Ný barnatrygging og tryggingaráðgjafi á netinu 15. nóvember 2012 00:01 Vigfús og Ragnheiður segja slys og sjúkdóma ekki síður hafa áhrif á börn en fullorðna, því þau geta haft í för með sér sjúkrahúsvist eða krafist sérstakrar umönnunar á heimili og ekki síst geta varanlegar afleiðingar þeirra skert möguleika barnsins á að afla sér tekna í framtíðinni. MYND/GVA Ráðgjafinn á heimasíðu okkar, www.bornogforeldrar.tm.is, er nýjung á Íslandi," segir Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu hjá Tryggingamiðstöðinni. "Hann er reiknivél þar sem þú getur slegið inn ýmsar forsendur varðandi tekjur þínar, skuldir og fjölskylduhagi og fengið strax tillögu að líf- og heilsutryggingum fyrir alla fjölskylduna, þar með talið barnatryggingum, svo og hugmynd um mánaðarlegt iðgjald. Þetta er hægt án þess að vera í sambandi við ráðgjafa hjá okkur en við erum að sjálfsögðu til taks ef þú vilt fara betur yfir málin, til dæmis að skoða aðrar útfærslur." En hvað er barnatrygging? Er virkilega nauðsynlegt að kaupa tryggingar fyrir börn? Því svarar Vigfús M. Vigfússon, vörustjóri persónutrygginga hjá TM: "Slys og sjúkdómar hafa ekki síður áhrif á börn en fullorðna, því þau geta haft í för með sér sjúkrahúsvist eða krafist sérstakrar umönnunar á heimili og ekki síst geta varanlegar afleiðingar þeirra skert möguleika barnsins á að afla sér tekna í framtíðinni. Við hleyptum Barnatryggingu TM af stokkunum í byrjun október og við þróun hennar lögðum við áherslu á þessa þætti. Tryggingin greiðir dagpeninga í allt að eitt ár ef barnið þarf að liggja á sjúkrahúsi í fimm daga eða lengur. Hún tryggir þeim sem eiga rétt á umönnunarbótum frá almannatryggingum vegna veikinda barna mánaðarlegar bætur í allt að tíu ár. Þá innifelur hún bætur vegna læknisfræðilegrar örorku hvort sem er af völdum sjúkdóma og slysa. Hægt er að kaupa barnatryggingu fyrir börn frá þriggja mánaða aldri til 15 ára en hún gildir lengur, sjúkrahúsdagpeningar og örorkubætur að 18 ára aldri barnsins auk þess sem það nýtur örorkuverndar þar til það verður 25 ára." Er dýrt að tryggja börnin? "Nei, það er alls ekki svo dýrt, ekki miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi. Við bjóðum Barnatryggingu í tveimur útfærslum þar sem munurinn liggur í misháum vátryggingarfjárhæðum og er iðgjaldið um 1.000 til 1.500 krónur á mánuði, allt eftir því hvaða leið er valin og umfangi viðskipta hjá TM." Hægt er að komast á heimasíðuna hér. Mikilvægt að þekkja rétt sinnMikilvægt er að hver og einn miði við sínar aðstæður þegar ákvörðun er tekin um tryggingavernd. TM mælir líka með að fólk kynni sér réttindi sín hjá vinnuveitanda, stéttarfélagi eða lífeyrissjóði og miði tryggingarnar að því að brúa bilið á milli tekna sinna og áðurnefndra réttinda. Alvarleg veikindi barna geta sett strik í reikninginn fyrir foreldra þeirra og skert hæfni þeirra til að afla tekna síðar á lífsleiðinni. Þessir þættir voru fyrst og fremst hafðir í huga þegar Barnatrygging TM var þróuð. Sjúkdómatrygging TM innifelur líka vernd fyrir börn vátryggðs frá þriggja mánaða aldri til 18 ára. Bætur eru greiddar vátryggðum sem síðan getur varið þeim ýmist til að bregðast við tekjumissi eða auknum útgjöldum eða jafnvel lagt það inn á bankareikning til ráðstöfunar fyrir barnið síðar. Sjúkdómatryggingar ná til tiltekinna sjúkdóma og greiða bætur við staðfesta greiningu þeirra eins og nánar er tilgreint í skilmálum. Nú hefur færst í vöxt að fólk kaupi örorkutryggingu vegna sjúkdóma og/eða slysa til að fá fyllri vernd. Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Ráðgjafinn á heimasíðu okkar, www.bornogforeldrar.tm.is, er nýjung á Íslandi," segir Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu hjá Tryggingamiðstöðinni. "Hann er reiknivél þar sem þú getur slegið inn ýmsar forsendur varðandi tekjur þínar, skuldir og fjölskylduhagi og fengið strax tillögu að líf- og heilsutryggingum fyrir alla fjölskylduna, þar með talið barnatryggingum, svo og hugmynd um mánaðarlegt iðgjald. Þetta er hægt án þess að vera í sambandi við ráðgjafa hjá okkur en við erum að sjálfsögðu til taks ef þú vilt fara betur yfir málin, til dæmis að skoða aðrar útfærslur." En hvað er barnatrygging? Er virkilega nauðsynlegt að kaupa tryggingar fyrir börn? Því svarar Vigfús M. Vigfússon, vörustjóri persónutrygginga hjá TM: "Slys og sjúkdómar hafa ekki síður áhrif á börn en fullorðna, því þau geta haft í för með sér sjúkrahúsvist eða krafist sérstakrar umönnunar á heimili og ekki síst geta varanlegar afleiðingar þeirra skert möguleika barnsins á að afla sér tekna í framtíðinni. Við hleyptum Barnatryggingu TM af stokkunum í byrjun október og við þróun hennar lögðum við áherslu á þessa þætti. Tryggingin greiðir dagpeninga í allt að eitt ár ef barnið þarf að liggja á sjúkrahúsi í fimm daga eða lengur. Hún tryggir þeim sem eiga rétt á umönnunarbótum frá almannatryggingum vegna veikinda barna mánaðarlegar bætur í allt að tíu ár. Þá innifelur hún bætur vegna læknisfræðilegrar örorku hvort sem er af völdum sjúkdóma og slysa. Hægt er að kaupa barnatryggingu fyrir börn frá þriggja mánaða aldri til 15 ára en hún gildir lengur, sjúkrahúsdagpeningar og örorkubætur að 18 ára aldri barnsins auk þess sem það nýtur örorkuverndar þar til það verður 25 ára." Er dýrt að tryggja börnin? "Nei, það er alls ekki svo dýrt, ekki miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi. Við bjóðum Barnatryggingu í tveimur útfærslum þar sem munurinn liggur í misháum vátryggingarfjárhæðum og er iðgjaldið um 1.000 til 1.500 krónur á mánuði, allt eftir því hvaða leið er valin og umfangi viðskipta hjá TM." Hægt er að komast á heimasíðuna hér. Mikilvægt að þekkja rétt sinnMikilvægt er að hver og einn miði við sínar aðstæður þegar ákvörðun er tekin um tryggingavernd. TM mælir líka með að fólk kynni sér réttindi sín hjá vinnuveitanda, stéttarfélagi eða lífeyrissjóði og miði tryggingarnar að því að brúa bilið á milli tekna sinna og áðurnefndra réttinda. Alvarleg veikindi barna geta sett strik í reikninginn fyrir foreldra þeirra og skert hæfni þeirra til að afla tekna síðar á lífsleiðinni. Þessir þættir voru fyrst og fremst hafðir í huga þegar Barnatrygging TM var þróuð. Sjúkdómatrygging TM innifelur líka vernd fyrir börn vátryggðs frá þriggja mánaða aldri til 18 ára. Bætur eru greiddar vátryggðum sem síðan getur varið þeim ýmist til að bregðast við tekjumissi eða auknum útgjöldum eða jafnvel lagt það inn á bankareikning til ráðstöfunar fyrir barnið síðar. Sjúkdómatryggingar ná til tiltekinna sjúkdóma og greiða bætur við staðfesta greiningu þeirra eins og nánar er tilgreint í skilmálum. Nú hefur færst í vöxt að fólk kaupi örorkutryggingu vegna sjúkdóma og/eða slysa til að fá fyllri vernd.
Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira