Viðskipti innlent

Ósáttir við að Skeljungur noti nafn Orkunnar

Fyrirtækið Orka ehf hefur stefnt Skeljungi fyrir að nota nafnið Orkan í atvinnustarfsemi, en Orka er fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og viðgerðum á bílrúðum sem og sölu á bílalakki og öðrum vörum sem tengjast bifreiðum. Fyrirtækið var stofnað árið 1944.

Með því að hafa notað heitið „Orkan" í atvinnustarfsemi sinni telur Orka ehf. Skeljung hafa sýnt af sér óréttmæta viðskiptahætti og með því brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, en Skeljungur rekur hluta bensínstöðva sinna undir nafninu Orkan.

Notkun Skeljungs hf. á heitinu er jafnframt í andstöðu við dómsátt sem gerð var árið 1995 þar sem Bensínfélagið Orkan hf., dótturfélag Skeljungs hf., samþykkti að breyta firmaheiti sínu úr „Orkan hf." í „Bensínorkan hf."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×