Handbolti

Framarar í bikarúrslitaleikinn í tíunda skipti - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framarar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í kvöld með dramatískum eins marks sigri á HK, 24-23, í Digranesi. Framarar eru þar með komnir í Höllina í tíunda skiptið en þeir hafa ekki unnið bikarinn síðan 2000 eða í tólf ár.

Fram mætir Haukum í bikarsúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni 25. febrúar þökk sé sigurmarki Sigurðar Eggertssonar beint úr aukakasti í lok leiksins. Fram var yfir allan leikinn og fimm mörkum yfir þegar 15 mínútur voru eftir en HK náði að jafna metin í lokin.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik HK og Fram í Digranesinu í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×