Robert Parker: Dýfa gæti komið á mörkuðum í desember Magnús Halldórsson skrifar 19. september 2012 13:13 Parker heldur erindi í Turninum. mynd/ gva. Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið. Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið.
Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira