Gleðileikur gamlingja og fleira fólks Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. desember 2012 15:00 Íslendingablokk eftir Pétur Gunnarsson. Bækur. Íslendingablokk. Pétur Gunnarsson. JPV-útgáfa. Pétur Gunnarsson hefur ekki sent frá sér skáldsögu síðan árið 2004. Síðan þá hefur hann reyndar skrifað meistaraverkin tvö um Þórberg Þórðarson og þýtt stórvirki, en ný skáldsaga hefur látið bíða eftir sér. Það er því með nokkurri eftirvæntingu sem lestur á Íslendingablokkinni hefst. Eftirvæntingu og ótta því sú hætta er alltaf fyrir hendi að langþráðar bækur valdi vonbrigðum. Strax í fyrsta kafla verður þó ljóst að lítil hætta er á því í þessu tilfelli. Gamlinginn Indriði sem heimsækir eigið leiði á nýársnótt smýgur fyrirhafnarlaust undir húð lesandans og hreiðrar um sig þar. Engin leið að hætta að lesa. Grannar Indriða í blokkinni við Miklubrautina eru kynntir til sögu einn og einn og sögum þeirra mjatlað í lesanda í hæfilegum skömmtum. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir, á ýmsum aldri af báðum kynjum, eiga sér sín leyndarmál, drauma og metnað eins og gengur. Nokkrir þeirra mæta síðan á námskeið um Guðdómlega gleðileikinn eftir Dante sem ÉG sögunnar heldur og verður nokkurs konar leiðarstef í sögunni með tilheyrandi hugleiðingum og bollaleggingum þátttakenda og Égsins sjálfs, leiðbeinandans, sem aldrei kemst á hreint hver er. Hugleiðingum um helvíti og himnaríki, synd og trú, ást og afglöp eins og eðlilegt er með hliðsjón af söguþræði Gleðileiksins. Inn í allt saman blandast svo pælingar um þróun kenninga í stjarneðlisfræði, Miklahvell og hliðstæða heima svo úr verður ómótstæðilegur kokkteill mannlýsinga, aldarfarslýsingar, heimspeki, skáldskaparvísana og hugleiðinga um uppruna, tilgang og endi alls. Allar eru persónurnar dregnar af næmni og samlíðan og þótt sumar þeirra séu ekkert praktexemplar af manneskju fer lesanda smám saman að þykja vænt um þær og vera á þeirra bandi. Að öðrum persónum ólöstuðum eru það þó gamlingjarnir tveir, Indriði og Hreggviður svili hans, sem eru stjörnur leiksins. Samskipti þeirra, hugleiðingar og samtöl eru mörg óborganleg, í senn leiftrandi af húmor, skilningi og hlýju frá höfundarins hendi. Einum þræði er sagan saga aldarinnar og borgarinnar undanfarna öld eða svo og þessir tveir hafa þróast með hvoru tveggja. Stíll sögunnar er svo kapítuli út af fyrir sig. Fágaður og meitlaður, svo tæpast er hægt að hugsa sér að smeygja orði inn eða fella brott. Textinn svo knappur á köflum að lesandinn má hafa sig allan við að missa nú ekki af neinu. Hvert orð skiptir máli, hver mynd er þaulhugsuð og heildaráhrifin eru fjandanum magnaðri. Húmor Péturs nýtur sín hér til fullnustu þótt undiraldan sé grafalvarleg og stórra spurninga spurt. Þetta er ekki bók sem hægt er að lesa í einhverju flaustri enda fyllilega þess virði að treina sér hana og smjatta á hverri setningu. Niðurstaða: Fádæma vel skrifuð saga, leiftrandi af húmor, mannskilningi og hlýju en með grafalvarlegum undirtóni. Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur. Íslendingablokk. Pétur Gunnarsson. JPV-útgáfa. Pétur Gunnarsson hefur ekki sent frá sér skáldsögu síðan árið 2004. Síðan þá hefur hann reyndar skrifað meistaraverkin tvö um Þórberg Þórðarson og þýtt stórvirki, en ný skáldsaga hefur látið bíða eftir sér. Það er því með nokkurri eftirvæntingu sem lestur á Íslendingablokkinni hefst. Eftirvæntingu og ótta því sú hætta er alltaf fyrir hendi að langþráðar bækur valdi vonbrigðum. Strax í fyrsta kafla verður þó ljóst að lítil hætta er á því í þessu tilfelli. Gamlinginn Indriði sem heimsækir eigið leiði á nýársnótt smýgur fyrirhafnarlaust undir húð lesandans og hreiðrar um sig þar. Engin leið að hætta að lesa. Grannar Indriða í blokkinni við Miklubrautina eru kynntir til sögu einn og einn og sögum þeirra mjatlað í lesanda í hæfilegum skömmtum. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir, á ýmsum aldri af báðum kynjum, eiga sér sín leyndarmál, drauma og metnað eins og gengur. Nokkrir þeirra mæta síðan á námskeið um Guðdómlega gleðileikinn eftir Dante sem ÉG sögunnar heldur og verður nokkurs konar leiðarstef í sögunni með tilheyrandi hugleiðingum og bollaleggingum þátttakenda og Égsins sjálfs, leiðbeinandans, sem aldrei kemst á hreint hver er. Hugleiðingum um helvíti og himnaríki, synd og trú, ást og afglöp eins og eðlilegt er með hliðsjón af söguþræði Gleðileiksins. Inn í allt saman blandast svo pælingar um þróun kenninga í stjarneðlisfræði, Miklahvell og hliðstæða heima svo úr verður ómótstæðilegur kokkteill mannlýsinga, aldarfarslýsingar, heimspeki, skáldskaparvísana og hugleiðinga um uppruna, tilgang og endi alls. Allar eru persónurnar dregnar af næmni og samlíðan og þótt sumar þeirra séu ekkert praktexemplar af manneskju fer lesanda smám saman að þykja vænt um þær og vera á þeirra bandi. Að öðrum persónum ólöstuðum eru það þó gamlingjarnir tveir, Indriði og Hreggviður svili hans, sem eru stjörnur leiksins. Samskipti þeirra, hugleiðingar og samtöl eru mörg óborganleg, í senn leiftrandi af húmor, skilningi og hlýju frá höfundarins hendi. Einum þræði er sagan saga aldarinnar og borgarinnar undanfarna öld eða svo og þessir tveir hafa þróast með hvoru tveggja. Stíll sögunnar er svo kapítuli út af fyrir sig. Fágaður og meitlaður, svo tæpast er hægt að hugsa sér að smeygja orði inn eða fella brott. Textinn svo knappur á köflum að lesandinn má hafa sig allan við að missa nú ekki af neinu. Hvert orð skiptir máli, hver mynd er þaulhugsuð og heildaráhrifin eru fjandanum magnaðri. Húmor Péturs nýtur sín hér til fullnustu þótt undiraldan sé grafalvarleg og stórra spurninga spurt. Þetta er ekki bók sem hægt er að lesa í einhverju flaustri enda fyllilega þess virði að treina sér hana og smjatta á hverri setningu. Niðurstaða: Fádæma vel skrifuð saga, leiftrandi af húmor, mannskilningi og hlýju en með grafalvarlegum undirtóni.
Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira