Gabríel með stjörnuhröp 3. febrúar 2012 09:00 Gabríel, Opee og Valdimar hafa sent frá sér lagið Stjörnuhröp. Mynd/Snorri Hertervig Lagið Stjörnuhröp er komið út. Það er hugarfóstur dularfulls tónlistarmanns sem vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi um árin en fetar nú nýjar slóðir undir listamannsnafninu Gabríel. Með laginu er kynnt til sögunnar nýtt afl í íslensku hipphoppi. Gabríel fékk til liðs við sig söngvarann Valdimar Guðmundsson og rapparann Opee sem saman setja svip sinn á lagið. Opee er meðlimur O.N.E. og hefur auk þess unnið með mörgum af helstu hipphoppsveitum landsins, til að mynda Quarashi og Original Melody. Valdimar Guðmundsson er forsprakki hljómsveitarinnar Valdimar og hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi sem einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar. Hægt er að hlusta á lagið og hala því niður frítt í takmarkaðan tíma á síðunni Gabrieliceland.bandcamp.com. Fleiri upplýsingar má finna á Facebook.com/gabrieliceland. Harmageddon Tónlist Mest lesið Harmageddon fer til Grænlands Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Nordic Playlist setur upp útvarpsstöð í Reykjavík Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon „Ef þú hefur ekki stjórn á sjálfum þér þá getur þú ekki stjórnað stórum vinnustað“ Harmageddon Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina Harmageddon Semja ný lög í sumarbústað Harmageddon Hljómsveitin Filter í viðtali við X-ið 977 Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon
Lagið Stjörnuhröp er komið út. Það er hugarfóstur dularfulls tónlistarmanns sem vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi um árin en fetar nú nýjar slóðir undir listamannsnafninu Gabríel. Með laginu er kynnt til sögunnar nýtt afl í íslensku hipphoppi. Gabríel fékk til liðs við sig söngvarann Valdimar Guðmundsson og rapparann Opee sem saman setja svip sinn á lagið. Opee er meðlimur O.N.E. og hefur auk þess unnið með mörgum af helstu hipphoppsveitum landsins, til að mynda Quarashi og Original Melody. Valdimar Guðmundsson er forsprakki hljómsveitarinnar Valdimar og hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi sem einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar. Hægt er að hlusta á lagið og hala því niður frítt í takmarkaðan tíma á síðunni Gabrieliceland.bandcamp.com. Fleiri upplýsingar má finna á Facebook.com/gabrieliceland.
Harmageddon Tónlist Mest lesið Harmageddon fer til Grænlands Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Nordic Playlist setur upp útvarpsstöð í Reykjavík Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon „Ef þú hefur ekki stjórn á sjálfum þér þá getur þú ekki stjórnað stórum vinnustað“ Harmageddon Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina Harmageddon Semja ný lög í sumarbústað Harmageddon Hljómsveitin Filter í viðtali við X-ið 977 Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon