Sport

Tennislandsliðið tapaði öllum leikjum sínum í Davis Cup

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska keppnisliðið.
Íslenska keppnisliðið. Mynd/TSÍ
Ísland hefur lokið keppni í Davis Cup í tennis þetta árið en liðið tapaði fyrir Möltu, 2-1, í síðustu viðureign sinni. Keppnin fór fram í Búlgaríu og lauk í gær.

Ísland hafði áður tapað fyrir Noregi og Grikklandi í riðlakeppninni, báðum 3-0.

Andri Jónsson vann því eina leik Íslands í keppninni þegar hann hafði betur gegn Denzil Aguis, 6-4, 4-6 og 6-4.

Birkir Gunnarsson tapaði svo sinni viðureign í einliðaleik og þeir Andri og Magnús Gunnarsson töpuðu í tvíliðaleik.

Ísland var í D-riðli en alls tóku þrettán þjóðir þátt í 3. deild Davis Cup-keppninnar þetta árið. Grikkland bar sigur úr býtum í D-riðli en tapaði svo fyrir Litháen í leik um sæti í 2. deild.

Búlgaría komst einnig upp í 2. deild eftir sigur á Makedóníu í hinum úrslitaleiknum.

Ísland hafnaði í neðsta sæti í deildinni að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×