Miklar framfarir frá fyrri plötunni Trausti Júlíusson skrifar 1. desember 2012 06:00 Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra. Gagnrýni Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra.
Gagnrýni Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira