Um minni og gleymsku Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 5. nóvember 2012 15:02 Sigling um sýkin Álfrún Gunnlaugsdóttir Mál og menning Í Siglingunni um síkin tekur Álfrún Gunnlaugsdóttir til meðhöndlunar efni sem furðu sjaldan er fjallað um í íslenskum bókmenntum. Hvernig það er að eldast og glata andlegum þrótti, hvernig það er að þurfa að sættast við ævi sína á lokametrunum, hvernig það er að vera "upp á aðra komin" en þrá að halda reisn sinni. Gyðríður (sem til allrar hamingju er kölluð Gyða) er komin á efri ár og býr hjá Sölva syni sínum í Reykjavík á dögum búsáhaldabyltingarinnar. Gyða bíður þess að Sölvi finni fyrir sig íbúð í stað einbýlishússins sem hann aðstoðaði hana við að selja, en einhver tregða virðist vera í þeim málum, enda þjóðfélagsástandið ekki til að hrópa húrra fyrir. Kólumbíska húshjálpin Elena er nokkurs konar gæslukona Gyðu, en ferðafrelsi hennar er takmarkað, þó að í fyrstu átti hvorki hún sjálf né lesendur sig á ástæðum þess. Gyða íhugar lífshlaup sitt meðfram því sem hún reynir að henda reiður á aðstæðum sínum. Hvers vegna fóru hlutirnir eins og þeir fóru? er líklega algeng spurning við ævilok og Gyða siglir um síki minninganna í von um að finna svör. Sagan gerist á nokkrum tímasviðum, en sögukona rifjar upp ævi sína frá því að hún er lítil stúlka þar til hún eignast mann og börn og lesendur fá að fylgjast með því hvernig líf hennar hefur þróast. Ekki er alltaf ljóst hvað er draumur og hvað veruleiki, fortíð eða nútíð. Sumt er horfið úr minninu, annað situr þar fast og enn annað hefur hugurinn búið til. Minningarnar koma víst ekki eftir pöntun, fremur en atburðir lífsins sjálfs. Margt fer öðruvísi en ætlað er og sumt er fjandanum erfiðara að sætta sig við. Gyða hefur glatað sambandi við Svölu dóttur sína og skrifar henni bréf í von um að bæta úr því, en veit ekki hvert hún á að senda þau. Önundur, maður úr fortíðinni, skýtur upp kollinum og við endurnýjun þeirra kynna raðar Gyða saman brotum úr ævi sinni og leggur á hana mat: Líkast til er söknuður sterkasta tilfinningin sem fylgir manni ævina út, fyrir utan ástina...þótt oftast sé hún í fylgd með söknuðinum. Maður er alltaf að kveðja, beint eða óbeint, og eftir situr tregi sem setur mark sitt á mann. (162) Siglingin um síkin fjallar um gamla konu, en textinn er síungur og sprækur. Gyða er eftirminnileg sögukona, einmitt vegna þess að hún er breysk og hún situr ekki á friðarstóli ellinnar, heldur horfist í augu við mistök sín, gömul og ný. Niðurstaða: Snjöll saga um elli, eftirsjá og misáreiðanlegar minningar. Skrifuð af innsæi og listfengi. Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sigling um sýkin Álfrún Gunnlaugsdóttir Mál og menning Í Siglingunni um síkin tekur Álfrún Gunnlaugsdóttir til meðhöndlunar efni sem furðu sjaldan er fjallað um í íslenskum bókmenntum. Hvernig það er að eldast og glata andlegum þrótti, hvernig það er að þurfa að sættast við ævi sína á lokametrunum, hvernig það er að vera "upp á aðra komin" en þrá að halda reisn sinni. Gyðríður (sem til allrar hamingju er kölluð Gyða) er komin á efri ár og býr hjá Sölva syni sínum í Reykjavík á dögum búsáhaldabyltingarinnar. Gyða bíður þess að Sölvi finni fyrir sig íbúð í stað einbýlishússins sem hann aðstoðaði hana við að selja, en einhver tregða virðist vera í þeim málum, enda þjóðfélagsástandið ekki til að hrópa húrra fyrir. Kólumbíska húshjálpin Elena er nokkurs konar gæslukona Gyðu, en ferðafrelsi hennar er takmarkað, þó að í fyrstu átti hvorki hún sjálf né lesendur sig á ástæðum þess. Gyða íhugar lífshlaup sitt meðfram því sem hún reynir að henda reiður á aðstæðum sínum. Hvers vegna fóru hlutirnir eins og þeir fóru? er líklega algeng spurning við ævilok og Gyða siglir um síki minninganna í von um að finna svör. Sagan gerist á nokkrum tímasviðum, en sögukona rifjar upp ævi sína frá því að hún er lítil stúlka þar til hún eignast mann og börn og lesendur fá að fylgjast með því hvernig líf hennar hefur þróast. Ekki er alltaf ljóst hvað er draumur og hvað veruleiki, fortíð eða nútíð. Sumt er horfið úr minninu, annað situr þar fast og enn annað hefur hugurinn búið til. Minningarnar koma víst ekki eftir pöntun, fremur en atburðir lífsins sjálfs. Margt fer öðruvísi en ætlað er og sumt er fjandanum erfiðara að sætta sig við. Gyða hefur glatað sambandi við Svölu dóttur sína og skrifar henni bréf í von um að bæta úr því, en veit ekki hvert hún á að senda þau. Önundur, maður úr fortíðinni, skýtur upp kollinum og við endurnýjun þeirra kynna raðar Gyða saman brotum úr ævi sinni og leggur á hana mat: Líkast til er söknuður sterkasta tilfinningin sem fylgir manni ævina út, fyrir utan ástina...þótt oftast sé hún í fylgd með söknuðinum. Maður er alltaf að kveðja, beint eða óbeint, og eftir situr tregi sem setur mark sitt á mann. (162) Siglingin um síkin fjallar um gamla konu, en textinn er síungur og sprækur. Gyða er eftirminnileg sögukona, einmitt vegna þess að hún er breysk og hún situr ekki á friðarstóli ellinnar, heldur horfist í augu við mistök sín, gömul og ný. Niðurstaða: Snjöll saga um elli, eftirsjá og misáreiðanlegar minningar. Skrifuð af innsæi og listfengi.
Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira