á botninn hvolft er niðurstaðan sú að við höfum lifað við mikla óvissu undanfarin ár, umtalsvert atvinnuleysi og litla fjárfestingu hvert sem litið er, nær stöðuga neikvæða umræðu og bölsýni. Það er þessi óvissa sem hefur verulega neikvæð áhrif á okkur og veldur mikill streitu. Það má færa rök fyrir því að slíkt ástand ýti undir sjúkdóma og hrörnun og ég vil halda því fram að það stytti líf einstaklinga að vera undir slíku álagi til lengri tíma. Því mætti segja að við höfum hugsanlega týnt einhverjum hluta ævi okkar vegna þessa. Við verðum að einbeita okkur að því að draga fram hinar jákvæðu hliðar lífsins og njóta þess, finna kraft til að framkvæma og horfa fram á veginn, á sama tíma og við stöndum enn sumpart upp í mitti í miðri á við að endurreisa Ísland.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun