Kafað í sálarlíf skálds Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 2. janúar 2012 15:00 Landnám - Ævisaga Gunnars Gunnarssonar eftir Jón Yngva Jóhannsson. Bækur. Landnám - Ævisaga Gunnars Gunnarssonar. Jón Yngvi Jóhannsson. Mál og menning. Rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson var stóran hluta ævi sinnar í sjálfvalinni útlegð frá Íslandi og flest verka sinna skrifaði hann á dönsku. Strax á unga aldri gerðist Gunnar borgaralegur rithöfundur sem hafnaði hvers konar bóhemastandi og lagði gríðarmikið upp úr fjárhagslegu öryggi. Eftir miðjan aldur fluttist hann aftur heim og gerðist í fyrstu bóndi á Skriðuklaustri, en settist síðar að við Dyngjuveg í Reykjavík. Eins og til þess að fullkomna flutning sinn til landsins hófst hann þá handa við að þýða höfundarverk sitt á íslensku. Gunnar var vinnusamur reglumaður sem settist aldrei í helgan stein, heldur starfaði að list sinni til dauðadags. Í fyrsta hluta bókarinnar Landnáms – ævisögu Gunnars Gunnarssonar, er gerður ítarlegur samanburður á Ugga Greipssyni í Fjallkirkjunni og Gunnari sjálfum, enda löngu vitað að söguna byggði Gunnar að miklu leyti á eigin ævi. Jón Yngvi greinir frá ytri áhrifaþáttum sem mótuðu skáldið, alveg frá því í frumbernsku til dauðadags, og hann les persónueinkenni Gunnars úr skrifum hans og annarra. Til þessa nýtir hann sér ógrynni heimilda; bækur, sendibréf og önnur óbirt skrif, munnlegar heimildir og fræðitexta. Gott sjálfstraust er höfuðkostur þeirra ævisagnaritara sem skrifa um látið fólk; að þeir kunni að nýta sér skrif annarra, en treysti þó eigin rannsóknum betur. Jón Yngva skortir ekki sjálfstraust og hann er ófeiminn við að andmæla þeim fræðimönnum sem hvað mest hafa skrifað um Gunnar á íslensku. Andmælin eru þó alltaf kurteisleg og sett fram af ljúfmennsku. Greiningin á Gunnari Gunnarssyni er bráðskörp og á köflum er engu líkara en Jón Yngvi sé að skrifa um náinn ættingja sinn eða góðan vin, þar sem hann tíundar bæði galla Gunnars og kosti. Tónninn í þessum skrifum er kumpánlegur og oft launfyndinn, eins og þegar hann segir að Gunnar hafi verið „þrjóskari en andskotinn", en líka verður hann þyngri og alvarlegri, t.d. í klausu þar sem lýst er framkomu skáldsins við vinnuhjú sín og soninn sem hann átti utan hjónabands. Gunnar átti – að sögn höfundar – erfitt með að setja sig í spor annarra og það var eitt af þeim einkennum í fari hans sem olli því að stundum komst hann upp á kant við fólk að óþörfu. Jón Yngvi Jóhannsson hímir ekki á neinu grunnsævi í þessari bók, heldur kafar djúpt í sálarlíf skáldsins. Það sem hann finnur í þeim köfunarleiðöngrum er ekki allt til þess að auka hróður manneskjunnar Gunnars Gunnarssonar, heldur stendur höfundur fyrst og fremst í innilegri sannleiksleit. Hann vill gefa lesendum ófegraða mynd af Gunnari og sýnir til dæmis fram á mótsagnirnar í persónuleika hans og lífi, sem birtast m.a. í því að í verkum sínum var Gunnar eindreginn talsmaður náungakærleika, en studdi þó sjálfur forystumenn hugmyndafræði sem seint væri hægt að telja húmaníska. Mótsagnirnar birtast líka í því að enga manneskju mat Gunnar meira en Franziscu konu sína, en var henni engu að síður ótrúr árum saman. Landnám er einstaklega góð greining á verkum Gunnars Gunnarssonar, sem og lífsskoðunum hans og persónuleika. Lesandi skilur ekki einungis höfundarverk skáldsins betur eftir að hafa lesið þessa bók, heldur er hann einnig nokkurs vísari um mannlegt eðli – og fyrir það má þakka. Niðurstaða: Stórmerkileg ævisaga, samin af heiðarleika og djúpri sannleiksþrá. Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Landnám - Ævisaga Gunnars Gunnarssonar. Jón Yngvi Jóhannsson. Mál og menning. Rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson var stóran hluta ævi sinnar í sjálfvalinni útlegð frá Íslandi og flest verka sinna skrifaði hann á dönsku. Strax á unga aldri gerðist Gunnar borgaralegur rithöfundur sem hafnaði hvers konar bóhemastandi og lagði gríðarmikið upp úr fjárhagslegu öryggi. Eftir miðjan aldur fluttist hann aftur heim og gerðist í fyrstu bóndi á Skriðuklaustri, en settist síðar að við Dyngjuveg í Reykjavík. Eins og til þess að fullkomna flutning sinn til landsins hófst hann þá handa við að þýða höfundarverk sitt á íslensku. Gunnar var vinnusamur reglumaður sem settist aldrei í helgan stein, heldur starfaði að list sinni til dauðadags. Í fyrsta hluta bókarinnar Landnáms – ævisögu Gunnars Gunnarssonar, er gerður ítarlegur samanburður á Ugga Greipssyni í Fjallkirkjunni og Gunnari sjálfum, enda löngu vitað að söguna byggði Gunnar að miklu leyti á eigin ævi. Jón Yngvi greinir frá ytri áhrifaþáttum sem mótuðu skáldið, alveg frá því í frumbernsku til dauðadags, og hann les persónueinkenni Gunnars úr skrifum hans og annarra. Til þessa nýtir hann sér ógrynni heimilda; bækur, sendibréf og önnur óbirt skrif, munnlegar heimildir og fræðitexta. Gott sjálfstraust er höfuðkostur þeirra ævisagnaritara sem skrifa um látið fólk; að þeir kunni að nýta sér skrif annarra, en treysti þó eigin rannsóknum betur. Jón Yngva skortir ekki sjálfstraust og hann er ófeiminn við að andmæla þeim fræðimönnum sem hvað mest hafa skrifað um Gunnar á íslensku. Andmælin eru þó alltaf kurteisleg og sett fram af ljúfmennsku. Greiningin á Gunnari Gunnarssyni er bráðskörp og á köflum er engu líkara en Jón Yngvi sé að skrifa um náinn ættingja sinn eða góðan vin, þar sem hann tíundar bæði galla Gunnars og kosti. Tónninn í þessum skrifum er kumpánlegur og oft launfyndinn, eins og þegar hann segir að Gunnar hafi verið „þrjóskari en andskotinn", en líka verður hann þyngri og alvarlegri, t.d. í klausu þar sem lýst er framkomu skáldsins við vinnuhjú sín og soninn sem hann átti utan hjónabands. Gunnar átti – að sögn höfundar – erfitt með að setja sig í spor annarra og það var eitt af þeim einkennum í fari hans sem olli því að stundum komst hann upp á kant við fólk að óþörfu. Jón Yngvi Jóhannsson hímir ekki á neinu grunnsævi í þessari bók, heldur kafar djúpt í sálarlíf skáldsins. Það sem hann finnur í þeim köfunarleiðöngrum er ekki allt til þess að auka hróður manneskjunnar Gunnars Gunnarssonar, heldur stendur höfundur fyrst og fremst í innilegri sannleiksleit. Hann vill gefa lesendum ófegraða mynd af Gunnari og sýnir til dæmis fram á mótsagnirnar í persónuleika hans og lífi, sem birtast m.a. í því að í verkum sínum var Gunnar eindreginn talsmaður náungakærleika, en studdi þó sjálfur forystumenn hugmyndafræði sem seint væri hægt að telja húmaníska. Mótsagnirnar birtast líka í því að enga manneskju mat Gunnar meira en Franziscu konu sína, en var henni engu að síður ótrúr árum saman. Landnám er einstaklega góð greining á verkum Gunnars Gunnarssonar, sem og lífsskoðunum hans og persónuleika. Lesandi skilur ekki einungis höfundarverk skáldsins betur eftir að hafa lesið þessa bók, heldur er hann einnig nokkurs vísari um mannlegt eðli – og fyrir það má þakka. Niðurstaða: Stórmerkileg ævisaga, samin af heiðarleika og djúpri sannleiksþrá.
Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira