Grímulaust réttlæti Stígur Helgason skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Ég hef ekki tölu á þeim myndum sem ég hef séð af bandarískum frægðarmennum í annarlegu ástandi, teknum á lögreglustöð eftir að þau hafa skandalíserað svo yfir sig að yfirvöld þurfa að grípa í taumana. Elvis, James Brown, Paris Hilton, Hugh Grant, Lindsay Lohan, Nick Nolte, Johnny Cash, OJ Simpson, Vanilla Ice, Larry King, Al Pacino, Jane Fonda, Jay-Z, Janis Joplin, Frank Sinatra…það væri hægt að fylla þennan pistil af nöfnum. Fólkið er misljótt, misútgrátið, með misvírað hár og misblóðhlaupin augu. Enda kallast þessi fyrirbæri "mugshots" upp á ensku – trýnismyndir. Það er gert ráð fyrir að þær séu ljótar. Fyrsta og eina svona myndin sem ég hef séð af íslensku selebbi var myndin af Sigurði Einarssyni sem sérstakur saksóknari sendi Interpol til að fylgja alþjóðlegri eftirlýsingu. Hún var ekki mjög krassandi. Samt hef ég stundum öfundað kollega mína vestanhafs af því að hafa svona greiðan aðgang að myndum frá lögreglunni af öllum sem eru handteknir. Þar er mönnum aldeilis umhugað um gagnsæi, hugsa ég, en átta mig yfirleitt jafnharðan á því að auðvitað er þetta sumpart alveg galið. Til samanburðar eru íslenskar reglur og venjur um þessi mál hins vegar fullteprulegar. Vilji fjölmiðlamenn birta mynd af stórtækum glæpon þurfa þeir annaðhvort að stela gamalli mynd af netinu ef hún er á annað borð til og krossleggja svo fingur í von um að þeir verði ekki lögsóttir, eða sitja fyrir þeim í héraðsdómi og vona að þeir sjálfir eða lögreglan hafi ekki pakkað þeim inn í tíu númerum of stóra úlpu og vafið svo tóbaksklút utan um hausinn á þeim. Íslenskir glæpamenn vilja jafnan ekki að almenningur þekki þá í sjón og það er látið eftir þeim nema fjölmiðlar finni hjáleið. Nú vill Siv Friðleifsdóttir gera það að einu af sínum síðustu verkum á þingi að þrengja enn að möguleikum fjölmiðla til að sýna fólki glæpamenn, með því að banna allar myndatökur í dómshúsum með lögum. Það er svo sem engin ástæða til að efast um að Siv geri þetta af góðum hug, hún hefur reynt á eigin skinni að það getur verið aðilum að dómsmálum enn þungbærara en ella að mæta myndavélum á leið til réttarhalda. Þingmenn verða hins vegar að velta fyrir sér hvort sé meira mál: að hömlur séu settar á fréttaflutning eða að menn þurfi að skýla sér með dagblaði. Annars er óþarfi að örvænta. Ef með þarf er Fréttablaðið með Halldór Baldursson í startholunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun
Ég hef ekki tölu á þeim myndum sem ég hef séð af bandarískum frægðarmennum í annarlegu ástandi, teknum á lögreglustöð eftir að þau hafa skandalíserað svo yfir sig að yfirvöld þurfa að grípa í taumana. Elvis, James Brown, Paris Hilton, Hugh Grant, Lindsay Lohan, Nick Nolte, Johnny Cash, OJ Simpson, Vanilla Ice, Larry King, Al Pacino, Jane Fonda, Jay-Z, Janis Joplin, Frank Sinatra…það væri hægt að fylla þennan pistil af nöfnum. Fólkið er misljótt, misútgrátið, með misvírað hár og misblóðhlaupin augu. Enda kallast þessi fyrirbæri "mugshots" upp á ensku – trýnismyndir. Það er gert ráð fyrir að þær séu ljótar. Fyrsta og eina svona myndin sem ég hef séð af íslensku selebbi var myndin af Sigurði Einarssyni sem sérstakur saksóknari sendi Interpol til að fylgja alþjóðlegri eftirlýsingu. Hún var ekki mjög krassandi. Samt hef ég stundum öfundað kollega mína vestanhafs af því að hafa svona greiðan aðgang að myndum frá lögreglunni af öllum sem eru handteknir. Þar er mönnum aldeilis umhugað um gagnsæi, hugsa ég, en átta mig yfirleitt jafnharðan á því að auðvitað er þetta sumpart alveg galið. Til samanburðar eru íslenskar reglur og venjur um þessi mál hins vegar fullteprulegar. Vilji fjölmiðlamenn birta mynd af stórtækum glæpon þurfa þeir annaðhvort að stela gamalli mynd af netinu ef hún er á annað borð til og krossleggja svo fingur í von um að þeir verði ekki lögsóttir, eða sitja fyrir þeim í héraðsdómi og vona að þeir sjálfir eða lögreglan hafi ekki pakkað þeim inn í tíu númerum of stóra úlpu og vafið svo tóbaksklút utan um hausinn á þeim. Íslenskir glæpamenn vilja jafnan ekki að almenningur þekki þá í sjón og það er látið eftir þeim nema fjölmiðlar finni hjáleið. Nú vill Siv Friðleifsdóttir gera það að einu af sínum síðustu verkum á þingi að þrengja enn að möguleikum fjölmiðla til að sýna fólki glæpamenn, með því að banna allar myndatökur í dómshúsum með lögum. Það er svo sem engin ástæða til að efast um að Siv geri þetta af góðum hug, hún hefur reynt á eigin skinni að það getur verið aðilum að dómsmálum enn þungbærara en ella að mæta myndavélum á leið til réttarhalda. Þingmenn verða hins vegar að velta fyrir sér hvort sé meira mál: að hömlur séu settar á fréttaflutning eða að menn þurfi að skýla sér með dagblaði. Annars er óþarfi að örvænta. Ef með þarf er Fréttablaðið með Halldór Baldursson í startholunum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun