Ég er eldri en Sighvatur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. Ég er að kenna unglingum í kaþólskum skóla og þar fékk ég tækifærið til þess að komast að því að ég er orðinn svo gamall að Sighvatur Björgvinsson virðist unglingshippi í samanburðinum. Aldurinn er nefnilega ekki tala heldur tilhugalíf sem segir til um það hvað kætir hugann. Og hvað kætir huga minn? Þessi spurning er ógnvænleg fyrir mann sem finnst Justin Bieber óhugnanlegur en Bítlarnir flottastir. Með smá ýkjum segi ég að Bubbi og Stuðmenn séu það eina sem gerst hafi eftir Woodstock. Þetta er náttúrlega sikk. Og svona er þetta allt saman, allt var betra í gamla daga. Þetta er meira að segja farið að ná svo langt að ég hygg að stjórnarskrár hafi verið miklu skemmtilegri hér áður þegar skáld voru inn en teknókrötum safnað í geldingarkóra. Voru ekki stjórnarskrár Frakka og Bandaríkjamanna hreinn frelsisóður í fyrstu atrennu? Og í fyrstu stjórnarskrá Grikkja sagði eitthvað á þessa leið: ?Grikkland er frjálst ríki, sá sem stígur fæti á gríska grund telst umsvifalaust frjáls maður þó hann hafi gengið kaupum og sölum annars staðar.? Hvað varð um andagift á við þessa sem rataði í opinber plögg hér í fyrri tíð? Meira að segja spænska stjórnarskráin sem var skrifuð eftir að Franco lauk nösum er orðin svo nútímaleg að það er hægt að vitna í hana til að koma í veg fyrir að hluti landsmanna fái að ákveða framtíð sína. Ég er reyndar ekkert spenntur fyrir því að Katalónía slíti sig frá Spáni en sá er vilji stjórnarmanna þar og líklega meirihluta íbúa. En vandinn er sá að það er ekki hægt að kanna vilja íbúa til þessa máls í þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórnarskráin leyfir það ekki. Hún bannar að hugur íbúanna sé kannaður, pældu í því, myndu unglingarnir segja. Ég er orðinn svo elliær að ég er nánast genginn í barndóm. Mig langar í stjórnarskrá sem er skrifuð af andagift eins og í gamla daga þegar menn (Voltaire) sögðu „ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun fram í rauðan dauðann verja rétt þinn til þess að halda skoðun þinni fram“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. Ég er að kenna unglingum í kaþólskum skóla og þar fékk ég tækifærið til þess að komast að því að ég er orðinn svo gamall að Sighvatur Björgvinsson virðist unglingshippi í samanburðinum. Aldurinn er nefnilega ekki tala heldur tilhugalíf sem segir til um það hvað kætir hugann. Og hvað kætir huga minn? Þessi spurning er ógnvænleg fyrir mann sem finnst Justin Bieber óhugnanlegur en Bítlarnir flottastir. Með smá ýkjum segi ég að Bubbi og Stuðmenn séu það eina sem gerst hafi eftir Woodstock. Þetta er náttúrlega sikk. Og svona er þetta allt saman, allt var betra í gamla daga. Þetta er meira að segja farið að ná svo langt að ég hygg að stjórnarskrár hafi verið miklu skemmtilegri hér áður þegar skáld voru inn en teknókrötum safnað í geldingarkóra. Voru ekki stjórnarskrár Frakka og Bandaríkjamanna hreinn frelsisóður í fyrstu atrennu? Og í fyrstu stjórnarskrá Grikkja sagði eitthvað á þessa leið: ?Grikkland er frjálst ríki, sá sem stígur fæti á gríska grund telst umsvifalaust frjáls maður þó hann hafi gengið kaupum og sölum annars staðar.? Hvað varð um andagift á við þessa sem rataði í opinber plögg hér í fyrri tíð? Meira að segja spænska stjórnarskráin sem var skrifuð eftir að Franco lauk nösum er orðin svo nútímaleg að það er hægt að vitna í hana til að koma í veg fyrir að hluti landsmanna fái að ákveða framtíð sína. Ég er reyndar ekkert spenntur fyrir því að Katalónía slíti sig frá Spáni en sá er vilji stjórnarmanna þar og líklega meirihluta íbúa. En vandinn er sá að það er ekki hægt að kanna vilja íbúa til þessa máls í þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórnarskráin leyfir það ekki. Hún bannar að hugur íbúanna sé kannaður, pældu í því, myndu unglingarnir segja. Ég er orðinn svo elliær að ég er nánast genginn í barndóm. Mig langar í stjórnarskrá sem er skrifuð af andagift eins og í gamla daga þegar menn (Voltaire) sögðu „ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun fram í rauðan dauðann verja rétt þinn til þess að halda skoðun þinni fram“.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun