Fjölmiðlar eru afgangsstærð í kerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. maí 2012 08:00 Hagsmunir dómstóla og fjölmiðla fara saman í þeim skilningi að það er mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um störf dómstóla sé vönduð þannig að traust almennings á dómstólum endurspegli þau vinnubrögð sem þar eru stunduð. Ef þau eru vönduð mun fjölmiðlaumfjöllun endurspegla það. Blaða- og fréttamenn eru ekki skilgreind stærð í réttarkerfinu og veldur það ákveðnum vanda að mati margra sem í greininni starfa. Fyrirspurnum um upplýsingar og beiðnum er mætt með litlum skilningi hjá dómstólum og með sama hætti og ef venjulegir og óbreyttir borgarar ættu í hlut. Það mætti vera fyrirfram skilgreint hjá dómstólum hvernig eigi að bregðast við fyrirspurnum frá blaða- og fréttamönnum. Þannig að viðbrögð allra dómstóla séu eins.Aðgangur að réttarhöldum Sú staðreynd að blaða- og fréttamenn fá ekki forgang að réttarhöldum lýsir ekki aðeins vanþekkingu á störfum fjölmiðla og er gamaldags heldur er á skjön við það sem þekkist á Norðurlöndunum og í Bretlandi. (Sjá til dæmis aðgang blaða- og fréttamanna að aðalmeðferð í máli Anders Behring Breivik í Noregi. Blaðamenn eiga frátekin sæti o.s.frv.) Gott dæmi um þetta er svokallað Níumenningamál í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í því máli var ekkert hugað að áhuga fjölmiðla heldur var látið við það sitja að allir sem hefðu áhuga á að sitja aðalmeðferð málsins gátu það gert og engum var vísað frá. Á engan hátt var tryggt að sæti væru frátekin fyrir fjölmiðla með það fyrir augum að tryggja þeim viðundandi vinnuumhverfi. Í ákveðnum málum gætu öfga- og þrýstihópar komið í veg fyrir umfjöllun um tiltekin mál með því til dæmis að fjölmenna við aðalmeðferð. Mæta snemma og taka öll sæti. Við getum ímyndað okkur mál þar sem fjársterkur einstaklingur á í hlut. Viðkomandi gæti hreinlega greitt hópi manna til að mæta og taka sæti með það fyrir augum að útiloka aðgang fjölmiðla. Þetta kann að hljóma langsótt í eyrum einhverra, en þetta er samt ekkert útilokað og undirstrikar ef til vill þörfina á því að þessi mál séu í traustum farvegi. Reynsla af samskiptum við dómstóla erlendis er að dómstólar styðjast oft við upplýsingafulltrúa. Héraðsdómur Reykjavíkur er ein af þeim „stofnunum" hér á landi sem er hvað oftast í fjölmiðlum. Erfitt er að ímynda sér margar stofnanir sem eru oftar til umfjöllunar í hverri einustu viku. Nánast allar stofnanir sem eru jafn oft til umfjöllunar og Héraðsdómur Reykjavíkur eru með upplýsingafulltrúa sem tryggja að réttar upplýsingar komi fram. Skoða má hvort ekki sé æskilegt að Héraðsdómur Reykjavíkur ráði sér slíkan starfsmann til að tryggja að umfjöllun um dómsmál sé rétt og aðstoða blaða- og fréttamenn við að ná þessu markmiði. Fordæmi eru fyrir þessu í nágrannalöndum okkar. Blaða- og fréttamenn myndu njóta góðs af slíkri aðstoð, enda erum við örfá í fjölmiðlum sem erum löglærð. Dómstólar myndu njóta góðs af þessu þar sem þetta myndi skila sér í vandaðri umfjöllun. Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar HÍ, hélt erindi á lagadeginum svokallaða í Hörpu fyrr í þessum mánuði um tjáningarfrelsið og traust á dómstólunum. Róbert reifaði þar hugmyndir í þessa veru. Afstöðu Róberts ber að fagna, en hann er einn fárra fræðimanna í lögfræði hér á landi sem skilur mikilvægi þessa máls og vill að úrræði í þessum efnum verði skoðuð. Dómsmálum hefur fjölgað gríðarlega frá falli bankanna haustið 2008 og umfjöllun fjölmiðla eftir því. Til að mæta auknum málaþunga hefur dómurum við héraðsdómstólana fjölgað þónokkuð. Til að tryggja faglega umfjöllun um störf dómstóla hefði verið æskilegt að bregðast við aukinni umfjöllun um dómsmál í fjölmiðlum t.d með því að skoða hvernig dómstólar geta aðstoðað blaða- og fréttamenn í störfum sínum. Fjölmiðlar og dómstólar eiga gagnkvæma hagsmuni. Þessir gagnkvæmu hagsmunir mætast í því markmiði að tryggja faglega og rétta umfjöllun um störf dómstóla. Það stoðar lítið að hrista hausinn yfir óvönduðum fréttaflutningi eða einstaka blaðagrein og líta svo á að fjölmiðlar valdi ekki hlutverki sínu ef ekki er tekið frumkvæði í þessum efnum af hálfu réttarkerfisins. Leyndarhyggja þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir eru annars vegar Eitt dæmi um óvandaða upplýsingagjöf dómstóla til fjölmiðla tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum. Slíkir úrskurðir eru eðli málsins samkvæmt eitthvað sem fjölmiðlar fylgjast vel með. Þetta eru oft viðkvæm mál þar sem rannsóknarhagsmunir eru í húfi. Fjölmörg dæmi eru um að menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og það hefur ekki ratað í fjölmiðla fyrr en mörgum vikum síðar. Gæsluvarðhald er hins vegar svo íþyngjandi úrræði að það er ekki eðlilegt að hægt sé að svipta menn frelsi sínu og þaga um það. Dómstólar taka þátt í ákveðinni þöggun með lögreglunni að þessu leyti, með því að veita ekki upplýsingar um fyrirhugaðar fyrirtökur og þegar kveðnir hafa verið upp úrskurðir. Skoða má hvort eðlilegt sé að birta á netinu þegar kveðinn hefur verið upp gæsluvarðhaldsúrskurður. Ef maður hefur verið tekinn úr umferð í þrjár vikur og settur í gæsluvarðhald, þá þýðir ekki fyrir dómstóla að svara ekki spurningum fréttamanna þegar kveðnir hafa verið upp úrskurðir í þessa veru og fréttamenn hafa komist á snoðir um það. Það skapar jafnframt togstreitu milli fjölmiðla og dómstóla ef fjölmiðlar ganga sífellt á vegg í þessum efnum. Þetta er mál sem æskilegt er að ræða betur hvort megi bæta og heyra sjónarmið lögreglunnar og hvaða lagaheimildir í sakamálalögum girði fyrir slíka upplýsingagjöf til dæmis. Oft er erfitt fyrir fréttamenn að átta sig á hvaða upplýsingar nákvæmlega þeir eiga rétt á að fá og hverjar ekki. Ráðning upplýsingafulltrúa myndi auðvelda þetta mikið. Héraðsdómarar eru margir hverjir mjög hjálplegir að aðstoða fjölmiðlamenn, en það væri sennilega heppilegra ef þetta væri í vel skilgreindum farvegi og það úrræði kynnt fyrir fjölmiðlum þannig að ekki væri verið að trufla dómarana sjálfa reglulega sem hafa nóg á sinni könnu. Það má ímynda sér að hjá smærri dómstólunum sé það starfsmaður Dómstólaráðs eða Innanríkisráðuneytisins sem sinni þessu hlutverki, í þeim tilvikum þar sem sem málaþunginn er ekki jafn mikill og hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Það er upplifun sumra blaða- og fréttamanna að það sé ákveðin tilhneiging hjá „kerfinu" að loka sig af og veita minni upplýsingar en meiri. Í réttarkerfinu og í lögmannastétt er jafnvel litið niður á lögmenn sem eru „samstarfsfúsir" og veita fjölmiðlum góðar upplýsingar. Það virðist vera einhver kúltúr sem hefur skapast um að lögmenn, sem séu vandir að virðingu sinni, tali í undantekningartilvikum við fjölmiðla, t.d einungis þegar stór mál eru til meðferðar. Það ættu hins vegar að vera hagsmunir bæði lögmanna og dómara að eiga gott samstarf við fjölmiðla.Myndatökur í dómssal Ekki er samræmi í túlkun reglna um myndatökur í dómssal. Mismunandi túlkun virðist á þessum reglum milli dómara á lægra dómsstigi. Fjölmiðlamenn vilja fara eftir reglum, en það gengur ekki að túlkun á reglum um myndatökur í dómssal breytist á neðra dómsstigi eftir því hvaða dagur mánaðarins er eða hvaða dómari og dómverðir eiga í hlut. Þetta hefur í flestum tilvikum verið til fyrirmyndar hjá Hæstarétti Íslands, þar sem sú regla gildir að mynda má í dómssalnum alveg þangað til dómarar eru sestir. Það eru að mati höfundar ófagleg vinnubrögð að ekki sé samræmd túlkun á reglum í þessum efnum hjá héraðsdómstólum og ekki alveg skýrt hvaða megi og hvað megi ekki hverju sinni. Sú staðreynd að þetta verklag sé svona undirstrikar ef til vill að nokkru leyti hversu mikil afgangsstærð fjölmiðlamenn eru þegar dómstólarnir eru annars vegar. Nafnbirting Frjálslega hefur verið farið með reglur um nafnbirtingu hjá dómstólum þegar sakborningar í sakamálum eiga í hlut. Dæmi eru um að nafn sakbornings hafi verið tekið úr dómsorði þó engin tengsl sjáanleg tengsl séu á milli sakbornings og brotaþola. Af þessu má draga þá ályktun að gerendur í t.d kynferðisbrotamálum njóti ríkari verndar í ákveðinum tilvikum en sakborningar í öðrum sakamálum. Einnig er ekki alltaf samræmi í birtingu nafna málsaðila á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á vefnum. Þá eru dómar, sem féllu vikuna á undan, að birtast á vefnum í einstaka tilvikum dagsettir aftur í tímum. Fjölmiðlamenn þurfa stundum að vera klókir og fara nokkra daga aftur í tímann til að finna „nýja" dóma.Hver er innan handar til að skýra dóma? Þau álitaefni sem reifuð voru framar eru dálítið viðkvæm vegna þess að reglan er sú að dómsorðið, þ.e dómurinn standi sjálfstætt. Og þarfnist ekki skýringar. (Hér má rifja upp t.d þegar Hæstiréttur Íslands ákvað að svara bréfi lögmanns sem fór fyrir opinberri nefnd og vildi túlkun og skýringar á dómi réttarins í svokölluðu Öryrkjamáli sem honum þótti óskýr. Þetta þótti að mati sumra óheppilegt.) En hver á að „þýða" dóminn yfir á mál sem almenningur skilur? Venjulegu fólki er ekki tungutak lögfræðinnar tamt. Eðli málsins samkvæmt hefur ekki þótt heppilegt að dómarar tjái sig um mál sem þeir hafa sjálfir dæmt í. Fréttamenn eru í undantekningatilvikum löglærðir og oft fá þeir það hlutskipti að setja hlutina í samhengi og þýða yfir á mannamál. Öll viðleitni til að aðstoða fjölmiðlamenn í þessa veru hlýtur að vera til gagns. Velta má fyrir sér, ef ekki er ráðinn talsmaður hjá stærri dómstólum og ekki eru talin efni til að aðstoðarmenn dómara eða aðrir embættismenn taki þetta að sér, hvort dómarar geti skipst á að ræða og skýra tiltekin mál, þrátt fyrir þau rök sem voru færð gegn því að verkefni dómara yrðu aukin hér framar. Það að sérfræðingur útskýri aðalatriði, geti svarað spurningum er lúti að fordæmum og fleiru, yrði til þess fallið að tryggja mjög heilbrigða umfjöllun um dómsniðurstöður. Viðleitni í þessa veru yrði ekki aðeins fagnað af fjölmiðlum heldur myndi þetta líka efla og bæta samskipti fjölmiðla og dómstóla og það hljóta að vera hagsmunir dómstóla og þar með samfélagsins alls að umfjöllun fjölmiðla um dómsniðurstöður sé eins og best verður á kosið. thorbjorn@stod2.isAndra Ólafssyni, fréttamanni á Stöð 2, eru þakkaðar góðar ábendingar sem hann veitti höfundi við ritun þessarar greinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hagsmunir dómstóla og fjölmiðla fara saman í þeim skilningi að það er mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um störf dómstóla sé vönduð þannig að traust almennings á dómstólum endurspegli þau vinnubrögð sem þar eru stunduð. Ef þau eru vönduð mun fjölmiðlaumfjöllun endurspegla það. Blaða- og fréttamenn eru ekki skilgreind stærð í réttarkerfinu og veldur það ákveðnum vanda að mati margra sem í greininni starfa. Fyrirspurnum um upplýsingar og beiðnum er mætt með litlum skilningi hjá dómstólum og með sama hætti og ef venjulegir og óbreyttir borgarar ættu í hlut. Það mætti vera fyrirfram skilgreint hjá dómstólum hvernig eigi að bregðast við fyrirspurnum frá blaða- og fréttamönnum. Þannig að viðbrögð allra dómstóla séu eins.Aðgangur að réttarhöldum Sú staðreynd að blaða- og fréttamenn fá ekki forgang að réttarhöldum lýsir ekki aðeins vanþekkingu á störfum fjölmiðla og er gamaldags heldur er á skjön við það sem þekkist á Norðurlöndunum og í Bretlandi. (Sjá til dæmis aðgang blaða- og fréttamanna að aðalmeðferð í máli Anders Behring Breivik í Noregi. Blaðamenn eiga frátekin sæti o.s.frv.) Gott dæmi um þetta er svokallað Níumenningamál í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í því máli var ekkert hugað að áhuga fjölmiðla heldur var látið við það sitja að allir sem hefðu áhuga á að sitja aðalmeðferð málsins gátu það gert og engum var vísað frá. Á engan hátt var tryggt að sæti væru frátekin fyrir fjölmiðla með það fyrir augum að tryggja þeim viðundandi vinnuumhverfi. Í ákveðnum málum gætu öfga- og þrýstihópar komið í veg fyrir umfjöllun um tiltekin mál með því til dæmis að fjölmenna við aðalmeðferð. Mæta snemma og taka öll sæti. Við getum ímyndað okkur mál þar sem fjársterkur einstaklingur á í hlut. Viðkomandi gæti hreinlega greitt hópi manna til að mæta og taka sæti með það fyrir augum að útiloka aðgang fjölmiðla. Þetta kann að hljóma langsótt í eyrum einhverra, en þetta er samt ekkert útilokað og undirstrikar ef til vill þörfina á því að þessi mál séu í traustum farvegi. Reynsla af samskiptum við dómstóla erlendis er að dómstólar styðjast oft við upplýsingafulltrúa. Héraðsdómur Reykjavíkur er ein af þeim „stofnunum" hér á landi sem er hvað oftast í fjölmiðlum. Erfitt er að ímynda sér margar stofnanir sem eru oftar til umfjöllunar í hverri einustu viku. Nánast allar stofnanir sem eru jafn oft til umfjöllunar og Héraðsdómur Reykjavíkur eru með upplýsingafulltrúa sem tryggja að réttar upplýsingar komi fram. Skoða má hvort ekki sé æskilegt að Héraðsdómur Reykjavíkur ráði sér slíkan starfsmann til að tryggja að umfjöllun um dómsmál sé rétt og aðstoða blaða- og fréttamenn við að ná þessu markmiði. Fordæmi eru fyrir þessu í nágrannalöndum okkar. Blaða- og fréttamenn myndu njóta góðs af slíkri aðstoð, enda erum við örfá í fjölmiðlum sem erum löglærð. Dómstólar myndu njóta góðs af þessu þar sem þetta myndi skila sér í vandaðri umfjöllun. Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar HÍ, hélt erindi á lagadeginum svokallaða í Hörpu fyrr í þessum mánuði um tjáningarfrelsið og traust á dómstólunum. Róbert reifaði þar hugmyndir í þessa veru. Afstöðu Róberts ber að fagna, en hann er einn fárra fræðimanna í lögfræði hér á landi sem skilur mikilvægi þessa máls og vill að úrræði í þessum efnum verði skoðuð. Dómsmálum hefur fjölgað gríðarlega frá falli bankanna haustið 2008 og umfjöllun fjölmiðla eftir því. Til að mæta auknum málaþunga hefur dómurum við héraðsdómstólana fjölgað þónokkuð. Til að tryggja faglega umfjöllun um störf dómstóla hefði verið æskilegt að bregðast við aukinni umfjöllun um dómsmál í fjölmiðlum t.d með því að skoða hvernig dómstólar geta aðstoðað blaða- og fréttamenn í störfum sínum. Fjölmiðlar og dómstólar eiga gagnkvæma hagsmuni. Þessir gagnkvæmu hagsmunir mætast í því markmiði að tryggja faglega og rétta umfjöllun um störf dómstóla. Það stoðar lítið að hrista hausinn yfir óvönduðum fréttaflutningi eða einstaka blaðagrein og líta svo á að fjölmiðlar valdi ekki hlutverki sínu ef ekki er tekið frumkvæði í þessum efnum af hálfu réttarkerfisins. Leyndarhyggja þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir eru annars vegar Eitt dæmi um óvandaða upplýsingagjöf dómstóla til fjölmiðla tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum. Slíkir úrskurðir eru eðli málsins samkvæmt eitthvað sem fjölmiðlar fylgjast vel með. Þetta eru oft viðkvæm mál þar sem rannsóknarhagsmunir eru í húfi. Fjölmörg dæmi eru um að menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og það hefur ekki ratað í fjölmiðla fyrr en mörgum vikum síðar. Gæsluvarðhald er hins vegar svo íþyngjandi úrræði að það er ekki eðlilegt að hægt sé að svipta menn frelsi sínu og þaga um það. Dómstólar taka þátt í ákveðinni þöggun með lögreglunni að þessu leyti, með því að veita ekki upplýsingar um fyrirhugaðar fyrirtökur og þegar kveðnir hafa verið upp úrskurðir. Skoða má hvort eðlilegt sé að birta á netinu þegar kveðinn hefur verið upp gæsluvarðhaldsúrskurður. Ef maður hefur verið tekinn úr umferð í þrjár vikur og settur í gæsluvarðhald, þá þýðir ekki fyrir dómstóla að svara ekki spurningum fréttamanna þegar kveðnir hafa verið upp úrskurðir í þessa veru og fréttamenn hafa komist á snoðir um það. Það skapar jafnframt togstreitu milli fjölmiðla og dómstóla ef fjölmiðlar ganga sífellt á vegg í þessum efnum. Þetta er mál sem æskilegt er að ræða betur hvort megi bæta og heyra sjónarmið lögreglunnar og hvaða lagaheimildir í sakamálalögum girði fyrir slíka upplýsingagjöf til dæmis. Oft er erfitt fyrir fréttamenn að átta sig á hvaða upplýsingar nákvæmlega þeir eiga rétt á að fá og hverjar ekki. Ráðning upplýsingafulltrúa myndi auðvelda þetta mikið. Héraðsdómarar eru margir hverjir mjög hjálplegir að aðstoða fjölmiðlamenn, en það væri sennilega heppilegra ef þetta væri í vel skilgreindum farvegi og það úrræði kynnt fyrir fjölmiðlum þannig að ekki væri verið að trufla dómarana sjálfa reglulega sem hafa nóg á sinni könnu. Það má ímynda sér að hjá smærri dómstólunum sé það starfsmaður Dómstólaráðs eða Innanríkisráðuneytisins sem sinni þessu hlutverki, í þeim tilvikum þar sem sem málaþunginn er ekki jafn mikill og hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Það er upplifun sumra blaða- og fréttamanna að það sé ákveðin tilhneiging hjá „kerfinu" að loka sig af og veita minni upplýsingar en meiri. Í réttarkerfinu og í lögmannastétt er jafnvel litið niður á lögmenn sem eru „samstarfsfúsir" og veita fjölmiðlum góðar upplýsingar. Það virðist vera einhver kúltúr sem hefur skapast um að lögmenn, sem séu vandir að virðingu sinni, tali í undantekningartilvikum við fjölmiðla, t.d einungis þegar stór mál eru til meðferðar. Það ættu hins vegar að vera hagsmunir bæði lögmanna og dómara að eiga gott samstarf við fjölmiðla.Myndatökur í dómssal Ekki er samræmi í túlkun reglna um myndatökur í dómssal. Mismunandi túlkun virðist á þessum reglum milli dómara á lægra dómsstigi. Fjölmiðlamenn vilja fara eftir reglum, en það gengur ekki að túlkun á reglum um myndatökur í dómssal breytist á neðra dómsstigi eftir því hvaða dagur mánaðarins er eða hvaða dómari og dómverðir eiga í hlut. Þetta hefur í flestum tilvikum verið til fyrirmyndar hjá Hæstarétti Íslands, þar sem sú regla gildir að mynda má í dómssalnum alveg þangað til dómarar eru sestir. Það eru að mati höfundar ófagleg vinnubrögð að ekki sé samræmd túlkun á reglum í þessum efnum hjá héraðsdómstólum og ekki alveg skýrt hvaða megi og hvað megi ekki hverju sinni. Sú staðreynd að þetta verklag sé svona undirstrikar ef til vill að nokkru leyti hversu mikil afgangsstærð fjölmiðlamenn eru þegar dómstólarnir eru annars vegar. Nafnbirting Frjálslega hefur verið farið með reglur um nafnbirtingu hjá dómstólum þegar sakborningar í sakamálum eiga í hlut. Dæmi eru um að nafn sakbornings hafi verið tekið úr dómsorði þó engin tengsl sjáanleg tengsl séu á milli sakbornings og brotaþola. Af þessu má draga þá ályktun að gerendur í t.d kynferðisbrotamálum njóti ríkari verndar í ákveðinum tilvikum en sakborningar í öðrum sakamálum. Einnig er ekki alltaf samræmi í birtingu nafna málsaðila á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á vefnum. Þá eru dómar, sem féllu vikuna á undan, að birtast á vefnum í einstaka tilvikum dagsettir aftur í tímum. Fjölmiðlamenn þurfa stundum að vera klókir og fara nokkra daga aftur í tímann til að finna „nýja" dóma.Hver er innan handar til að skýra dóma? Þau álitaefni sem reifuð voru framar eru dálítið viðkvæm vegna þess að reglan er sú að dómsorðið, þ.e dómurinn standi sjálfstætt. Og þarfnist ekki skýringar. (Hér má rifja upp t.d þegar Hæstiréttur Íslands ákvað að svara bréfi lögmanns sem fór fyrir opinberri nefnd og vildi túlkun og skýringar á dómi réttarins í svokölluðu Öryrkjamáli sem honum þótti óskýr. Þetta þótti að mati sumra óheppilegt.) En hver á að „þýða" dóminn yfir á mál sem almenningur skilur? Venjulegu fólki er ekki tungutak lögfræðinnar tamt. Eðli málsins samkvæmt hefur ekki þótt heppilegt að dómarar tjái sig um mál sem þeir hafa sjálfir dæmt í. Fréttamenn eru í undantekningatilvikum löglærðir og oft fá þeir það hlutskipti að setja hlutina í samhengi og þýða yfir á mannamál. Öll viðleitni til að aðstoða fjölmiðlamenn í þessa veru hlýtur að vera til gagns. Velta má fyrir sér, ef ekki er ráðinn talsmaður hjá stærri dómstólum og ekki eru talin efni til að aðstoðarmenn dómara eða aðrir embættismenn taki þetta að sér, hvort dómarar geti skipst á að ræða og skýra tiltekin mál, þrátt fyrir þau rök sem voru færð gegn því að verkefni dómara yrðu aukin hér framar. Það að sérfræðingur útskýri aðalatriði, geti svarað spurningum er lúti að fordæmum og fleiru, yrði til þess fallið að tryggja mjög heilbrigða umfjöllun um dómsniðurstöður. Viðleitni í þessa veru yrði ekki aðeins fagnað af fjölmiðlum heldur myndi þetta líka efla og bæta samskipti fjölmiðla og dómstóla og það hljóta að vera hagsmunir dómstóla og þar með samfélagsins alls að umfjöllun fjölmiðla um dómsniðurstöður sé eins og best verður á kosið. thorbjorn@stod2.isAndra Ólafssyni, fréttamanni á Stöð 2, eru þakkaðar góðar ábendingar sem hann veitti höfundi við ritun þessarar greinar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun