Hver má kjósa formann? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. desember 2012 08:00 Samfylkingarfólk deilir þessa dagana um það hverjir megi kjósa formann í flokknum og hverjir ekki. Yfirleitt eru leiðtogar stjórnmálaflokka kjörnir af fulltrúum á landsfundi eða -þingi. Í Samfylkingunni getur tiltekinn félagafjöldi (150) farið fram á að formaður sé valinn í „allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra skráðra félagsmanna", eins og segir í lögum félagsins. Þetta er lýðræðisleg leið sem fleiri flokkar mættu taka upp en krefst þess að sjálfsögðu að ljóst sé með öllu hverjir teljist skráðir félagsmenn og hverjir ekki. Um þetta snýst ágreiningurinn í Samfylkingunni einmitt því eitt aðildarfélag í flokknum hefur ákveðið að félagi teljist ekki fullgildur nema hann hafi greitt félagsgjöld. Þetta þýðir að ekki gilda sömu reglur um atkvæðisrétt til formannskjörs hjá öllum flokksfélögum og eðlilegt er að mönnum þyki það súrt í broti. Á móti kemur að legið mun hafa fyrir alllengi að þessi breyting myndi eiga sér stað nú um áramótin. Ljóst er hvaða tilgangi þessi breyting í Reykjavíkurfélaginu á að þjóna. Hún á að koma í veg fyrir að fólk geti skráð sig í flokkinn skuldbindingalaust og haft áhrif á það hver verði formaður hans. Smölun í flokka hefur lengi tíðkast í tengslum við val á lista flokkanna. Misjafnt er hvort þeir sem skrá sig í flokk í slíkri „skyndiskráningu" eru rukkaðir áður en þeir taka þátt í forvali eða ekki en algengast mun vera að svo sé ekki. Með lýðræðislegri leið Samfylkingarinnar í formannsvali opnast sá möguleiki að hægt sé að smala fólki í flokkinn til að velja honum formann. Þetta finnst sumum ákjósanlegt og öðrum ekki. Því fylgir ábyrgð að velja stjórnmálaflokki formann, mun meiri ábyrgð en að taka þátt í að velja á framboðslista til sveitarstjórnar- eða alþingiskosninga. Því er ekki nema von að upp komi efasemdir um að eðlilegt sé að hægt sé að skyndiskrá félagsmenn til að velja flokki formann. Vitanlega vegur þungt að eitt gangi yfir alla félagsmenn í almennri kosningu til formanns. Engu að síður hlýtur að vera umhugsunarefni að stjórnmálaflokkur beri ekki meiri virðingu fyrir formannsembættinu en svo að fólk hafi atkvæðisrétt í kjöri formanns án þess að til komi á móti sú litla skylda um virkni í félaginu að hafa greitt félagsgjöld. Félagsaðild í hvers konar félögum fylgja að öllu jöfnu réttindi og skyldur, þ.e. til þess að öðlast réttindin þarf að uppfylla skyldurnar. Það er áhugavert að ástæða þyki til að slaka á þeirri skyldu þegar um er að ræða réttindi innan stjórnmálaflokks. Það er einnig áhugaverð spurning hvort er í raun lýðræðislegra að kosningaréttur fylgi því einu að vera skráður skuldbindingalaust í félag eða hvort hann fylgir virkri félagsaðild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Samfylkingarfólk deilir þessa dagana um það hverjir megi kjósa formann í flokknum og hverjir ekki. Yfirleitt eru leiðtogar stjórnmálaflokka kjörnir af fulltrúum á landsfundi eða -þingi. Í Samfylkingunni getur tiltekinn félagafjöldi (150) farið fram á að formaður sé valinn í „allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra skráðra félagsmanna", eins og segir í lögum félagsins. Þetta er lýðræðisleg leið sem fleiri flokkar mættu taka upp en krefst þess að sjálfsögðu að ljóst sé með öllu hverjir teljist skráðir félagsmenn og hverjir ekki. Um þetta snýst ágreiningurinn í Samfylkingunni einmitt því eitt aðildarfélag í flokknum hefur ákveðið að félagi teljist ekki fullgildur nema hann hafi greitt félagsgjöld. Þetta þýðir að ekki gilda sömu reglur um atkvæðisrétt til formannskjörs hjá öllum flokksfélögum og eðlilegt er að mönnum þyki það súrt í broti. Á móti kemur að legið mun hafa fyrir alllengi að þessi breyting myndi eiga sér stað nú um áramótin. Ljóst er hvaða tilgangi þessi breyting í Reykjavíkurfélaginu á að þjóna. Hún á að koma í veg fyrir að fólk geti skráð sig í flokkinn skuldbindingalaust og haft áhrif á það hver verði formaður hans. Smölun í flokka hefur lengi tíðkast í tengslum við val á lista flokkanna. Misjafnt er hvort þeir sem skrá sig í flokk í slíkri „skyndiskráningu" eru rukkaðir áður en þeir taka þátt í forvali eða ekki en algengast mun vera að svo sé ekki. Með lýðræðislegri leið Samfylkingarinnar í formannsvali opnast sá möguleiki að hægt sé að smala fólki í flokkinn til að velja honum formann. Þetta finnst sumum ákjósanlegt og öðrum ekki. Því fylgir ábyrgð að velja stjórnmálaflokki formann, mun meiri ábyrgð en að taka þátt í að velja á framboðslista til sveitarstjórnar- eða alþingiskosninga. Því er ekki nema von að upp komi efasemdir um að eðlilegt sé að hægt sé að skyndiskrá félagsmenn til að velja flokki formann. Vitanlega vegur þungt að eitt gangi yfir alla félagsmenn í almennri kosningu til formanns. Engu að síður hlýtur að vera umhugsunarefni að stjórnmálaflokkur beri ekki meiri virðingu fyrir formannsembættinu en svo að fólk hafi atkvæðisrétt í kjöri formanns án þess að til komi á móti sú litla skylda um virkni í félaginu að hafa greitt félagsgjöld. Félagsaðild í hvers konar félögum fylgja að öllu jöfnu réttindi og skyldur, þ.e. til þess að öðlast réttindin þarf að uppfylla skyldurnar. Það er áhugavert að ástæða þyki til að slaka á þeirri skyldu þegar um er að ræða réttindi innan stjórnmálaflokks. Það er einnig áhugaverð spurning hvort er í raun lýðræðislegra að kosningaréttur fylgi því einu að vera skráður skuldbindingalaust í félag eða hvort hann fylgir virkri félagsaðild.