Hjá mömmu eða pabba á jólunum? 2. desember 2012 13:00 Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur segir að jólin séu viðkvæmur tími fyrir börn eftir skilnað foreldra. Hún gefur hér góð ráð um hvernig best er að haga hlutunum til að forðast særindi. MYND/VALLI Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur segir að huga þurfi að ýmsu í tengslum við börnin eftir skilnað foreldra, sérstaklega um jólin. Jólin eru oft viðkvæmasti tími ársins, tími sem kallar fram sterkar tilfinningar og fjölskyldutengsl. Jólin vekja upp gamlar minningar og barnið í okkur," segir Álfheiður, sem unnið hefur með mörg erfið skilnaðarmál í gegnum árin en einnig með deilur sem tengjast forræðismálum. „Allir vilja vera með börnum sínum um jól, deila með þeim gleðinni og upplifa einlægni þeirra. Tilfinningasemin í kringum jólin gerir foreldrana viðkvæma. Eftir skilnaðinn getur komið upp erfið togstreita hjá foreldrum, sérstaklega fyrstu árin á eftir. Ef annar makinn er ósáttari en hinn með skilnaðinn getur verið erfitt að finna lausnir, til dæmis hvar barnið eða börnin eigi að vera á jólunum," segir Álfheiður enn fremur.Flóknar fjölskyldur „Skilnaðir eru algengir í samfélaginu og nútímafjölskyldumynstur er flókið. Það má ekki vanmeta að foreldrar standa frammi fyrir miklum vanda. Nánasta fjölskylda er allt í kring, ömmur, afar og aðrir ættingjar. Allir vilja halda í sitt og hefðinni er oft erfitt að breyta á jólum. Að mati okkar sálfræðinga er það þó fyrst og fremst barnið sem allt snýst um og eftir þörfum þess þarf að fara. Þumalfingursreglan er að setja barnið í forgang og skoða stöðu þess og væntingar. Stundum getur þó verið erfitt að aðgreina þarfir barnsins og það sem foreldrar vilja," heldur hún áfram.Nauðsynlegar spurningar „Ágætt er að setja upp nokkrar spurningar til að meta hvað barninu er fyrir bestu. Hvernig þolir það breytingar? Hvað er barnið gamalt? Hverju er það vant? Hvernig er barnið tengt nánustu ættingjum sínum? Ef það dvelur til dæmis meira hjá öðru foreldri þá hentar betur að það sé hjá því á aðfangadagskvöld. Eðlilegast er að barnið sé þá hjá því foreldri sem það hefur undirbúið jólin með. Ef barnið er jöfnum höndum hjá báðum foreldrum og góð tengsl þar á milli ætti að vera auðvelt að komast að samkomulagi. Ekki skiptir öllu hvort barnið er hjá móður eða föður ef það er hagvant og sátt á báðum stöðum. Aðalatriðið er að lausnir séu fundnar með foreldrunum um hvað sé best fyrir það á jólunum. Mörg börn æsast upp í spenningnum í desember, sum verða þung og kvíðin meðan önnur sigla vel með öllum breytingum. Það er þess vegna ekki hægt að segja að sömu reglur gildi um öll börn. Foreldrar þekkja best hvað hentar börnum sínum og þeir ættu að leggja metnað sinn í að undirbúa þau vel fyrir jól ef breytingar eru í aðsigi og skipuleggja slíkt með góðum fyrirvara."Hlíft við miklum breytingum „Ef annað foreldrið er komið í nýtt samband og hitt er sárt eftir skilnaðinn getur verið afar flókið að finna réttu lausnina. Afbrýðisemi getur gert vart við sig ef barnið á að vera hjá ókunnugri manneskju eins og tilvonandi stjúpforeldri og fjölskyldu þess á jólum. Best er að hlífa barninu við of miklum breytingum fyrst í stað. Ég myndi hiklaust mæla með því að ef fólk ræður ekki við að leysa málið að það leiti til fagfólks. Það er oft mikil spenna og viðkvæmni í kjölfar skilnaða," útskýrir Álfheiður og bætir því við að forðast eigi að blanda börnum í slík mál. „Börn eiga ekki að þurfa að velja á milli foreldra sinna um jóladaga. Þau óttast að særa það sem eftir situr og því getur fylgt mikil sektarkennd. Þau eiga ekki að bera ábyrgð á skipulaginu. Til að taka tillit til barna sinna þurfa foreldrar að leggja sig fram um að halda stillingu sinni og hafa sjálfstjórn innan um þau eftir skilnað. Börn taka mjög nærri sér reiði, eftirsjá og einmanaleika foreldris."Tvenn jól eru í lagi „Yfirleitt er það aðfangadagur sem málið snýst um en mér hefur fundist að sumir séu að átta sig á því að börn geta alveg átt tvenn jól. Þau geta lifað við að halda jól heima hjá mömmu annan daginn en pabba hinn. Það er oft besta lausnin ef foreldrar búa nokkurn veginn nálægt hvort öðru. Í sumum fjölskyldum er fólk fastmótað í hefðum og siðum um jól og engu má breyta þótt skilnaður hafi orðið. Það getur þó þurft að sýna hér sveigjanleika og til dæmis færa jólaboð hjá ömmu og afa og laga að breyttu skipulagi og aðlagast nýjum aðstæðum. Barninu finnst auðvitað best að allir séu saman á jólunum en það er ekki raunsætt – þannig er þetta ekki. Jólin eru líka oft erfið, sérstaklega fyrir þá sem hafa orðið fyrir sárum missi eða áfalli," segir Álfheiður, sem ásamt Guðfinnu Eydal hefur fjallað um skilnað, börn og þarfir í bókinni Ást í blíðu og stríðu. Álfheiður, sem sjálf er mikið jólabarn, telur best fyrir hraða og stress nútímabarna að jólin séu sem mest í rólegheitum. „Það er gott fyrir barnið að fá að vera heima í næði, leika með dótið sitt þegar flestir aðrir dagar ársins eru samfelld rútína þar sem allir eru að flýta sér. Stressinu mætti gjarnan ýta til hliðar yfir jólin." -ea Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Lax í jólaskapi Jólin Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Jól Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin
Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur segir að huga þurfi að ýmsu í tengslum við börnin eftir skilnað foreldra, sérstaklega um jólin. Jólin eru oft viðkvæmasti tími ársins, tími sem kallar fram sterkar tilfinningar og fjölskyldutengsl. Jólin vekja upp gamlar minningar og barnið í okkur," segir Álfheiður, sem unnið hefur með mörg erfið skilnaðarmál í gegnum árin en einnig með deilur sem tengjast forræðismálum. „Allir vilja vera með börnum sínum um jól, deila með þeim gleðinni og upplifa einlægni þeirra. Tilfinningasemin í kringum jólin gerir foreldrana viðkvæma. Eftir skilnaðinn getur komið upp erfið togstreita hjá foreldrum, sérstaklega fyrstu árin á eftir. Ef annar makinn er ósáttari en hinn með skilnaðinn getur verið erfitt að finna lausnir, til dæmis hvar barnið eða börnin eigi að vera á jólunum," segir Álfheiður enn fremur.Flóknar fjölskyldur „Skilnaðir eru algengir í samfélaginu og nútímafjölskyldumynstur er flókið. Það má ekki vanmeta að foreldrar standa frammi fyrir miklum vanda. Nánasta fjölskylda er allt í kring, ömmur, afar og aðrir ættingjar. Allir vilja halda í sitt og hefðinni er oft erfitt að breyta á jólum. Að mati okkar sálfræðinga er það þó fyrst og fremst barnið sem allt snýst um og eftir þörfum þess þarf að fara. Þumalfingursreglan er að setja barnið í forgang og skoða stöðu þess og væntingar. Stundum getur þó verið erfitt að aðgreina þarfir barnsins og það sem foreldrar vilja," heldur hún áfram.Nauðsynlegar spurningar „Ágætt er að setja upp nokkrar spurningar til að meta hvað barninu er fyrir bestu. Hvernig þolir það breytingar? Hvað er barnið gamalt? Hverju er það vant? Hvernig er barnið tengt nánustu ættingjum sínum? Ef það dvelur til dæmis meira hjá öðru foreldri þá hentar betur að það sé hjá því á aðfangadagskvöld. Eðlilegast er að barnið sé þá hjá því foreldri sem það hefur undirbúið jólin með. Ef barnið er jöfnum höndum hjá báðum foreldrum og góð tengsl þar á milli ætti að vera auðvelt að komast að samkomulagi. Ekki skiptir öllu hvort barnið er hjá móður eða föður ef það er hagvant og sátt á báðum stöðum. Aðalatriðið er að lausnir séu fundnar með foreldrunum um hvað sé best fyrir það á jólunum. Mörg börn æsast upp í spenningnum í desember, sum verða þung og kvíðin meðan önnur sigla vel með öllum breytingum. Það er þess vegna ekki hægt að segja að sömu reglur gildi um öll börn. Foreldrar þekkja best hvað hentar börnum sínum og þeir ættu að leggja metnað sinn í að undirbúa þau vel fyrir jól ef breytingar eru í aðsigi og skipuleggja slíkt með góðum fyrirvara."Hlíft við miklum breytingum „Ef annað foreldrið er komið í nýtt samband og hitt er sárt eftir skilnaðinn getur verið afar flókið að finna réttu lausnina. Afbrýðisemi getur gert vart við sig ef barnið á að vera hjá ókunnugri manneskju eins og tilvonandi stjúpforeldri og fjölskyldu þess á jólum. Best er að hlífa barninu við of miklum breytingum fyrst í stað. Ég myndi hiklaust mæla með því að ef fólk ræður ekki við að leysa málið að það leiti til fagfólks. Það er oft mikil spenna og viðkvæmni í kjölfar skilnaða," útskýrir Álfheiður og bætir því við að forðast eigi að blanda börnum í slík mál. „Börn eiga ekki að þurfa að velja á milli foreldra sinna um jóladaga. Þau óttast að særa það sem eftir situr og því getur fylgt mikil sektarkennd. Þau eiga ekki að bera ábyrgð á skipulaginu. Til að taka tillit til barna sinna þurfa foreldrar að leggja sig fram um að halda stillingu sinni og hafa sjálfstjórn innan um þau eftir skilnað. Börn taka mjög nærri sér reiði, eftirsjá og einmanaleika foreldris."Tvenn jól eru í lagi „Yfirleitt er það aðfangadagur sem málið snýst um en mér hefur fundist að sumir séu að átta sig á því að börn geta alveg átt tvenn jól. Þau geta lifað við að halda jól heima hjá mömmu annan daginn en pabba hinn. Það er oft besta lausnin ef foreldrar búa nokkurn veginn nálægt hvort öðru. Í sumum fjölskyldum er fólk fastmótað í hefðum og siðum um jól og engu má breyta þótt skilnaður hafi orðið. Það getur þó þurft að sýna hér sveigjanleika og til dæmis færa jólaboð hjá ömmu og afa og laga að breyttu skipulagi og aðlagast nýjum aðstæðum. Barninu finnst auðvitað best að allir séu saman á jólunum en það er ekki raunsætt – þannig er þetta ekki. Jólin eru líka oft erfið, sérstaklega fyrir þá sem hafa orðið fyrir sárum missi eða áfalli," segir Álfheiður, sem ásamt Guðfinnu Eydal hefur fjallað um skilnað, börn og þarfir í bókinni Ást í blíðu og stríðu. Álfheiður, sem sjálf er mikið jólabarn, telur best fyrir hraða og stress nútímabarna að jólin séu sem mest í rólegheitum. „Það er gott fyrir barnið að fá að vera heima í næði, leika með dótið sitt þegar flestir aðrir dagar ársins eru samfelld rútína þar sem allir eru að flýta sér. Stressinu mætti gjarnan ýta til hliðar yfir jólin." -ea
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Lax í jólaskapi Jólin Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Jól Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin