Sölvi sótti Haiti heim 23. apríl 2012 11:45 myndir/sölvi Í janúar 2010 varð jarðskjálfti upp á 7 á richter á Haiti. Ástandið í landi sem þegar var fátækasta ríki vesturheims fór frá því að vera mjög vont yfir í að verða hræðilegt. Tugþúsundir barna misstu foreldra sína. Í gegnum velviljað fólk, félagasamtök og fyrirtæki á Íslandi tókst að setja á stofn munaðarleysingjahemili fyrir hluta af þeim börnum sem misstu foreldra sína. Í tvö ár hafa þessi börn átt þess kost að lifa góðu lífi fyrir íslenska peninga. Börnin glöð þrátt fyrir frumstæðar aðstæður „Þó að aðstæðurnar séu frumstæðar eru börnin bæði glöð og þakklát. En nú er svo komið að það vantar allan stöðugleika og heimilið lifir frá mánuði til mánaðar. Ég ákvað því að reyna að leggja mitt af mörkum til að ná í pening til að hægt sé að halda þessari frábæru starfsemi áfram gangandi. Það var verulega sérstakt fyrir mig að koma í raunveruleika af þessu tagi, þar sem ég hef allt mitt líf alist upp sem verndað millistéttarbarn á Íslandi og reyni ekki að halda öðru fram en ég sé einn af hinum heppnu í heiminum, þrátt fyrir að ég eigi mín vandamál eins og allir aðrir. Ég get varla byrjað að telja upp alla þá hluti sem okkur þykja sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki," segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem kynntist af eigin raun ástandinu á Haiti.Skíthræddur oft á tíðum „Ég lenti í mörgu þarna úti og var oft á tíðum eiginlega skíthræddur. Sá varla hvítan mann allan tímann, auk þess sem ég var svo grænn að mæta í landið með dollara, sem fæstir nota þarna. Strax og ég lenti var mér hent í djúpu laugina. Rútan var farin, svo mér var plantað aftast í sendiferðabíl, þar sem ég hélt á ferðatöskunni minni í fanginu í fimm klukkustunda keyrslu yfir landið þvert og endilangt. Hæst sá ég mælinn fara í 190 km hraða á bíl sem var að minnsta kosti fimmtán ára gamall og leit ekki út fyrir að komast nálægt þessum hraða. Nær alla leiðina var fólk á gangi við vegkantinn, auk þess sem myrkur var orðið töluvert. Mér var sagt þegar ég kom út að mestalla leiðina hafi flestir farþeganna verið að hrópa á bílstjórann að hægja ferðina og að hann væri snarklikkaður, enda væru börn að gangi í vegkantinum. Mér létti við að vita að ég var ekki einn um að finnast þessi ferð full háskaleg. Ég hafði hent í mig tveimur parkodín forte sem ég var með uppi við, í þeirri von að kódinið myndi róa mig eilítið. Er ekki frá því að það hafi gert það. Þetta er bara lítið brot af því sem ég upplifði á nokkrum dögum þarna úti, enda samfélagið í meira lagi frábrugðið því sem maður þekkir héðan." „En allt var þetta vel þessi virði þegar ég sá hvernig búið er um börnin á heimilinu. Þar fer fram frábært starf sem óeigingjarnt fólk á vettvangi vinnur að mestu í sjálfboðavinnu. 500 þúsund krónur á mánuði duga fyrir húsaskjóli, skólagöngu, fæði, klæði og lyfjum fyrir 100 börn, sem annars væru sennilega ekki á lífi. Ég geri ekki lítið úr góðu starfi hefðbundinna hjálparsamtaka, en þetta er lægri upphæð en laun og launatengd gjöld fyrir einn hjálparstarfsmann. Hver einasta króna sem safnast fer beint í munaðarleysingjaheimilið," segir Sölvi. Allar upplýsingar má annars finna á www.haiti.is. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Í janúar 2010 varð jarðskjálfti upp á 7 á richter á Haiti. Ástandið í landi sem þegar var fátækasta ríki vesturheims fór frá því að vera mjög vont yfir í að verða hræðilegt. Tugþúsundir barna misstu foreldra sína. Í gegnum velviljað fólk, félagasamtök og fyrirtæki á Íslandi tókst að setja á stofn munaðarleysingjahemili fyrir hluta af þeim börnum sem misstu foreldra sína. Í tvö ár hafa þessi börn átt þess kost að lifa góðu lífi fyrir íslenska peninga. Börnin glöð þrátt fyrir frumstæðar aðstæður „Þó að aðstæðurnar séu frumstæðar eru börnin bæði glöð og þakklát. En nú er svo komið að það vantar allan stöðugleika og heimilið lifir frá mánuði til mánaðar. Ég ákvað því að reyna að leggja mitt af mörkum til að ná í pening til að hægt sé að halda þessari frábæru starfsemi áfram gangandi. Það var verulega sérstakt fyrir mig að koma í raunveruleika af þessu tagi, þar sem ég hef allt mitt líf alist upp sem verndað millistéttarbarn á Íslandi og reyni ekki að halda öðru fram en ég sé einn af hinum heppnu í heiminum, þrátt fyrir að ég eigi mín vandamál eins og allir aðrir. Ég get varla byrjað að telja upp alla þá hluti sem okkur þykja sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki," segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem kynntist af eigin raun ástandinu á Haiti.Skíthræddur oft á tíðum „Ég lenti í mörgu þarna úti og var oft á tíðum eiginlega skíthræddur. Sá varla hvítan mann allan tímann, auk þess sem ég var svo grænn að mæta í landið með dollara, sem fæstir nota þarna. Strax og ég lenti var mér hent í djúpu laugina. Rútan var farin, svo mér var plantað aftast í sendiferðabíl, þar sem ég hélt á ferðatöskunni minni í fanginu í fimm klukkustunda keyrslu yfir landið þvert og endilangt. Hæst sá ég mælinn fara í 190 km hraða á bíl sem var að minnsta kosti fimmtán ára gamall og leit ekki út fyrir að komast nálægt þessum hraða. Nær alla leiðina var fólk á gangi við vegkantinn, auk þess sem myrkur var orðið töluvert. Mér var sagt þegar ég kom út að mestalla leiðina hafi flestir farþeganna verið að hrópa á bílstjórann að hægja ferðina og að hann væri snarklikkaður, enda væru börn að gangi í vegkantinum. Mér létti við að vita að ég var ekki einn um að finnast þessi ferð full háskaleg. Ég hafði hent í mig tveimur parkodín forte sem ég var með uppi við, í þeirri von að kódinið myndi róa mig eilítið. Er ekki frá því að það hafi gert það. Þetta er bara lítið brot af því sem ég upplifði á nokkrum dögum þarna úti, enda samfélagið í meira lagi frábrugðið því sem maður þekkir héðan." „En allt var þetta vel þessi virði þegar ég sá hvernig búið er um börnin á heimilinu. Þar fer fram frábært starf sem óeigingjarnt fólk á vettvangi vinnur að mestu í sjálfboðavinnu. 500 þúsund krónur á mánuði duga fyrir húsaskjóli, skólagöngu, fæði, klæði og lyfjum fyrir 100 börn, sem annars væru sennilega ekki á lífi. Ég geri ekki lítið úr góðu starfi hefðbundinna hjálparsamtaka, en þetta er lægri upphæð en laun og launatengd gjöld fyrir einn hjálparstarfsmann. Hver einasta króna sem safnast fer beint í munaðarleysingjaheimilið," segir Sölvi. Allar upplýsingar má annars finna á www.haiti.is.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira