Faðirinn fæddur í Nígeríu og Atli því ólöglegur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2012 08:00 Atli mun ekki spila fyrir Breta á ÓL í sumar. Fréttablaðið/Anton „Þetta er alveg hreint ótrúlega svekkjandi. Ég get ekki neitað því," segir hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að komast í handboltalið Breta fyrir Ólympíuleikana í sumar. Faðir hans Atla er Breti og þar sem Atli hefur ekki leikið landsleik fyrir Ísland ætlaði hann að nýta sér þjóðerni föður síns til þess að komast í landsliðið fyrir ÓL. „Þetta var meira vesenið. Það kom nefnilega upp á dögunum að faðir minn er fæddur í Nígeríu. Mamma og pabbi voru þess utan aldrei gift þannig að ég er ekki löglegur. Ég á því ekki rétt á að fá ríkisfang sem stendur. Pabbi er mjög fúll yfir þessu enda smáatriði hvar hann er fæddur. Hann er Breti og öll hans fjölskylda fædd þar," segir Atli en hann hefði getað barist fyrir málinu en það hefði alltaf tekið of langan tíma og hann misst af leikunum. Þessi staða kom óvænt upp í síðasta mánuði en þá ætlaði Atli að koma til móts við landsliðið. Hefði hann staðið sig vel með liðinu þá hefði hann átt góðan möguleika á að komast til London í sumar. „Ég hélt að ég væri að fara að taka þátt í æfingabúðum en þá ætluðu þeir að nota mig í undankeppni HM gegn Austurríki. Þar sem það kom upp að ég væri líklega ekki löglegur datt það upp fyrir," segir Atli en hann lítur þó á björtu hliðarnar. „England er úti hjá mér en nú er spurning um að athuga hvort þeir spili handbolta í Nígeríu." Þó svo að ekkert verði af því að Atli taki þátt í leikunum hefur þetta mál leitt ýmislegt jákvætt af sér. Áður en ferlið fór í gang hafði Atli aldrei hitt föður sinn en það mun líklega breytast núna. „Við ætlum að reyna að hittast í sumar. Ég veit líka núna að ég á litla systur úti sem er skemmtilegt. Þetta er því ekki alslæmt." Handbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
„Þetta er alveg hreint ótrúlega svekkjandi. Ég get ekki neitað því," segir hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að komast í handboltalið Breta fyrir Ólympíuleikana í sumar. Faðir hans Atla er Breti og þar sem Atli hefur ekki leikið landsleik fyrir Ísland ætlaði hann að nýta sér þjóðerni föður síns til þess að komast í landsliðið fyrir ÓL. „Þetta var meira vesenið. Það kom nefnilega upp á dögunum að faðir minn er fæddur í Nígeríu. Mamma og pabbi voru þess utan aldrei gift þannig að ég er ekki löglegur. Ég á því ekki rétt á að fá ríkisfang sem stendur. Pabbi er mjög fúll yfir þessu enda smáatriði hvar hann er fæddur. Hann er Breti og öll hans fjölskylda fædd þar," segir Atli en hann hefði getað barist fyrir málinu en það hefði alltaf tekið of langan tíma og hann misst af leikunum. Þessi staða kom óvænt upp í síðasta mánuði en þá ætlaði Atli að koma til móts við landsliðið. Hefði hann staðið sig vel með liðinu þá hefði hann átt góðan möguleika á að komast til London í sumar. „Ég hélt að ég væri að fara að taka þátt í æfingabúðum en þá ætluðu þeir að nota mig í undankeppni HM gegn Austurríki. Þar sem það kom upp að ég væri líklega ekki löglegur datt það upp fyrir," segir Atli en hann lítur þó á björtu hliðarnar. „England er úti hjá mér en nú er spurning um að athuga hvort þeir spili handbolta í Nígeríu." Þó svo að ekkert verði af því að Atli taki þátt í leikunum hefur þetta mál leitt ýmislegt jákvætt af sér. Áður en ferlið fór í gang hafði Atli aldrei hitt föður sinn en það mun líklega breytast núna. „Við ætlum að reyna að hittast í sumar. Ég veit líka núna að ég á litla systur úti sem er skemmtilegt. Þetta er því ekki alslæmt."
Handbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira