Handbolti

Aldrei verið meiri breidd í landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Þór Jóhannsson.
Ágúst Þór Jóhannsson. Mynd/Pjetur
Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið erfitt að taka út þá 22 leikmenn sem hann valdi í æfingahóp sinn fyrir EM í Serbíu. Það verði enn erfiðara að skera hópinn niður í sextán leikmenn sem munu svo halda utan.

„Aldrei í minni tíð sem landsliðsþjálfari hefur verið svo mikil breidd í hópnum. Það eru margir góðir leikmenn sem gerðu tilkall til sætis og því miður eru nokkrir sterkir leikmenn sem ekki eru í hópnum að þessu sinni. En þetta er vissulega jákvætt vandamál," segir Ágúst.

„Ég held að góð vinna HSÍ og félaganna í landinu sé að skila sér. Þá hefur árangur landsliðsins síðustu ár eflt ungar handknattleikskonur og hvatt þær til að leggja enn meira á sig. Það hefur átt sér stað jákvæð hugarfarsbreyting og ríkir mikill metnaður í handboltanum hér heima," bætir hann við.

Ágúst segir að fyrsta markmið Íslands á EM í Serbíu sé einfalt. „Við ætlum okkur að komast upp úr riðlinum. Við vitum að það verður erfitt og krefjandi en það er líka skemmtilegt að takast á við slík verkefni. Það væri metnaðarleysi að ætla sér ekki áfram en ég tel það raunhæft markmið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×