Lífið

Lag í minningu Sigursteins

Í dag eru liðnir tíu mánuðir síðan knattspyrnumaðurinn- og þjálfarinn Sigursteinn Gíslason lést eftir erfið veikindi. Söngkonan Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, sem er æskuvinkona Sigursteins og ekkju hans Önnu Elínar, hefur unnið að nýju lagi í minningu hans.

Það heitir Gleðitár og var textinn byggður á orðum Steina: „Ef þið ætlið að gráta, hafið það þá gleðitár vegna góðrar minninga". Áslaug fékk Kristján Hreinsson til að gera íslenskan texta við lagið What If sem er úr myndinni Christmas Carol. Gleðitár er nú fáanlegt á Tonlist.is og rennur allur ágóðinn af sölu þess í framtíðarstjóð barna þeirra Sigursteins og Önnu Elínar.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.