Lífið

Ron lendir í forræðisdeilu

Framhald á gamanmyndinni Anchorman er í bígerð og má því búast við ágætri skemmtun.
Framhald á gamanmyndinni Anchorman er í bígerð og má því búast við ágætri skemmtun.
Framhalds hinnar vinsælu gamanmyndar Anchorman er beðið með mikilli eftirvæntingu en Will Ferrell, Adam McKay, Steve Carell og Paul Rudd sitja nú við handritaskriftir.

Adam McKay gaf lesendum Salon þó svolitla vísbendingu um söguþráð nýju myndarinnar og kyndir það án efa enn frekar undir eftirvæntingunni.

„Ég vil ekki segja of mikið en við höfum verið að vinna sérstaklega með tvær hugmyndir, ekki gleyma að við erum enn að skrifa handritið. En ég skal gefa ykkur tvennt; forræðisdeila og keilukeppni," sagði leikstjórinn og handritshöfundurinn. Það er því ekki ólíklegt að persóna Christinu Applegate, Veronica Corningstone, snúi aftur.

Anchorman kom út árið 2004 og sló rækilega í gegn. Hún situr í 113. sæti á lista tímaritsins Empire yfir 500 bestu kvikmyndir allra tíma og er í hundraðasta sæti yfir 100 bestu gamanmyndir heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.