Lífið

Ímark hátíð hafin í Hörpu

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslenska markaðsdeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag með veglegri ráðstefnu í Hörpu.

Viðfangsefnin koma úr ólíkum áttum en erlendir fyrirlesarar eru komnir til landsins til að flytja erindi.

Einn áhugaverðasta fyrirlesarinn er Jose Miguel Sokoloff frá Kólumbíu en hann fékk 331 kólumbíska skæruliða til að leggja niður vopn og fara heim til sín um jólin.

Bretinn Henry Mason frá Trendwatching telur að Íslendingar geti átt von á miklum fjölda kínverskra ferðamanna til landsins og ættum því að undirbúa okkur fyrir „Rauða dregilinn" eins og hann kallar það.

Á ráðstefnunni mun einnig Simon Collisson sem er af mörgum talinn einn færasti vefhönnuður dagsins í dag fjalla um framtíðarsýn með tilliti til netsins og Jessica Butcher mun taka fyrir nýjustu snjallsímatækni.

Sjá nánar Ímark.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.