Listin að gera sig að fífli Erla Hlynsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Ég mætti auðvitað í skólann, sex ára gömul, því ég vissi að það var það sem allir gerðu. En ég var hrædd, alveg dauðhrædd. Fyrstu tuttugu ár lífs míns einkenndust af tvennu: Feimni og óöryggi. Ég roðnaði og stamaði þegar ég átti að lesa upphátt fyrir bekkinn. Ekki því ég gæti illa lesið heldur því þá beindist athyglin að mér. Og það var vont. Ég vildi vera ósýnileg. Mér gekk illa að eignast vini og ég hélt mig inni í minni skel. Eins furðulega og það kann að hljóma þá hugsaði ég stundum um það eftir á af hverju í ósköpunum ég var ekki lögð í einelti. Krakkarnir létu mig bara í friði. Svo varð ég eldri, byrjaði að reykja, byrjaði að drekka og sat löngum stundum niðri á Lækjartorgi með vinkonum mínum, í hermannaklossum og útkrotuðum jakka úr Vinnufatabúðinni. Ókunnugt fólk sem gekk framhjá kastaði stundum í okkur klinki og sagði okkur að kaupa okkur líf. Í tíunda bekk var ég send burt í heimavistarskóla. Ég var enn í miklum mótþróa og henti bókstaflega í ruslið þeim bókum sem ég fékk þá sem verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur (fyrirgefið mér, bókagjafar). Líklega hef ég verið átján ára þegar ég fékk nóg. Ég gafst upp á að fela mig og sagði óöryggi mínu stríð á hendur. Seinna lærði ég að það sem ég þarna tileinkaði mér kallaðist að fara út fyrir þægindarammann. Ég fór á námskeið hjá Dale Carnegie, ég hélt hryllilegar ræður í brúðkaupum og ég gerði mig að fífli. Ég hef haldið skemmtiræður þar sem brosin eru vandræðaleg. Ég hef farið heim og grátið mig í svefn yfir því hvernig ég hef opinberað hvað ég er mikill vitleysingur. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér nýverið þegar ég þurfti að halda stutta tölu. Að henni lokinni var ég stolt og fannst ég hafa komið máli mínu vel til skila. Ég hugsaði að þetta hefði hana litlu mig aldrei grunað. Hvert einasta ranga skref, hver vitleysan á fætur annarri, hver mistökin – allt er þetta hluti af því sem ég er í dag. Þetta var vinna, margra ára vinna sem enn stendur yfir. Mitt ráð til þín: Farðu út fyrir þægindarammann. Ögraðu sjálfum þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Erla Hlynsdóttir Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ég mætti auðvitað í skólann, sex ára gömul, því ég vissi að það var það sem allir gerðu. En ég var hrædd, alveg dauðhrædd. Fyrstu tuttugu ár lífs míns einkenndust af tvennu: Feimni og óöryggi. Ég roðnaði og stamaði þegar ég átti að lesa upphátt fyrir bekkinn. Ekki því ég gæti illa lesið heldur því þá beindist athyglin að mér. Og það var vont. Ég vildi vera ósýnileg. Mér gekk illa að eignast vini og ég hélt mig inni í minni skel. Eins furðulega og það kann að hljóma þá hugsaði ég stundum um það eftir á af hverju í ósköpunum ég var ekki lögð í einelti. Krakkarnir létu mig bara í friði. Svo varð ég eldri, byrjaði að reykja, byrjaði að drekka og sat löngum stundum niðri á Lækjartorgi með vinkonum mínum, í hermannaklossum og útkrotuðum jakka úr Vinnufatabúðinni. Ókunnugt fólk sem gekk framhjá kastaði stundum í okkur klinki og sagði okkur að kaupa okkur líf. Í tíunda bekk var ég send burt í heimavistarskóla. Ég var enn í miklum mótþróa og henti bókstaflega í ruslið þeim bókum sem ég fékk þá sem verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur (fyrirgefið mér, bókagjafar). Líklega hef ég verið átján ára þegar ég fékk nóg. Ég gafst upp á að fela mig og sagði óöryggi mínu stríð á hendur. Seinna lærði ég að það sem ég þarna tileinkaði mér kallaðist að fara út fyrir þægindarammann. Ég fór á námskeið hjá Dale Carnegie, ég hélt hryllilegar ræður í brúðkaupum og ég gerði mig að fífli. Ég hef haldið skemmtiræður þar sem brosin eru vandræðaleg. Ég hef farið heim og grátið mig í svefn yfir því hvernig ég hef opinberað hvað ég er mikill vitleysingur. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér nýverið þegar ég þurfti að halda stutta tölu. Að henni lokinni var ég stolt og fannst ég hafa komið máli mínu vel til skila. Ég hugsaði að þetta hefði hana litlu mig aldrei grunað. Hvert einasta ranga skref, hver vitleysan á fætur annarri, hver mistökin – allt er þetta hluti af því sem ég er í dag. Þetta var vinna, margra ára vinna sem enn stendur yfir. Mitt ráð til þín: Farðu út fyrir þægindarammann. Ögraðu sjálfum þér.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun