Poppað en kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 3. febrúar 2012 20:00 Vicky. Cast A Light. Cast a Light er önnur plata hafnfirsku rokkhljómsveitarinnar Vicky, en hún er skipuð þremur stelpum og einum strák. Eygló syngur, Ástrós spilar á bassa, Karlotta á gítar og Orri á trommur. Vicky er mjög öflugt og skemmtilegt tónleikaband og hefur meðal annars vakið mikla athygli á Iceland Airwaves undanfarin ár. Tónlistin sem þau spila er kraftmikið gítarrokk með poppuðu ívafi. Lagasmíðarnar á Cast a Light eru fínar, ryþmaparið er þétt og gítarleikarinn er að gera mjög góða hluti. Eygló er líka hörku rokksöngkona og verður bara betri. Það eru tíu lög á plötunni og þau standa öll fyrir sínu, þó að ég haldi einna mest upp á Feel Good, Lullaby, Cast a Light og lokalagið Gold, sem sker sig nokkuð úr: Rólegt og órafmagnað popplag með víóluleik. Cast a Light kom út í haust, en flaug frekar lágt. Vicky hefur vakið athygli erlendis og m.a. spilað bæði í Bandaríkjunum og Kína, auk þess sem sjálfur David Fricke hjá Rolling Stone mælti sérstaklega með Cast a Light nýlega. Tónlistin sem Vicky spilar er ekki það ferskasta í dag, en Cast a Light er samt sem áður mjög vel unnin og heilsteypt rokkplata. Sem sagt: Heilsteypt og vel unnin rokkplata. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Vicky. Cast A Light. Cast a Light er önnur plata hafnfirsku rokkhljómsveitarinnar Vicky, en hún er skipuð þremur stelpum og einum strák. Eygló syngur, Ástrós spilar á bassa, Karlotta á gítar og Orri á trommur. Vicky er mjög öflugt og skemmtilegt tónleikaband og hefur meðal annars vakið mikla athygli á Iceland Airwaves undanfarin ár. Tónlistin sem þau spila er kraftmikið gítarrokk með poppuðu ívafi. Lagasmíðarnar á Cast a Light eru fínar, ryþmaparið er þétt og gítarleikarinn er að gera mjög góða hluti. Eygló er líka hörku rokksöngkona og verður bara betri. Það eru tíu lög á plötunni og þau standa öll fyrir sínu, þó að ég haldi einna mest upp á Feel Good, Lullaby, Cast a Light og lokalagið Gold, sem sker sig nokkuð úr: Rólegt og órafmagnað popplag með víóluleik. Cast a Light kom út í haust, en flaug frekar lágt. Vicky hefur vakið athygli erlendis og m.a. spilað bæði í Bandaríkjunum og Kína, auk þess sem sjálfur David Fricke hjá Rolling Stone mælti sérstaklega með Cast a Light nýlega. Tónlistin sem Vicky spilar er ekki það ferskasta í dag, en Cast a Light er samt sem áður mjög vel unnin og heilsteypt rokkplata. Sem sagt: Heilsteypt og vel unnin rokkplata.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira