Gíslar á Uppsölum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. desember 2012 06:00 Var ekki Gísli á Uppsölum maður ársins? Ekki nóg með að annar hvor karlmaður í miðbæ Reykjavíkur líti út eins og hann um þessar mundir heldur varð bók Ingibjargar Reynisdóttur um hann mest selda bók ársins, sem svo sannarlega er skemmtilegur vitnisburður um það hvernig ævintýrin gerast stundum í jólabóksölunni og ástæða til að óska henni og forlagi hennar til hamingju með þennan árangur.Skrýtna fólkið úti á landi Í sjálfu sér er ekki að undra að saga Gísla heilli fólk. Þar kemur margt saman. Í fyrsta lagi hafa Íslendingar alltaf viljað lesa „þætti af einkennilegum mönnum" eins og þá sem Ólafur Kárason skrifaði. Kannski hefur þessi áhugi gleymst í allri forfrömuninni. Skáldsagnahöfundar nútímans leita gjarnan hins dæmigerða í fari fólks og reyna að lýsa því þannig að við þekkjum okkur í töktum, málfari, þankagangi og öðru, og lifum okkur inn í söguna, jafnvel þannig að viðkomandi sögupersónur sé örlítið betur settar en við, búi á örlítið fínni stað við örlítið betri efni ? Og allt sé samt í hönk. Skáldsagnalestur er ekki bara eitthvað til að gleyma stund og stað og hvað þá sér: heldur einmitt hitt: djúptæk leit að sér í örlögum annars fólks. Bókin um Gísla á Uppsölum er að vísu ekki skáldsaga en mig grunar að hópkaupin á henni vitni um þessa leit; að kaupendunum nægi ekki að leita sín í fólki sem á við öfundsverð vandamál að stríða í öfundsverðum hverfum heldur skimi þeir víðar í kringum sig eftir svari við spurningunni um sig: Hver er ég, hvað er eiginlega málið með mig og okkur og þetta allt? Þáttur Ómars Ragnarssonar um Gísla á Uppsölum dró upp ákveðna mynd af hinum óskiljanlega afdalamanni, sem síðar átti eftir að verða nærri því ríkjandi í þáttum sjónvarpsins og þar með sjálfsmynd landsmanna: hann var útlendingurinn. Gísli varð í stuttu máli að táknmynd um „skrýtna fólkið úti á landi" (um leið og fólk þakkaði guði fyrir að vera komið svo langt frá honum á þróunarbrautinni). Ómar gerði sinn þátt af mikilli hlýju og innileika, en það hvernig hann varpaði skyndilega ljósinu á þennan fjarlæga einbúa, það hvernig hann talaði yfir myndina við okkur sem horfðum um Gísla, það hvernig tal Gísla var textað – allt vann þetta að því að gera Gísla annarlegan; hann var „aðrir", ekki „við"; þetta „aðraði hann". Þessi annarleiki einbúans varð síðan ríkjandi mynd okkar þéttbýlisbúanna af lífsháttum þeirra sem kusu að lifa af landsins gæðum. Afkáralegir útlendingar. Skrípamynd fortíðar sem við vildum ekki kannast við, vildum ekki muna. Hann var í huga fólks nokkurs konar gísl átthagafjötra, staddur í uppsölum eigin hugarheims; og næsti bær Alhambra smíðað af vanefnum af ámóta skrýtnum kalli. En nú, öllum þessum árum síðar, eftir hrunið, er eins og fólk hugsi: „Skrýtna fólkið úti á landi – það erum við." Og þá vaknar brennandi áhugi á þessu gamla erkitákni þess. Gísli á Uppsölum er ekki lengur annarlegur, ekki lengur ?aðrir? heldur er hann tákn okkar, tákn kjarnans í þjóðarsálinni: Og þá verða allir að fá að vita þetta: Af hverju varð hann svona? Hvað gerðist? Jú, segir sagan: hann var ofsóttur. Hann varð fyrir einelti. Þar með er hann orðinn að kunnuglegri persónu í þekkjanlegum aðstæðum; persónu sem Íslendingum virðist sérlega hugleikin þessi árin: fórnarlambið. Hvað getum við þá lært af dæmi hans? Hvernig tókst hann á við sínar aðstæður? Hann lokaði að sér; mál hans varð smám saman óskiljanlegt. Hann sinnti um skepnur og talaði við almættið á hverjum degi, orti ljóð og skrifaði hugrenningar, ræktaði sinn innri mann – bjó með sjálfum sér, undi sér í eigin félagsskap; hvíldi í sjálfum sér. Eða það höldum við.Nú árið er liðið Er árið nú liðið? Sjálfum finnst mér að árinu 2008 sé loksins að ljúka eftir að gjálífisárið mikla, það sem „var svo mikið 2007", stóð frá því fyrir aldamótin og fram yfir hrun – hjá sumum ríkir það enn. Síðasta ár var – rétt eins og árin á undan –ár endurmats, lopapeysu, íhugunar, hugræktar; ár átaka um auðlindir sem krauma undir öllu; ár fórnarlamba og meðlíðanar með þeim og innlifunar í hlutskipti þeirra; ár einangrunarhyggju, leitar að þjóðlegum verðmætum og dyggðum. Ár óra og þrár og óskiljanlegrar löngunar til að varpa frá sér öllum sínum eigum og endurreisa kot í fjarlægum afdal og hokra þar við nokkrar rollur og tvær kýr, virkja bæjarlækinn, rækta kál, vera með nokkrar hænum, yrkja ljóð á kvöldin og tala við almættið, hvíla í sjálfum sér, lifa af landsins gæðum; afneita heiminum. Því að í íslenskri hugsun takast í sífellu á þessar andstæðu hugsjónir: að loka að sér eða að opna upp á gátt. EES-samningurinn var tilraun til að opna Ísland og hann gaf þjóðinni markaði og leikrými og lygi um sjálfa sig sem víkinga og viðskiptaséní: sú opnun mistókst herfilega. Eigum við þá að loka að okkur? Og gerast gíslar á Uppsölum? Eða eigum við að reyna aftur að opna – og reyna þá að vanda okkur svolítið í þetta skipti? Gleðilegt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Var ekki Gísli á Uppsölum maður ársins? Ekki nóg með að annar hvor karlmaður í miðbæ Reykjavíkur líti út eins og hann um þessar mundir heldur varð bók Ingibjargar Reynisdóttur um hann mest selda bók ársins, sem svo sannarlega er skemmtilegur vitnisburður um það hvernig ævintýrin gerast stundum í jólabóksölunni og ástæða til að óska henni og forlagi hennar til hamingju með þennan árangur.Skrýtna fólkið úti á landi Í sjálfu sér er ekki að undra að saga Gísla heilli fólk. Þar kemur margt saman. Í fyrsta lagi hafa Íslendingar alltaf viljað lesa „þætti af einkennilegum mönnum" eins og þá sem Ólafur Kárason skrifaði. Kannski hefur þessi áhugi gleymst í allri forfrömuninni. Skáldsagnahöfundar nútímans leita gjarnan hins dæmigerða í fari fólks og reyna að lýsa því þannig að við þekkjum okkur í töktum, málfari, þankagangi og öðru, og lifum okkur inn í söguna, jafnvel þannig að viðkomandi sögupersónur sé örlítið betur settar en við, búi á örlítið fínni stað við örlítið betri efni ? Og allt sé samt í hönk. Skáldsagnalestur er ekki bara eitthvað til að gleyma stund og stað og hvað þá sér: heldur einmitt hitt: djúptæk leit að sér í örlögum annars fólks. Bókin um Gísla á Uppsölum er að vísu ekki skáldsaga en mig grunar að hópkaupin á henni vitni um þessa leit; að kaupendunum nægi ekki að leita sín í fólki sem á við öfundsverð vandamál að stríða í öfundsverðum hverfum heldur skimi þeir víðar í kringum sig eftir svari við spurningunni um sig: Hver er ég, hvað er eiginlega málið með mig og okkur og þetta allt? Þáttur Ómars Ragnarssonar um Gísla á Uppsölum dró upp ákveðna mynd af hinum óskiljanlega afdalamanni, sem síðar átti eftir að verða nærri því ríkjandi í þáttum sjónvarpsins og þar með sjálfsmynd landsmanna: hann var útlendingurinn. Gísli varð í stuttu máli að táknmynd um „skrýtna fólkið úti á landi" (um leið og fólk þakkaði guði fyrir að vera komið svo langt frá honum á þróunarbrautinni). Ómar gerði sinn þátt af mikilli hlýju og innileika, en það hvernig hann varpaði skyndilega ljósinu á þennan fjarlæga einbúa, það hvernig hann talaði yfir myndina við okkur sem horfðum um Gísla, það hvernig tal Gísla var textað – allt vann þetta að því að gera Gísla annarlegan; hann var „aðrir", ekki „við"; þetta „aðraði hann". Þessi annarleiki einbúans varð síðan ríkjandi mynd okkar þéttbýlisbúanna af lífsháttum þeirra sem kusu að lifa af landsins gæðum. Afkáralegir útlendingar. Skrípamynd fortíðar sem við vildum ekki kannast við, vildum ekki muna. Hann var í huga fólks nokkurs konar gísl átthagafjötra, staddur í uppsölum eigin hugarheims; og næsti bær Alhambra smíðað af vanefnum af ámóta skrýtnum kalli. En nú, öllum þessum árum síðar, eftir hrunið, er eins og fólk hugsi: „Skrýtna fólkið úti á landi – það erum við." Og þá vaknar brennandi áhugi á þessu gamla erkitákni þess. Gísli á Uppsölum er ekki lengur annarlegur, ekki lengur ?aðrir? heldur er hann tákn okkar, tákn kjarnans í þjóðarsálinni: Og þá verða allir að fá að vita þetta: Af hverju varð hann svona? Hvað gerðist? Jú, segir sagan: hann var ofsóttur. Hann varð fyrir einelti. Þar með er hann orðinn að kunnuglegri persónu í þekkjanlegum aðstæðum; persónu sem Íslendingum virðist sérlega hugleikin þessi árin: fórnarlambið. Hvað getum við þá lært af dæmi hans? Hvernig tókst hann á við sínar aðstæður? Hann lokaði að sér; mál hans varð smám saman óskiljanlegt. Hann sinnti um skepnur og talaði við almættið á hverjum degi, orti ljóð og skrifaði hugrenningar, ræktaði sinn innri mann – bjó með sjálfum sér, undi sér í eigin félagsskap; hvíldi í sjálfum sér. Eða það höldum við.Nú árið er liðið Er árið nú liðið? Sjálfum finnst mér að árinu 2008 sé loksins að ljúka eftir að gjálífisárið mikla, það sem „var svo mikið 2007", stóð frá því fyrir aldamótin og fram yfir hrun – hjá sumum ríkir það enn. Síðasta ár var – rétt eins og árin á undan –ár endurmats, lopapeysu, íhugunar, hugræktar; ár átaka um auðlindir sem krauma undir öllu; ár fórnarlamba og meðlíðanar með þeim og innlifunar í hlutskipti þeirra; ár einangrunarhyggju, leitar að þjóðlegum verðmætum og dyggðum. Ár óra og þrár og óskiljanlegrar löngunar til að varpa frá sér öllum sínum eigum og endurreisa kot í fjarlægum afdal og hokra þar við nokkrar rollur og tvær kýr, virkja bæjarlækinn, rækta kál, vera með nokkrar hænum, yrkja ljóð á kvöldin og tala við almættið, hvíla í sjálfum sér, lifa af landsins gæðum; afneita heiminum. Því að í íslenskri hugsun takast í sífellu á þessar andstæðu hugsjónir: að loka að sér eða að opna upp á gátt. EES-samningurinn var tilraun til að opna Ísland og hann gaf þjóðinni markaði og leikrými og lygi um sjálfa sig sem víkinga og viðskiptaséní: sú opnun mistókst herfilega. Eigum við þá að loka að okkur? Og gerast gíslar á Uppsölum? Eða eigum við að reyna aftur að opna – og reyna þá að vanda okkur svolítið í þetta skipti? Gleðilegt ár!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun