Fjör á fjöllum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. febrúar 2012 12:00 Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja á ný í The Grey. Bíó. The Grey. Leikstjórn: Joe Carnahan. Leikarar: Liam Neeson, Frank Grillo, Dermot Mulroney, Dallas Roberts, Joe Anderson, Nonso Anozie, James Badge Dale. Úlfaveiðimaðurinn Ottway (Liam Neeson) er á barmi sjálfsvígs þegar hann lendir í flugslysi í snævi þöktum fjöllum Alaska. Hann kemst þó lifandi úr brakinu og tekst að bjarga sex öðrum, en enginn veit hvar þeir eru staddir og hungraðir úlfar sitja um sjömenningana. Það er vissulega kaldhæðnislegt að fylgjast með manni í sjálfsvígshugleiðingum berjast fyrir lífi sínu og reynir myndin að segja manni sitthvað um lífið og dauðann. Joe Carnahan er ágætur leikstjóri og skapar hér margar eftirminnilegar senur. Sjálft flugslysið er frábærlega sviðsett og atriðið þar sem mennirnir hanga yfir þverhnípi á samanhnýttum fatapjötlum er ógleymanlegt. Úlfarnir eru mis-raunverulegir en sleppa fyrir horn. Tónlist er notuð sparlega og kemur það vel út að sleppa henni, eins og gert er í sumum af æsilegri atriðunum. Líkt og margar aðrar myndir af svipuðum toga reynir The Grey að tvinna saman hrollvekjandi spennu og listræna dramatík. Sem spennumynd virkar hún fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum og yfirlýstar dagdraumasenurnar þar sem kona Ottways hvíslar til hans valda flissi frekar en að vekja forvitni. Niðurstaða: Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. The Grey. Leikstjórn: Joe Carnahan. Leikarar: Liam Neeson, Frank Grillo, Dermot Mulroney, Dallas Roberts, Joe Anderson, Nonso Anozie, James Badge Dale. Úlfaveiðimaðurinn Ottway (Liam Neeson) er á barmi sjálfsvígs þegar hann lendir í flugslysi í snævi þöktum fjöllum Alaska. Hann kemst þó lifandi úr brakinu og tekst að bjarga sex öðrum, en enginn veit hvar þeir eru staddir og hungraðir úlfar sitja um sjömenningana. Það er vissulega kaldhæðnislegt að fylgjast með manni í sjálfsvígshugleiðingum berjast fyrir lífi sínu og reynir myndin að segja manni sitthvað um lífið og dauðann. Joe Carnahan er ágætur leikstjóri og skapar hér margar eftirminnilegar senur. Sjálft flugslysið er frábærlega sviðsett og atriðið þar sem mennirnir hanga yfir þverhnípi á samanhnýttum fatapjötlum er ógleymanlegt. Úlfarnir eru mis-raunverulegir en sleppa fyrir horn. Tónlist er notuð sparlega og kemur það vel út að sleppa henni, eins og gert er í sumum af æsilegri atriðunum. Líkt og margar aðrar myndir af svipuðum toga reynir The Grey að tvinna saman hrollvekjandi spennu og listræna dramatík. Sem spennumynd virkar hún fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum og yfirlýstar dagdraumasenurnar þar sem kona Ottways hvíslar til hans valda flissi frekar en að vekja forvitni. Niðurstaða: Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira