Faðirinn fæddur í Nígeríu og Atli því ólöglegur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2012 08:00 Atli mun ekki spila fyrir Breta á ÓL í sumar. Fréttablaðið/Anton „Þetta er alveg hreint ótrúlega svekkjandi. Ég get ekki neitað því," segir hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að komast í handboltalið Breta fyrir Ólympíuleikana í sumar. Faðir hans Atla er Breti og þar sem Atli hefur ekki leikið landsleik fyrir Ísland ætlaði hann að nýta sér þjóðerni föður síns til þess að komast í landsliðið fyrir ÓL. „Þetta var meira vesenið. Það kom nefnilega upp á dögunum að faðir minn er fæddur í Nígeríu. Mamma og pabbi voru þess utan aldrei gift þannig að ég er ekki löglegur. Ég á því ekki rétt á að fá ríkisfang sem stendur. Pabbi er mjög fúll yfir þessu enda smáatriði hvar hann er fæddur. Hann er Breti og öll hans fjölskylda fædd þar," segir Atli en hann hefði getað barist fyrir málinu en það hefði alltaf tekið of langan tíma og hann misst af leikunum. Þessi staða kom óvænt upp í síðasta mánuði en þá ætlaði Atli að koma til móts við landsliðið. Hefði hann staðið sig vel með liðinu þá hefði hann átt góðan möguleika á að komast til London í sumar. „Ég hélt að ég væri að fara að taka þátt í æfingabúðum en þá ætluðu þeir að nota mig í undankeppni HM gegn Austurríki. Þar sem það kom upp að ég væri líklega ekki löglegur datt það upp fyrir," segir Atli en hann lítur þó á björtu hliðarnar. „England er úti hjá mér en nú er spurning um að athuga hvort þeir spili handbolta í Nígeríu." Þó svo að ekkert verði af því að Atli taki þátt í leikunum hefur þetta mál leitt ýmislegt jákvætt af sér. Áður en ferlið fór í gang hafði Atli aldrei hitt föður sinn en það mun líklega breytast núna. „Við ætlum að reyna að hittast í sumar. Ég veit líka núna að ég á litla systur úti sem er skemmtilegt. Þetta er því ekki alslæmt." Handbolti Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Sjá meira
„Þetta er alveg hreint ótrúlega svekkjandi. Ég get ekki neitað því," segir hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að komast í handboltalið Breta fyrir Ólympíuleikana í sumar. Faðir hans Atla er Breti og þar sem Atli hefur ekki leikið landsleik fyrir Ísland ætlaði hann að nýta sér þjóðerni föður síns til þess að komast í landsliðið fyrir ÓL. „Þetta var meira vesenið. Það kom nefnilega upp á dögunum að faðir minn er fæddur í Nígeríu. Mamma og pabbi voru þess utan aldrei gift þannig að ég er ekki löglegur. Ég á því ekki rétt á að fá ríkisfang sem stendur. Pabbi er mjög fúll yfir þessu enda smáatriði hvar hann er fæddur. Hann er Breti og öll hans fjölskylda fædd þar," segir Atli en hann hefði getað barist fyrir málinu en það hefði alltaf tekið of langan tíma og hann misst af leikunum. Þessi staða kom óvænt upp í síðasta mánuði en þá ætlaði Atli að koma til móts við landsliðið. Hefði hann staðið sig vel með liðinu þá hefði hann átt góðan möguleika á að komast til London í sumar. „Ég hélt að ég væri að fara að taka þátt í æfingabúðum en þá ætluðu þeir að nota mig í undankeppni HM gegn Austurríki. Þar sem það kom upp að ég væri líklega ekki löglegur datt það upp fyrir," segir Atli en hann lítur þó á björtu hliðarnar. „England er úti hjá mér en nú er spurning um að athuga hvort þeir spili handbolta í Nígeríu." Þó svo að ekkert verði af því að Atli taki þátt í leikunum hefur þetta mál leitt ýmislegt jákvætt af sér. Áður en ferlið fór í gang hafði Atli aldrei hitt föður sinn en það mun líklega breytast núna. „Við ætlum að reyna að hittast í sumar. Ég veit líka núna að ég á litla systur úti sem er skemmtilegt. Þetta er því ekki alslæmt."
Handbolti Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik