Draugar í nútíð og fortíð Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 6. desember 2012 15:00 Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur. Bækur. Kuldi. Yrsa Sigurðardóttir. Veröld. Styrkur Yrsu Sigurðardóttur sem glæpasagnahöfundar hefur alltaf legið í stóru línunum. Hún er snjöll í að búa til sögufléttur, byggja upp spennu og leysa úr henni, oft á óvæntan hátt. Nýjasta spennusaga hennar, Kuldi, er engin undantekning frá þessu. Rétt eins og þar síðasta saga Yrsu, Ég man þig, er Kuldi sjálfstæð saga og lögmaðurinn Þóra, aðalpersóna margra fyrri sagna er fjarri góðu gamni. Fleira minnir á Ég man þig. Í Kulda er líka magnaður draugagangur sem tengir saman fortíð og nútíð. Frásagnaraðferð sögunnar og bygging eru einföld en áhrifarík. Að frátöldum stuttum upphafskafla þar sem lýst er endalokum aðalpersónunnar og stuttum eftirmála eru tvær sögur sagðar til skiptis. Annars vegar fylgist lesandinn með Óðni Hafsteinssyni, einstæðum föður í samtímanum. Óðinn býr einn með dóttur sinni eftir að barnsmóðir hans hefur dáið af slysförum. Hann starfar hjá eftirlitsstofnun á vegum ríkisins þar sem honum er úthlutað því verkefni, eftir dauða samstarfskonu, að rannsaka vistheimili fyrir unga afbrotamenn sem rekið var af ríkinu á áttunda áratugnum. Sagan sem fléttað er saman við sögu Óðins lýsir tilverunni á upptökuheimilinu frá sjónarhorni ungrar konu sem starfar þar, Aldísar. Fljótt kemur í ljós að þar er ekki allt með felldu og ekki er laust við að lesandann renni í grun að þar sé reimt í meira lagi. Það sama á raunar við um söguna af Óðni og dóttur hans Rán, þar virðist heldur ekki allt með felldu. Samfléttun þessara sagna magnar upp spennu í sögunni en spennan er vel studd af sviðsetningum og persónusköpun. Persónur þessarar sögu eru ósköp venjulegt, og kannski óvenju venjulegt fólk. Óðinn er óttalegt meðalmenni og það eru flestir í kringum hann líka að því er virðist. En venjulegt fólk getur lent í óvenjulegum aðstæðum og vandamál þess, þótt hversdagsleg séu, eru áhugaverð og allir eiga sér fleiri en eina hlið. Inn í söguna fléttast líka bæði samfélagslegir þræðir og táknrænir. Hrunið er þarna einhvers staðar í bakgrunni og lesandi sem er vanur að leita eftir táknum og hulinni merkingu hlýtur að velta fyrir sér nöfnum persóna í fjölskyldu Óðins sem koma meira og minna úr norrænni goðafræði, bróðir hans heitir Baldur og dóttirin Rán. Eins og nærri má geta tengjast sögurnar tvær meira en virðist í fyrstu. Eftir því sem líður á söguna fjölgar afhjúpunum. Sumar eru býsna fyrirsjáanlegar, aðrar verulega óvæntar eins og gengur. Það er mikið vandaverk að smíða góða draugasögu, að mati þess sem hér skrifar hefur Yrsu tekist enn betur upp með sjálfa draugasöguna en í síðustu bók. Á köflum er sagan æsispennandi og henni tekst að halda lesandanum í kitlandi óvissu um það hvort undarlegir atburðir eigi sér náttúrulegar eða yfirnáttúrulegar skýringar allt fram í sögulok. Niðurstaða: Spennandi og áhrifamikil draugasaga. Það er vandasamt að smíða góða draugasögu en hér tekst Yrsu betur upp en í Ég man þig, að mati gagnrýnanda. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Kuldi. Yrsa Sigurðardóttir. Veröld. Styrkur Yrsu Sigurðardóttur sem glæpasagnahöfundar hefur alltaf legið í stóru línunum. Hún er snjöll í að búa til sögufléttur, byggja upp spennu og leysa úr henni, oft á óvæntan hátt. Nýjasta spennusaga hennar, Kuldi, er engin undantekning frá þessu. Rétt eins og þar síðasta saga Yrsu, Ég man þig, er Kuldi sjálfstæð saga og lögmaðurinn Þóra, aðalpersóna margra fyrri sagna er fjarri góðu gamni. Fleira minnir á Ég man þig. Í Kulda er líka magnaður draugagangur sem tengir saman fortíð og nútíð. Frásagnaraðferð sögunnar og bygging eru einföld en áhrifarík. Að frátöldum stuttum upphafskafla þar sem lýst er endalokum aðalpersónunnar og stuttum eftirmála eru tvær sögur sagðar til skiptis. Annars vegar fylgist lesandinn með Óðni Hafsteinssyni, einstæðum föður í samtímanum. Óðinn býr einn með dóttur sinni eftir að barnsmóðir hans hefur dáið af slysförum. Hann starfar hjá eftirlitsstofnun á vegum ríkisins þar sem honum er úthlutað því verkefni, eftir dauða samstarfskonu, að rannsaka vistheimili fyrir unga afbrotamenn sem rekið var af ríkinu á áttunda áratugnum. Sagan sem fléttað er saman við sögu Óðins lýsir tilverunni á upptökuheimilinu frá sjónarhorni ungrar konu sem starfar þar, Aldísar. Fljótt kemur í ljós að þar er ekki allt með felldu og ekki er laust við að lesandann renni í grun að þar sé reimt í meira lagi. Það sama á raunar við um söguna af Óðni og dóttur hans Rán, þar virðist heldur ekki allt með felldu. Samfléttun þessara sagna magnar upp spennu í sögunni en spennan er vel studd af sviðsetningum og persónusköpun. Persónur þessarar sögu eru ósköp venjulegt, og kannski óvenju venjulegt fólk. Óðinn er óttalegt meðalmenni og það eru flestir í kringum hann líka að því er virðist. En venjulegt fólk getur lent í óvenjulegum aðstæðum og vandamál þess, þótt hversdagsleg séu, eru áhugaverð og allir eiga sér fleiri en eina hlið. Inn í söguna fléttast líka bæði samfélagslegir þræðir og táknrænir. Hrunið er þarna einhvers staðar í bakgrunni og lesandi sem er vanur að leita eftir táknum og hulinni merkingu hlýtur að velta fyrir sér nöfnum persóna í fjölskyldu Óðins sem koma meira og minna úr norrænni goðafræði, bróðir hans heitir Baldur og dóttirin Rán. Eins og nærri má geta tengjast sögurnar tvær meira en virðist í fyrstu. Eftir því sem líður á söguna fjölgar afhjúpunum. Sumar eru býsna fyrirsjáanlegar, aðrar verulega óvæntar eins og gengur. Það er mikið vandaverk að smíða góða draugasögu, að mati þess sem hér skrifar hefur Yrsu tekist enn betur upp með sjálfa draugasöguna en í síðustu bók. Á köflum er sagan æsispennandi og henni tekst að halda lesandanum í kitlandi óvissu um það hvort undarlegir atburðir eigi sér náttúrulegar eða yfirnáttúrulegar skýringar allt fram í sögulok. Niðurstaða: Spennandi og áhrifamikil draugasaga. Það er vandasamt að smíða góða draugasögu en hér tekst Yrsu betur upp en í Ég man þig, að mati gagnrýnanda.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira