Umfjöllun og viðtöl: Fram 29 - ÍBV 21 | Fram vann einvígið 3-0 Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2012 16:58 Fram bókuðu miða sinn í lokaúrslit N1-deildar kvenna í fyrri hálfleik í 29-21 sigri sínum á ÍBV. Þær unnu alla leiki einvígisins og fara því í úrslitarimmuna fjórða árið í röð. Fram hafði unnið alla fjóra leiki liðanna á tímabilinu og þurfti sigur í kvöld til að tryggja úrslitasætið sitt. Leikmenn ÍBV vissu hins vegar að allt annað en sigur þýddi að þær væru komnar í sumarfrí. Góður varnarleikur einkenndi fyrstu mínútur leiksins og var jafnræði með liðunum fyrsta korterið. Þá tók Fram ágætis rispu og Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það virtist eitthvað klikka þar því Fram keyrði gjörsamlega yfir ÍBV að því loknu og náði öruggu 10 marka forskoti fyrir hálfleikinn, 16-6. Framarar komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu mest fimmtán marka forystu áður en Einar Jónsson, þjálfari Fram, gaf lykilleikmönnum sínum hvíld. Þá tók við ágætiskafli þar sem ÍBV minnkaði muninn niður í átta mörk, 29-21, og var það lokastaðan. Kostulegt atvik átti sér þó stað um miðjan hálfleikinn. Guðbjörg Guðmannsdóttir, leikmaður ÍBV, varð eini útileikmaður ÍBV eftir inn á vellinum þar sem hinir fimm voru allir út af vegna tveggja mínútna brottvísunar. Guðbjörg fékk liðsstyrk nokkrum sekúndum seinna þegar þær fengu einn leikmann aftur inná og fóru þær tvær saman fram í sóknina og náðu á undraverðan hátt að skora. Ljóst er eftir þessa rimmu að Fram var númeri of stórt fyrir lið ÍBV og var leikurinn í dag aldrei í hættu frá áttundu mínútu leiksins. Bæði liðin byrjuðu á flottri vörn en um leið og Fram leysti úr því keyrðu þær yfir ÍBV og litu aldrei um öxl. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir markahæst með 11 mörk en í liði ÍBV var Georgeta Grigore atkvæðamest með 10 mörk. Fram mætir annað hvort Val eða Stjörnunni í úrslitarimmunni en Valur leiðir í þeirri rimmu, 2-0. Þriðji leikur liðanna fer fram í Vodafone-höllinni annað kvöld. Stella: Kominn tími á Íslandsmeistaratitil„Frábær fyrri hálfleikur grundvallaði þetta, við vorum að spila flotta vörn og flotta sókn og við klárum þetta eiginlega í fyrri hálfleik þegar staðan er 16-6," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það fór smá um mig í byrjuninni, ég var hrædd um að við værum eitthvað að slaka of mikið á. Svo kom leikhlé og við róuðumst aðeins og sóknin fór að rúlla meira sem kom okkur af stað." „Við komumst upp í 15 mörk og fengum fínan möguleika að dreifa álaginu, við þurfum allar að vera tilbúnar þegar kallið kemur í úrslitakeppninni. Núna tekur svo átta daga pása við þar sem við munum æfa stíft og einbeita okkur að úrslitaleiknum." Fram hefur tapað úrslitaleiknum þrjú ár í röð og Stella er ákveðin að ná titlinum í ár. „Það er kominn tími á að við tökum Íslandsmeistaratitilinn, liðsheildin er miklu betri en síðustu ár þannig ég hef fulla trú á okkur í þetta úrslitaeinvígi sem verður líklegast við Val." „Þetta verður frábært fyrir handboltafólk að fylgjast með þeirri rimmu, leikir liðanna hafa verið frábærir í vetur og bæði liðin hafa unnið einn leik í deildinni. Það verður líklegast dagsform hvers leiks sem mun ráða úrslitunum," sagði Stella. Svavar: Vill fá íslenskt vegabréf fyrir Florentinu,„Þetta var ömurlegur endir á tímabilinu, þetta var ömurleikur af okkar hálfu, til þess að við gætum gert þetta að einhverjum leik þurftum við að eiga algeran toppleik," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. „Fram eru náttúrulega miklu betra lið en við erum með og við vorum langt frá okkar besta í dag. Þær sýndu hér í dag afhverju þær eru að fara í úrslitaleikinn en ekki við." Florentina Stanciu átti góðann leik í marki ÍBV og kom hún í veg fyrir stærra tap með fjölda góðra markvarslna. „Florentina er búin að vera frábær í allan vetur, það þarf einhver að fara að græja á hana vegabréf. Hún er búin að vera besti leikmaður deildarinnar fyrir sitt lið og hún yrði mikil hvalreki fyrir íslenskann handbolta og landsliðið. Ég set hana, Stellu og Önnu Úrsúlu í sama flokk sem svona meginpunkta sinna liða sem liðin eru að byggja í kringum." Leikurinn í dag var þó aldrei í hættu og segir lokastaðan ekki nægilega skýra mynd, Fram gekk frá leiknum snemma í fyrri hálfleik. „Mér fannst vera svolítið vonleysi í hópnum eftir tapið í síðasta leik. Við það slökknaði svolítið neistinn sem við höfðum og mér fannst stelpurnar ekki hafa trú á verkefninu hér í kvöld." Kostulegt atvik átti sér stað um miðbik seinni hálfleiks þegar dómarar leiksins ráku 5 leikmenn ÍBV í 2. mínútna refsingu. „Maður hefur lent í þessu sjálfur fyrir nokkrum árum en við náðum ekki að skora eins og Guðbjörg gerði núna. Það er eiginlega ótrúlegt að þær hafi náð að skora af níu metrunum tvær gegn sex," sagði Svavar. Guðrún Ósk: Máttum ekkert slaka á„Við vildum reyna að klára þessa seríu í þremur leikjum, fá smá hvíld fyrir úrslitaleikinn sjálfann," sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir, markmaður Fram eftir leikinn. Fram tryggði sér sæti í úrslitaleik N1-deildar kvenna fjórða árið í röð með sigrinum í kvöld. „Við náðum að æfa mjög vel í pásunni á meðan þær voru í erfiðum leikjum við Gróttu. Við fengum því góða hvíld og komum vel tilbúnar inn í þetta einvígi." „ÍBV er búið að vera að spila sig vel saman sem lið og við vissum að þetta yrði erfið rimma." „Við vissum að við mættum ekkert slaka á því þær gætu ennþá komist inn í leikinn. Við héldum bara áfram að spila okkar leik og náum vonandi að halda því áfram inn í úrslitaleikinn." sagði Guðrún. Olís-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Fram bókuðu miða sinn í lokaúrslit N1-deildar kvenna í fyrri hálfleik í 29-21 sigri sínum á ÍBV. Þær unnu alla leiki einvígisins og fara því í úrslitarimmuna fjórða árið í röð. Fram hafði unnið alla fjóra leiki liðanna á tímabilinu og þurfti sigur í kvöld til að tryggja úrslitasætið sitt. Leikmenn ÍBV vissu hins vegar að allt annað en sigur þýddi að þær væru komnar í sumarfrí. Góður varnarleikur einkenndi fyrstu mínútur leiksins og var jafnræði með liðunum fyrsta korterið. Þá tók Fram ágætis rispu og Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það virtist eitthvað klikka þar því Fram keyrði gjörsamlega yfir ÍBV að því loknu og náði öruggu 10 marka forskoti fyrir hálfleikinn, 16-6. Framarar komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu mest fimmtán marka forystu áður en Einar Jónsson, þjálfari Fram, gaf lykilleikmönnum sínum hvíld. Þá tók við ágætiskafli þar sem ÍBV minnkaði muninn niður í átta mörk, 29-21, og var það lokastaðan. Kostulegt atvik átti sér þó stað um miðjan hálfleikinn. Guðbjörg Guðmannsdóttir, leikmaður ÍBV, varð eini útileikmaður ÍBV eftir inn á vellinum þar sem hinir fimm voru allir út af vegna tveggja mínútna brottvísunar. Guðbjörg fékk liðsstyrk nokkrum sekúndum seinna þegar þær fengu einn leikmann aftur inná og fóru þær tvær saman fram í sóknina og náðu á undraverðan hátt að skora. Ljóst er eftir þessa rimmu að Fram var númeri of stórt fyrir lið ÍBV og var leikurinn í dag aldrei í hættu frá áttundu mínútu leiksins. Bæði liðin byrjuðu á flottri vörn en um leið og Fram leysti úr því keyrðu þær yfir ÍBV og litu aldrei um öxl. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir markahæst með 11 mörk en í liði ÍBV var Georgeta Grigore atkvæðamest með 10 mörk. Fram mætir annað hvort Val eða Stjörnunni í úrslitarimmunni en Valur leiðir í þeirri rimmu, 2-0. Þriðji leikur liðanna fer fram í Vodafone-höllinni annað kvöld. Stella: Kominn tími á Íslandsmeistaratitil„Frábær fyrri hálfleikur grundvallaði þetta, við vorum að spila flotta vörn og flotta sókn og við klárum þetta eiginlega í fyrri hálfleik þegar staðan er 16-6," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það fór smá um mig í byrjuninni, ég var hrædd um að við værum eitthvað að slaka of mikið á. Svo kom leikhlé og við róuðumst aðeins og sóknin fór að rúlla meira sem kom okkur af stað." „Við komumst upp í 15 mörk og fengum fínan möguleika að dreifa álaginu, við þurfum allar að vera tilbúnar þegar kallið kemur í úrslitakeppninni. Núna tekur svo átta daga pása við þar sem við munum æfa stíft og einbeita okkur að úrslitaleiknum." Fram hefur tapað úrslitaleiknum þrjú ár í röð og Stella er ákveðin að ná titlinum í ár. „Það er kominn tími á að við tökum Íslandsmeistaratitilinn, liðsheildin er miklu betri en síðustu ár þannig ég hef fulla trú á okkur í þetta úrslitaeinvígi sem verður líklegast við Val." „Þetta verður frábært fyrir handboltafólk að fylgjast með þeirri rimmu, leikir liðanna hafa verið frábærir í vetur og bæði liðin hafa unnið einn leik í deildinni. Það verður líklegast dagsform hvers leiks sem mun ráða úrslitunum," sagði Stella. Svavar: Vill fá íslenskt vegabréf fyrir Florentinu,„Þetta var ömurlegur endir á tímabilinu, þetta var ömurleikur af okkar hálfu, til þess að við gætum gert þetta að einhverjum leik þurftum við að eiga algeran toppleik," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. „Fram eru náttúrulega miklu betra lið en við erum með og við vorum langt frá okkar besta í dag. Þær sýndu hér í dag afhverju þær eru að fara í úrslitaleikinn en ekki við." Florentina Stanciu átti góðann leik í marki ÍBV og kom hún í veg fyrir stærra tap með fjölda góðra markvarslna. „Florentina er búin að vera frábær í allan vetur, það þarf einhver að fara að græja á hana vegabréf. Hún er búin að vera besti leikmaður deildarinnar fyrir sitt lið og hún yrði mikil hvalreki fyrir íslenskann handbolta og landsliðið. Ég set hana, Stellu og Önnu Úrsúlu í sama flokk sem svona meginpunkta sinna liða sem liðin eru að byggja í kringum." Leikurinn í dag var þó aldrei í hættu og segir lokastaðan ekki nægilega skýra mynd, Fram gekk frá leiknum snemma í fyrri hálfleik. „Mér fannst vera svolítið vonleysi í hópnum eftir tapið í síðasta leik. Við það slökknaði svolítið neistinn sem við höfðum og mér fannst stelpurnar ekki hafa trú á verkefninu hér í kvöld." Kostulegt atvik átti sér stað um miðbik seinni hálfleiks þegar dómarar leiksins ráku 5 leikmenn ÍBV í 2. mínútna refsingu. „Maður hefur lent í þessu sjálfur fyrir nokkrum árum en við náðum ekki að skora eins og Guðbjörg gerði núna. Það er eiginlega ótrúlegt að þær hafi náð að skora af níu metrunum tvær gegn sex," sagði Svavar. Guðrún Ósk: Máttum ekkert slaka á„Við vildum reyna að klára þessa seríu í þremur leikjum, fá smá hvíld fyrir úrslitaleikinn sjálfann," sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir, markmaður Fram eftir leikinn. Fram tryggði sér sæti í úrslitaleik N1-deildar kvenna fjórða árið í röð með sigrinum í kvöld. „Við náðum að æfa mjög vel í pásunni á meðan þær voru í erfiðum leikjum við Gróttu. Við fengum því góða hvíld og komum vel tilbúnar inn í þetta einvígi." „ÍBV er búið að vera að spila sig vel saman sem lið og við vissum að þetta yrði erfið rimma." „Við vissum að við mættum ekkert slaka á því þær gætu ennþá komist inn í leikinn. Við héldum bara áfram að spila okkar leik og náum vonandi að halda því áfram inn í úrslitaleikinn." sagði Guðrún.
Olís-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira